Frétt

bb.is | 13.08.2006 | 09:10Bolvíkingar senda ástarkveðju með blöðrum

Hátíðin hefst að vanda með því að Bolvíkingar senda heiminum ástarkveðju með því að sleppa 100 gasblöðrum í loftið.
Hátíðin hefst að vanda með því að Bolvíkingar senda heiminum ástarkveðju með því að sleppa 100 gasblöðrum í loftið.

Ástarvikan í Bolungarvík hefst í dag en hátíðin er nú haldin í þriðja sinn. Hátíðin stækkar með hverju árinu sem líður, en hún hefst að venju með því að Bolvíkingar, ungir sem aldnir senda heiminum eldheita ástarkveðju með því að sleppa 100 gasblöðrum í loftið. Opnun Ástarvikunnar fer fram í lundinum fyrir framan Víkurbæ kl. 16. Hljómsveit Benna Sig ætlar að halda uppi fjörinu og Geiri á sjoppunni mun bjóða gestum upp á heitt kakó. Ýmsir stórviðburðir eru á dagskránni og má þar nefna tónleika með Jagúar og fjölskylduhátíð þar sem nýr bæjarstjóri Bolvíkinga verður boðinn velkominn til starfa. Á föstudag verður síðan haldinn stórdansleikur í Víkurbæ með Sálinni hans Jóns míns auk ýmissa smærri viðburðir á borð við rómantíska gönguferð, glerlistanámskeið, sultugerðanámskeið, sundlaugapartý og fleira.

Dagskráin fylgir hér í heild sinni:

Í dag:
Ástarkveðja til heimsins: Ástarvikan opnuð kl. 16 í lundinum græna framan við Víkurbæ. Bolvíkingar, ungir sem aldnir fjölmenna og senda heiminum eldheita ástarkveðju. Hjartalaga blöðrur svífa á vit ævintýranna og lenda hjá þeim sem eiga skilið ástarkveðju! Bolvíkingurinn Benni Sig og hljómsveit hans halda uppi fjörinu. Heitt kakó í boði Geira á sjoppunni sem yljar gestum og gangandi um kroppinn.

Á morgun:
Funheitir tónleikar: Stórsveitin Jagúar heldur tónleika í Víkurbæ. Blásið í breimandi og brennandi stemningu. Tónleikagestir standa hreinlega á öndinni – eða gæsinni! Kertaljós og kaffihúsastemming. Rómantíkin hefst kl. 21:00 og við hvetjum sem flesta til að koma og berja þessa stórhljómsveit augum. Aðgangseyrir aðeins 800 krónur. Foreldar takið endilega börnin með og leyfið þeim að upplifa stemninguna.

Þriðjudagur:
Ástríkur göngutúr: Lagt af stað kl. 20 frá sundlauginni. Staldrað við á tröppum ástfanginna hjóna sem vita hvernig á að láta hjónabandið endast og endast og líka hjá hinum sem eru að byrja saman lífsgönguna með barnaskara og öllu tilheyrandi. Óvænt uppákoma á hverjum stað!

Miðvikudagur:
Eldheitt glernámskeið: Dísa í Listasmiðjunni skapar ástríðufulla stemningu með kertaljósum og tónlist og býður upp á námskeið í kertakolagerð. Hvað er rómantískara en fallegur listmunur sem bæði vermir hjartarætur og minnir á hina óendanlegu ást milli tveggja elskenda? Rómantíkin fer fram í Listasmiðjunni og byrjar kl. 20. Námskeiðið kostar 600 krónur og innifalin er leiðsögn, efni í tvo fallega kertakola og brennsla. Upplýsingar í síma: 8957403 (Dísa Hrólfs).

Fimmtudagur:
Fjölskylduhátíð í Víkurbæ kl. 20. Bolvíkingar fagna nýja bæjarstjóranum Grími Atlasyni og fjölskyldu hans með ástarsöngvum og elskulegheitum. Hvar hentar slík móttaka betur en í miðri ástarviku þegar stór fjölskylda flytur í bæinn! Lifandi tónlist, rómantískt andrúmsloft, Hermann Ási píanósnillingur leikur ástarsöngva, Ylfa Mist tekur lagið, unga kynslóðin sýnir dans, Hrólfur Vagnsson harmoníkuleikari spilar, létt hressing í boði og kynning á bolvíska fyrirtækinu www.brudkaup.is. Hver veit nema fleiri óvæntir viðburði bætist við, ástartvist og tjútt.

Föstudagur:
Sundlaugarpartý fyrir ungu kynslóðina: Svakalega rómantískt. Ó mæ... fljótandi kertabakkar, rósailmur, lífleg tónlist og melónur á bakkanum. Fjörið stendur yfir frá kl. 20-22. Halló unglingar – þetta er ykkar kvöld! Dansiball aldarinnar: Ástin blómstrar sem aldrei fyrr og nú ætlar hljómsveitin Sálin hans Jóns míns að heiðra Bolvíkinga með nærveru sinni. Stórdansleikur í Víkurbæ sem enginn má missa af! Fríar sætaferðir fyrir þá sem kaupa sér miða í forsölu. Happy hour frá kl. 23-01.

Laugardagur:
Seiðandi sultugerðanámskeið: Við endurtökum leikinn sem sló svo rækilega í gegn í fyrra. Sultugerðin fer fram í skólaeldhúsi Grunnskólans frá kl. 16 -18. Allir mæta með sexí sultukrukkur, hlýlegar hugsanir og 1500 kr fyrir efni og leiðsögn. Hvað er erótískara er eldrauð sulta á vísifingri eða á vöfflu með sunnudagskaffinu? Nánari upplýsingar í síma: 895-8507 (Ylfa Mist).

Nánari upplýsingar um hátíðina gefa Ilmur Dögg Níelsdóttir í síma 8488014 og Soffía Vagnsdóttir í síma 8617087.

thelma@bb.isbb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli