Frétt

mbl.is | 12.01.2002 | 10:32Tveir létust í umferðarslysum

Tveir menn létust í umferðarslysum í gærkvöldi. Ökumaður lést í bílslysi á Kísilveginum milli Húsavíkur og Mývatnssveitar og þrír slösuðust. Farþegi í framsæti fólksbifreiðar lést í árekstri þriggja bifreiða ofarlega í Kömbunum austur af Hellisheiði í gærkvöldi. Sjö slösuðust í árekstrinum, þar af tveir alvarlega, og voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi með sjúkrabifreiðum og TF-LÍF, þyrlu landhelgisgæslunnar. Að sögn læknis á slysadeild um miðnætti í gærkvöldi hafði einn sjúklingur verið lagður inn á gjörgæsludeild og innlögn annars sjúklings var fyrirhuguð. Hinir sem slösuðust voru lagðir inn á spítalann til eftirlits.
Tildrög slyssins voru þau að fólksbifreiðinni, sem í voru fimm manns, var ekið niður Kambana og fór hún yfir á öfugan vegarhelming í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst framan á jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt upp Kambana. Við áreksturinn kastaðist jeppabifreiðin á fólksflutningabifreið sem ekið var samsíða jeppabifreiðinni á tvöfaldri akrein. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en krapi var á veginum sem og á Hellisheiðinni. Í fólksflutningabifreiðinni voru fjórtán farþegar auk ökumanns og sakaði engan. Í jeppabifreiðinni var þrennt. Þau voru flutt á slysadeild en eru ekki alvarlega slösuð. Fjórir úr fólksbifreiðinni slösuðust, þar af ökumaðurinn og einn farþegi alvarlega. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ökumanninn á Landspítalann í Fossvogi en sjúkrabifreiðir önnuðust flutning á öðrum farþegum.

Tilkynnt var um slysið klukkan 20.28 og var fjölmennt lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna kvatt á slysstað. Búnaður tækjabifreiðar Slökkviliðsins í Hveragerði var notaður til að ná fólki út úr flaki fólksbifreiðarinnar og allt tiltækt sjúkra- og lögreglulið á Selfossi var kvatt á vettvang. Þrjár sjúkrabifreiðir frá Selfossi voru sendar á slysstað og tvær frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins auk neyðarbifreiðar með lækni frá Reykjavík. Ennfremur var kallaður út læknir frá Þorlákshöfn til aðstoðar á vettvangi auk þriðja læknisins, sem var í áhöfn þyrlunnar.

Suðurlandsvegur var lokaður fyrir umferð á meðan lögregla og sjúkralið athöfnuðu sig á slysstað og voru settir upp vegatálmar við hringtorgið í Hveragerði og við gatnamót Þrengslavegar og Suðurlandsvegar. Var umferð beint um Þrengslin á meðan.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi varð síðast banaslys í Kömbunum fyrir um tveimur áratugum.

Annað banaslys varð í gærkvöldi á Kísilvegi á Hólasandi, milli Mývatns og Húsavíkur, eftir árekstur fólksbíls og jeppabifreiðar á blindhæð. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést en farþegarnir, kona og barn, auk ökumanns jeppans, voru fluttir á sjúkrahús, fyrst til Húsavíkur og svo á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrabíll, læknir, lögregla og björgunarsveit úr Mývatnssveit fóru á slysstað. Talið er að maðurinn hafi látist samstundis. Ekki er vitað um líðan hinna þriggja sem slösuðust en ekki er talið að fólkið sé í lífshættu. Mbl.is greindi frá.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli