Frétt

bb.is | 14.01.2002 | 09:28Guðmundur Halldórsson kjörinn Vestfirðingur ársins 2001

Örn Torfason í Gullauga afhendir Guðmundi Halldórssyni viðurkenningargripinn. Með þeim á myndinni eru fulltrúar bb.is, Sigurjón J. Sigurðsson og Hlynur Þór Magnússon. Afhendingin fór fram í gær við smábátahöfnina á Ísafirði.
Örn Torfason í Gullauga afhendir Guðmundi Halldórssyni viðurkenningargripinn. Með þeim á myndinni eru fulltrúar bb.is, Sigurjón J. Sigurðsson og Hlynur Þór Magnússon. Afhendingin fór fram í gær við smábátahöfnina á Ísafirði.
Guðmundur Halldórsson, trillukarl í Bolungarvík og formaður Smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum, hlaut titilinn Vestfirðingur ársins 2001 í kjöri bb.is í samvinnu við Gullauga á Ísafirði og Tölvuþjónustuna Snerpu. Úrslitin voru afdráttarlaus og sama er að segja um annað sætið sem kom í hlut Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Mjórra var á munum í sumum af næstu sætum. Þriðja sætið hlaut Rakel María Björnsdóttir, litla veika stúlkan á Þórustöðum í Önundarfirði, fjórði varð Lýður Árnason, læknir og kvikmyndagerðarmaður og gleðigjafi á Flateyri, og fimmta sæti hlaut Ingi Þór Ágústsson, hjúkrunarfræðingur og sundþjálfari hjá Vestra á Ísafirði.
Í sjötta sæti varð Friðný Jóhannesdóttir, læknir á Ísafirði, sjöundi Guðni A. Einarsson, framkvæmdastjóri á Suðureyri, áttundi Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður á Flateyri, níundi Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi á Ísafirði, frumkvöðull og baráttumaður fyrir forvörnum meðal ungmenna, og tíundi Kristinn Gestsson frá Suðureyri, skipstjóri á togaranum Snorra Sturlusyni RE. Alls voru 59 einstaklingar tilnefndir í kosningunni en auk þess fengu „smábátasjómaðurinn“ og björgunarsveit atkvæði.

Óhætt er að segja að framkvæmd kosningarinnar hafi tekist mjög vel, líklega einkum vegna hinna ströngu skilyrða en að sumu leyti þrátt fyrir þau. Til þess að girða fyrir ófarir á borð við þær sem ýmsir aðrir netmiðlar hafa lent í við sambærilegar kosningar voru sett skilyrði um aðeins eitt atkvæði úr hverju netfangi og krafist upplýsinga um nafn, kennitölu og símanúmer þeirra sem greiddu atkvæði. Þetta var gert til að tryggja sem best að eðlilega væri að málum staðið. Þessar upplýsingar voru trúnaðarmál þeirra sem unnu úr kosningunni og hefur þeim verið eytt. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið, að þessi skilyrði hafi orðið til þess að einhverjir kysu ekki eða gætu ekki kosið sem ella hefðu gert það. Varðandi tíunda sætið skal þess getið, að Súgfirðingurinn og sægarpurinn Kristinn Gestsson á ekki lengur lögheimili á Vestfjörðum, eins og áskilið var. Eitt tölvuskeyti barst með þeim ummælum, að viðkomandi greiddi ekki atkvæði úr því að Kristinn væri ekki kjörgengur. Sama gildir um einhverja fleiri sem atkvæði hlutu, t.d. Pétur Bjarnason, fyrrum fræðslustjóra.

Ekki varð greint neitt mynstur eða neitt samráð í kosningunni. Þau tvö sem fengu langflest atkvæði fengu þau úr öllum áttum og frá ólíkasta fólki. Og svo vill til, að bæði fengu þau jafnmikið fylgi frá körlum og konum. Ef til vill kemur það einhverjum á óvart varðandi efsta sætið og hefði jafnvel mátt búast við að gamli trillujaxlinn fengi frekar atkvæði kynbræðra sinna og starfsbræðra en kvenþjóðarinnar.

Forsendur fyrir vali fólks voru skemmtilega ólíkar og þannig er sá hópur sem fékk atkvæði mjög breiður. Ekki þarf annað en líta á tíu efstu sætin til að sjá að þar eru ákaflega ólíkir einstaklingar og sjónarhornin margvísleg. Sérhvert atkvæði er „rétt“ frá einhverju tilteknu sjónarmiði.

Þegar hringt var í Guðmund Halldórsson og honum sagt frá úrslitunum kom hann gersamlega af fjöllum (sjálfur sjómaðurinn). Líklega er hann ekki mikið á internetinu. Hann kvaðst þó hafa heyrt eitthvað um einhverja kosningu en ekki athugað það neitt nánar. Ekki vissi hann um nokkurn mann sem hefði kosið hann og gat með engu móti áttað sig á því hverjir það gætu verið. Þeir sem þekkja Guðmund Halldórsson vita, að honum verður sjaldan orða vant og stundum virðist auðveldara að skrúfa frá honum en fyrir. Í þetta skiptið féllust honum orð.

Guðmundur var hins vegar beðinn að hugsa málið í næði og eiga tiltæk nokkur vel valin orð að mæla þegar hann tæki við sæmdarheitinu Vestfirðingur ársins 2001 ásamt hinum fagra grip sem Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður smíðaði og Gullauga gaf í þessu skyni. Guðmundur var boðaður að smábátahöfninni á Ísafirði síðla dags í gær, sunnudag, þegar skuggsýnt var orðið, veður hvasst og kalt og ærið hráslagalegt. Síður þótti við hæfi að afhenda fulltrúa vestfirskra trillukarla þessa nafnbót inni í hlýrri stofu.

Kjósendur voru beðnir að láta nokkur orð eða umsögn fylgja sem rökstuðning með vali sínu. Hér eru fáeinar glefsur varðandi Guðmund Halldórsson, sem gefa glöggan þverskurð af heildinni:

„Fyrir ötula baráttu fyrir útgerðir og starfsmenn í smábátaútgerð, var t.d. aðalhvatamaðurinn að fundinum í íþróttahúsinu á Ísafirði í vor, sem var einn sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið hér vestra, svo og að fundi í nóvember á Ísafirði um bætta meðferð fiskistofna.“

„Vegna baráttu sinnar í málefnum smábátasjómanna.“

„Eldri maður sem ekki kemur úr hinum pólitíska geira hefur risið upp sem öflugur talsm

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli