Frétt

visir.is | 09.08.2006 | 11:17Ævarandi friðarboðskapur

Árleg kertafleyting til minningar um fórnarlömb kjarnorkusprenginanna í Hírósíma og Nakasaki fer fram við Reykjavíkurtjörn í kvöld. „Þetta er í 22 annað sinn sem kertafleytingin fer fram en það eru nokkur samtök sem sameinast um þennan viðburð," segir Steinunn Þóra Árnadóttir, einn af skipuleggjendum fleytingarinnar, "segja má það sé ákveðinn kjarni ár eftir ár en öll félagasamtök sem hafa áhuga á að leggja þessu málefni lið er velkomið að setja sig í samband við okkur og taka þátt. Það eina sem sem þarf er að vera friðarsinni og trúa á málefnið.“

Félögin sem standa að fleytingunni í kvöld eru Friðarhópur leikskólakennara, Friðar og mannréttindahópur BSRB, Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna, Samtök herstöðvaandstæðinga og Friðarhópur búddista en fundarstjóri verður Freyr Eyjólfsson.

Andrúmsloftið við tjörnina er mjög hátíðlegt og Steinunn segir að stundin sé jafnan mjög falleg og tilfinninganæm. "Þetta er mikið sjónarspil en líka sorgleg stund í ljósi minningarinnar um fólki í Hírósíma sem varð fyrir kjarnorkueldunum og kastaði sér logandi í ána. Það eru skelfileg hugrenningatengsl og því mjög táknrænt að fleyta kertum."

"Við teljum mikilvægt að tengja þetta við samtímann og því mun Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur vera aðalræðumaður kvöldsins en hún mun meðal annars ræða um ástandið í Líbanon. Þess er til dæmis vert að minnast að vitað er að Ísrelsmenn ráða yfir kjarnorkuvopnum," segir Steinunn.

Guðrún Margrét kveðst munu ræða um stríðsmenningu í samhengi við Hírósíma og Líbanon í kvöld. "Það eru þær hugmyndir um beinlínis sé hægt að leysa vandamál með því að drepa saklaust fólk, og hvaðan slíkar hugmyndir koma. Friðarsinnar eru oft álitnir óraunsæir draumóramenn en í raun er það óraunsæi að vera stríðsglaður," segir hún og bendir á að stríðshugmyndirnar, líkt og þær sem eymi hvað sterkast af hjá núverandi ríkisstjórn Bandaríkjamanna geri óvin úr 1,2 milljörðum múslima með því að að tengja sífellt saman hugmyndir um hryðuverk og Íslam. "Hvaða skynsemi og raunsæi er í því?" spyr Guðrún Margrét.

Hún segir enga brú vera í framgöngu Ísraelsmanna í Líbanon. "Þetta mun sannarlega ekki skila þeim meira öryggi heldur auka á ólguna og staðfesta það sem Líbanir almennt eru að upplifa, allt frá venjulegum múslimum sem flestir eru eins og ég og þú, hafa sína trú sem eru langt frá því að vera einhverjar öfgaskoðanir, þau fá skilaboð um að þau séu eðlilegur fórnarkostnaður í stríði."

Steinunn Þóra bendir á að fólk sé vinsamlegast beðið um að mæta snemma í athöfnin við Tjörnina er allra jafna fremur stutt. Líkt og fyrri ár verða flotkerti og friðarmerki seld á staðnum. "Við verðum með extra mikið að kertum í kvöld því undanfarin ár hafa þau hreinlega klárast. Svo viljum við endilega hvetja fólk til að koma með börnin sín, það er yndislegt að sjá fjölskyldurnar mæta saman. Þetta er líka gott tækifæri til þess að tala við börnin um það sem er miður gott í heiminum en í fallegu og öruggu umhverfi," segir Steinunn.

Kertafleytingin við Reykjavíkurtjörn hefst kl. 22.30 í kvöld en á sama tíma verður kertum einnig fleytt á Akureyri, á flötinni fyrir framan minjasafn bæjarins en ræðumaður þar verður Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli