Frétt

Hlynur Þór Magnússon | 12.01.2002 | 17:38bb.is – fáein orð um nýja vefinn

Hlynur Þór Magnússon ritstjóri bb.is
Hlynur Þór Magnússon ritstjóri bb.is
Nýi BB-vefurinn er mjög frábrugðinn þeim sem notaður hefur verið frá stofnun bb.is eða í rúm tvö ár. Með þeim gamla var í raun tjaldað til einnar nætur enda var þetta fyrst og fremst gert til gamans af miklum vanefnum. Síðan hefur stöðugt verið aukið og prjónað við forritið og vefurinn hefur jafnframt vaxið meira en flesta hefði órað fyrir. En tæknin setur skorður og á liðnu hausti stóðu menn frammi fyrir tvennu: Að loka bb.is innan tíðar eða hanna nýjan vef frá grunni.
Ákveðið var að halda áfram. Smíði nýja vefjarins hefur tekið marga mánuði. Kostnaðurinn hleypur á nokkrum milljónum króna. Engar nákvæmar tölur liggja þó fyrir, af þeirri einföldu ástæðu að verulegur hluti vinnunnar hefur ekki verið reiknaður til peninga og verður ekki úr þessu. Segja má að rótin að þessu brasi sé hin landsþekkta vestfirska þrjóska og metnaður. Svona ótrúlega heimskuleg eljusemi og þrjóska er væntanlega ekki finnanleg í öðrum landsfjórðungum, nema þá hjá brottfluttum Vestfirðingum. Þeim sem staðið hafa og standa enn að þessum vef þótti einfaldlega of miklum verðmætum og of miklum vestfirskum hagsmunum hent út um gluggann ef bb.is væri lokað og öll sú vinna sem innt hefur verið af hendi væri þar með horfin. Þeir hafa staðið í þeirri trú, að vefurinn gæti orðið vestfirskum byggðum til nokkurrar gagnsemi og styrktar. Um það virðast þó skiptar skoðanir, eins og eðlilegt er.

Nýir undirvefir líta nú dagsins ljós og má smella á tvo þeirra helstu hér efst á síðunni. Annars vegar er það vefurinn Vestfirðir – fréttir af ferðamálum og hins vegar Vestfirska fróðleikshornið. Báðir þessir vefir eru enn á frumstigi, einungis afar fátækleg og ófullburða sýnishorn af því sem stefnt er að. Ekki skortir hins vegar hugmyndir og áhuga. Það sem skortir er einkum tvennt: Tími og peningar. Þeir sem að BB-vefnum standa munu leggja hvort tveggja af mörkum eftir því sem þeir geta, líkt og verið hefur. Lítið verður um hátimbraðar yfirlýsingar um framvinduna. Vonirnar eru hins vegar þær, að eitthvað af hugmyndunum komist í framkvæmd með tíð og tíma.

Vonirnar standa til þess, að í Vestfirska fróðleikshorninu verði t.d. safnað saman Vestfirðingaþáttum – samantektum og minningargreinum um Vestfirðinga lífs og liðna. Vonir standa til þess, að þar verði fjallað ítarlega um vestfirsk skáld og rithöfunda. Um vestfirska fræðimenn. Listamenn. Óvenjulegt fólk á borð við Sólon í Slúnkaríki. Venjulegt fólk, ef slík fyrirbæri skyldu finnast meðal Vestfirðinga. Og svo framvegis.

Gamlir og glöggir lesendur taka væntanlega eftir því, að „hausinn“ á Vestfirska fróðleikshorninu ber allmikinn svip af hausnum á fréttablaði nokkru sem í eina tíð var haldið úti hér vestra. Hér er ekki um tilviljun að ræða.

Vonir standa til þess, að Vestfirðir – fréttir af ferðamálum geti orðið ítarlegt gagnasafn um hvað eina sem viðkemur ferðalögum um Vestfirði, auk almennra frétta af þeim vettvangi. Tilgangurinn með slíkum undirvef er einkum þríþættur: Að vera til gagns fyrir ferðafólk, til gagns fyrir þá sem annast ferðaþjónustu og til gagns fyrir Vestfirði. Allt ætti þetta eftir að taka á sig brúklega mynd, ef úthaldið og áhuginn, tíminn og peningarnir hjá þeim sem standa að bb.is treinast nógu lengi.

Myndirnar á nýja vefnum eru sérstakur kapítuli, ef borið er saman við gamla vefinn. Á honum var ekki hægt að hafa nema eina mynd með hverri frétt. Og það sem verra var, að manni fannst stundum – ekki var hægt að setja inn mynd með frétt eftir á. Frétt og mynd urðu að fylgjast að inn á vefinn. Ef fréttnæmur atburður gerðist, sem rétt þótti að greina frá strax, þá varð annað hvort að henda fréttinmi inn myndarlausri og hafa hana þannig á vefnum til eilífðarnóns eða tvístíga nagandi neglur bíðandi með að setja fréttina inn á meðan mynd frá atburðinum var á leiðinni.

Nú er öldin önnur. Nú er hægt að segja frá viðburði um leið og hann gerist og smella svo myndinni inn þegar hún kemur. Og ekki bara einni mynd, heldur má hafa tvær, þrjár eða jafnvel tíu myndir með sömu fréttinni. Skoðið nú snöggvast þetta mál nánar. Undir sumum myndum á nýja vefnum er lítill svartur reitur með tölustafnum 2. Þetta merkir að fréttinni fylgir ekki aðeins ein mynd, heldur tvær. Prófið að láta bendilinn hvíla andartak kyrran yfir þessum litla tölureit. Þá birtist í litlum glugga texti þeirrar myndar sem þar er undir. Ef smellt er á reitinn, þá kemur myndin upp í sérstökum glugga. Ef myndirnar eru fleiri en tvær, þá verða litlu svörtu tölureitirnir fleir

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli