Frétt

murinn.is - Ármann Jakobsson | 13.01.2002 | 22:51Klíkuskapur á útleið?

Það eru góð tíðindi að Sigrún Klara Hannesdóttir hefur verið ráðin í stöðu Landsbókavarðar. Um þessa stöðu sóttu margir menn og sumir ótvírætt hæfir. Sú saga hafði hins vegar gengið fjöllum hærra að tekið yrði mið af eins konar pólitík fremur en prófgráðum og jafnvel til þess að koma flokksgæðingum að annarstaðar. Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók hins vegar mið af tillögu safnsins og réð Sigrúnu Klöru.
Það er kannski sorglegt að íslenskt samfélag sé ekki komið meir úr fari klíkuskapar og flokkapólítíkur að menn skuli enn ræða það í fullri alvöru að farið sé eftir flokkslit í mannaráðningar. Enn bólar líka á því að verðleikar kvenna séu vanmetnir og því jafnvel tekið sem gefnu að þær séu ekki jafn hæfir stjórnendur og karlar, þó að þær hafi jafnvel prófgráðurnar umfram þá. Nú geta auðvitað gilt sérstakar aðstæður. Einar Sigurðsson fráfarandi landsbókavörður hafði til að mynda reynslu í starfi sem mátti jafna við heila gráðu. Slíkt var síður uppi á teningnum nú.

Björn Bjarnason sýndi nútímaleg vinnubrögð með þessari ráðningu og um leið að sá kvittur að hann kynni að ráða eftir pólitík var byggður á óverðskulduðu vanmati. Það þarf víst enginn að efast um að Björn er rammpólitískur, sennilega fáir pólitískari á Íslandi. Hann er líka afar hreinskiptinn og harður í horn að taka. Það er í raun afar skiljanlegt að hann sé nú orðaður við borgarstjórastöðu eftir langa setu í sama ráðuneyti, fremur en menn bendli hann við sendiherrastöður eða slíkar vegtyllur.

Það er líka eðlilegt að sjálfstæðismenn líti til hans vonaraugum sem mikils dugnaðarforks sem hefur gert margt vel í starfi ráðherra þó að sumt hafi auðvitað verið miður, eins og við var að búast af sjálfstæðismanni. Björn er vissulega oft talinn harðlínumaður í pólitík en það gildir ekki síst um utanríkismál. Vel mætti vera að í borgarmálunum tækist honum að sýna svipaða mýkt og sveigjanleika og forverum hans, Geir Hallgrímssyni og Gunnari Thoroddsen, tókst á góðum degi. Hann yrði harður andstæðingur vinstrimanna í borgarmálum en þeir myndu sjálfsagt fagna málefnalegri gagnrýni og hvassari umræðu sem myndi neyða kjósendur til að velja milli vinstri- og hægrisjónarmiða en gleyma um stund spurningum um bókhaldsaðgerðir.

Það er ekki orðum aukið að Björn Bjarnason er harður andstæðingur Múrsins og allra sem hafa svipaða afstöðu til stjórnmála. Hér sýndi hann hins vegar að það er ekki sama að vera rammpólitískur og rangsleitinn. Og það er vert að geta þess líka sem vel er gert þó að pólitískur andstæðingur eigi í hlut.

» Múrinn

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli