Frétt

mbl.is | 15.08.2006 | 08:58Sæunn gefur kost á sér í embætti ritara

Sæunn Stefánsdóttir, varaþingmaður, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi. Í yfirlýsingu frá Sæunni kemur fram að henni finnst mikilvægt að forystu flokksins skipi fólk með ólíkan bakgrunn og þekkingu, af báðum kynjum og á öllum aldri. „Ég tel mig vera fulltrúa þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa fram og finnst brýnt að huga enn frekar að hagsmunum hennar og fjölskyldna hennar.

Framsóknarflokkurinn og sjónarmiðin sem endurspeglast í 90 ára sögu hans, eiga nú sem aldrei fyrr erindi við kjósendur. Ég legg áherslu á ábyrga velferðarstefnu og mikilvægi fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar. Án stoðanna sem vöxturinn og vinnan skapa verður engin velferð.

Ritari sem formaður landsstjórnar ber ábyrgð á mótun stefnu um innra starf flokksins. Við getum stóreflt allt innra starf flokksins og það er afar brýnt að leysa úr læðingi þær hugmyndir og það afl sem býr í þeim ríflega 10.000 félögum sem gera Framsóknarflokkinn að einni stærstu fjöldahreyfingu í landinu. Í því liggja að mínu mati helstu sóknarfæri okkar.

Ég hef alla tíð tekið þátt af miklum krafti í félagsstarfi hvort sem það hefur verið á vettvangi íþrótta, félagsmála eða stjórnmála. Á kjörtímabilinu hef ég verið varaþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður auk þess að gegna fyrst starfi aðstoðarmanns heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og seinna félagsmálaráðherra. Þegar Halldór Ásgrímsson lætur af þingmennsku eftir flokksþingið mun ég taka sæti hans á Alþingi. Innan flokksins hafa mér verið falin ýmis trúnaðarstörf. Má þar nefna setu í miðstjórn, setu í stjórnum Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík norður og Sambands ungra framsóknarmanna. Í menntaskóla var ég formaður Framtíðarinnar, málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík og í háskóla þaðan sem ég útskrifaðist sem viðskiptafræðingur, var ég stúdentaráðsliði Röskvu, samtaka félagshyggjufólks. Ég tel mig því hafa töluverða reynslu af félagsmálum til að leysa efla þann kraft sem býr í framsóknarmönnum um allt land.

Framsóknarflokkurinn stendur á miklum tímamótum nú þegar Halldór Ásgrímsson lætur af formennsku í flokknum. Þau þáttaskil sem eru framundan eigum við að nota til að sætta ólík sjónarmið um menn og málefni, til að skapa okkur sjálf þann kraft til að sækja fram, snúa vörn í sókn og gera endurnýjunina að upphafi nýrrar sigurgöngu flokksins. Ég er tilbúin til að leggja alla mína krafta í það verkefni,“ að því er segir í yfirlýsingu frá Sæunni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli