Frétt

Stakkur 32. tbl. 2006 | 10.08.2006 | 09:44Með augum farþegans

Margt hefur verið gert til að fegra bæjarmynd höfuðstaðar Vestfjarða. Ísafjörður er kjarni Ísafjarðarbæjar, en sveitarfélagið hefði að sjálfsögðu átt að heita Ísafjörður. Það er útúrdúr. Áhugi á umhverfi og snyrtimennska hefur aukist um Ísafjarðarbæ allan, öllum til gleði. Miklar framkvæmdir standa yfir á Skutulsfjarðareyri. Hús barnaskóla rís, byggt er í Hafnarstrætinu og enn er framkvæmt við Edinborgarhúsið. Tilhlökkunarefni er þegar því lýkur. Eitt skemmtilegasta húsaþorp á Íslandi er í Neðstakaupstað, ekki stórt en fagurt og býr yfir sögu. Aðkoman er ekki sérlega fögur úr bænum en ófegurri af sjó.

Gleðiefni er hve mörg skemmtiferðaskip koma til Ísafjarðar. Gaman er að taka á móti fólki utan úr heimi og sýna því hið besta er bærinn hefur að bjóða. Snöggtum er þó verra hvernig hlið langferðalanganna að bænum er. Sé gengið um hafnarsvæðið verður ekki sagt að snyrtimennska og glæsileiki sé í fyrirrúmi. Eftir nokkrar ferðir um höfnina er helst hægt að ímynda sér að verið sé að bjóða gestum í ruslkompu heimilisins. Alls kyns vélar, tæki og skran blasir við þeim sem stendur hátt uppi í glæsilegu skemmtiferðaskipi og lítur yfir land Sundahafnarinnar. En það er bara byrjunin. Sama er hvort gengið er upp til miðbæjarins, upp eyrina, eða í hina áttina að Neðstakaupstað. Draslaralegt umhverfi gín við á báðum leiðum.

Viljum við taka á móti útlendum og innlendum ferðalöngum með þessari sýn? Er það raunin að okkur þyki þetta sjálfum í lagi? Ætla má að svarið við báðum spurningum sé skýrt og klárt nei. Hvers vegna lætur þá stjórn Ísafjarðarhafna þennan sóðaskap líðast? Útilokað er að hafnarstjórn og hafnarstjóra standi á sama hver ímynd langförulla gesta sé af Ísafirði. Hér verður að grípa í taumana strax þótt of seint sé vegna þeirra sem farnir eru hjá garði.

Við hljótum öll, bæjarstjórn, hafnarstjórn og síðast en ekki síst íbúar að sýna bestu mynd bæjarins. Til þess að svo verði þurfa allir að taka höndum saman og útrýma rusli og sóðaskap. Skorað er á bæjarstjórn og hafnarstjórn að taka á þessum leiða bletti á ásjónu Ísafjarðar. Okkur er skylt að sýna strax að í Ísfirðingum býr ekki sóðapúki. Súðvíkingar hófu að hreinsa til á Garðstöðum í Ögursveit og færa burt bílhræin sem þara hafa stungið í augu alltof lengi. Þriðjungur er farinn, mikið eftir, en viljinn og getan eru skýr. Vart eru Ísfirðingar síðri í snyrtimennsku. Fordæmi nágranna okkar á að verða okkur að kenningu og hvetja til dáða við hreinsun á landi Sundahafnar og reyndar allst staðar í bænum, jafnt við Ísafjarðardjúp og vestan heiða.

Sýnum gestum okkar og ekki síst okkur sjálfum þá virðingu að ganga vel um.

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli