Frétt

Leiðari 32. tbl. 2006 | 10.08.2006 | 09:42Tíðindalaust á útihátíðum

Alþingismaður hefur imprað á því að tengivagnar flutningabíla verði bannaðir. Vegakerfið er ekki í stakk búið til slíkra flutninga, segir þingmaðurinn. Betur að honum hefði komið þetta til hugar áður en stjórnvöld festust í þeirri hugmyndafræði að brýnasta lausnin í samgöngumálum landsmanna væri að leggja Skipaútgerð ríkisins niður og koma öllum þungaflutningum út á þjóðvegina. Ólíklegt er að hugmynd þingmannsins fái hljómgrunn. Það sem einu sinni er á komið verður ekki aftur tekið. Sama hversu vitlaust það er; sama á hverju gengur. Um það vitna dæmi á æði mörgum sviðum þjóðlífsins; í skatta- og kvótakerfinu, svo nærtæk dæmi séu tekin; mistök sem allir viðurkenna en engum kemur til hugar að leiðrétta.

Útihátíðar um verslunarmannahelgina verða ekki aflagðar frekar en tengivagnarnir og ,,raðhúsin“ sem vanbúnir smábílar draga á eftir sér um þjóðvegina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Útihátíðirnar eru komnar til að vera. Fram hjá því verður ekki horft. Útihátíðirnar eru eins og peningurinn. Á þeim eru tvær hliðar. Meðan margir segja þær dásamlegustu fjölskylduskemmtanir sem hægt er að hugsa sér, að ekki sé nú minnst á menninguna sem þær eru sagðar færa heimamönnum viðkomandi staða, sjá aðrir ekkert nema sukk og svínarí í þessum fylliríissamkomum, eins og það er orðað.

Árlega umræðu um hætturnar sem steðja að unglingum á útihátíðunum og heilræðafyrirlestra vikuna fyrir verslunarmannahelgina, kunna menn orðið utanbókar. Forvarnir hér og forvarnir þar og eftirlit alls staðar. Í ár á allt að vera í lagi. Eigi að síður endurtekur sagan sig. Allt samkvæmt bókinni.

Undir lok fyrri heimstyrjaldarinnar flutti þýska útvarpið daglega sömu fréttina af stríðinu: Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. Sama á hverju gekk. Því er þessi tilvísun, sem færði höfundi samnefndrar bókar heimsfrægð, hér tilfærð að fréttir af útihátíðarhöldum verslunarmannahelgarinnar enduðu nær undantekningalaust, eftir að greint hafði verið frá tugum fíkniefnabrota, slagsmálum og höfuðkúpubrotum og að aldrei hefði önnur eins örtröð verið á neyðarmóttökum, að ekki sé minnst á nauðganir, á sömu setningunni: Að sögn lögreglu hefur að öðru leyti allt farið vel fram.

Spurningin snýst ekki um að banna útihátíðir um verslunarmannahelgina. Hún snýst um annað tveggja: breytt hugarfar, breytt viðhorf, breyttar fyrirmyndir; eða hvort við sættum okkur bara við þær fórnir, sem hingað til hafa verið fylgifiskar þeirra? Lítum á þær sem hið óumflýjanlega.

Ætlum við að taka okkur á eða ætlum við okkur bara að una áfram við fréttina: Að öðru leyti var tíðindalaust á útihátíðum verslunarmannahelgarinnar?
s.h.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli