Frétt

Kreml.is - Hreinn Hreinsson | 08.01.2002 | 21:11Skál Hannes!

Hreinn Hreinsson.
Hreinn Hreinsson.
Það er nú ekki á hverjum degi sem ég er sammála prófessor Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Það var ég þó s.l. föstudag þegar hann opinberaði þá skoðun sína í sómaþættinum Kastljósi að hann hefði unun af góðum rauðvínum. Enda væri hófdrykkja holl og líklega væri hollara fyrir stjórnvöld að nýta staðreyndir við mótun áfengisstefnu sinnar fremur en svartagallsraus þurrtemplara sem sjá þann vonda í hverjum dropa.
Áfengisstefna landans (nota má forskeytið mör) ber þess nokkur merki að hún sé samin með það í huga að um vörn gegn hættulegum efnum sé að ræða, svona eins og lög um spilliefni eða eitthvað slíkt. Að verja eigi íbúa þessa lands fyrir þeim vágesti sem áfengi er í hugum þeirra sem þessa hugmyndafræði hafa mótað. Til þess að koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða hefur verið beitt ýmsum aðgangstakmörkunum og aðgangsstýringum sem miða að því að takmarka neyslu . Mest hressandi dæmið um það er náttúrulega þegar bjór var bannaður á meðan sterkt vín var selt og léttvín þótti bara fyrir plebba og var því ekki drukkið nema af þeim sem frelsast höfðu á ferðum sínum um heiminn (les plebbar).

Árangurinn er síðan mældur á kvarðanum magn hreins vínanda á hvern fullorðinn einstakling. Þessi mælieining og viðmiðun er fráleit og gefar varla annað en vísbendingar um það hvernig áfengismenningin er. Ráðamenn hafa gumað sig af því að þessar hamlandi aðgerðir hafi skilað því að hér drekki fólk minna en víða annars staðar meðal þjóða þ.e. skv. MÆLIKVARÐANUM. Annar mælikvarði sem notaður hefur verið til að sýna slæmt ástand landans er sá fjöldi sem fer í meðferð. Þar skákum við jú flestum öðrum.

Það gleymist að vísu að hér er framboð meðferðarúrræða miklu meira en annars staðar þekkist og menn eru boðnir velkomnir í meðferð eins oft og þá lystir á kostnað skattgreiðenda enda er hugmyndafræðin aðeins ein. Enginn getur hætt að drekka nema hann vilji það sjálfur, ef hann fer í meðferð sem mistekst er það einungis til marks um það að hann var ekki tilbúinn, misheppnuð meðferð er bara lítið skref í átt til bata. Í útreikningi á innbyrtu magni af vínanda per einstakling er heldur ekki gert ráð fyrir víni sem fólk kemur með frá útlöndum, ekki því sem innbyrt er erlendis, það mínusað sem ferðamenn drekka hér á landi og heimabrugg sem er líklega sá þáttur sem skekkir myndina hvað mest – það telst heldur ekki með. Þetta getur varla talist mælikvarði, í besta falli vísbending. Þegar viðmiðið er vitlaust er svosem ekki við því að búast að stefnan sem mótuð er verði sérlega gáfuleg. Skattar ríkisins af vínum miðast svo almennt við áfengisinnihad þ.e. hversu sterkt vínið er, sem er eðlilegt þegar miðað er við að áfengi sé hættulegt. Það hljómar hins vegar fáránlega að gæðavín frá frægu vínræktarhéraði sé nærri því jafn ódýrt og samsullsárgangssvín sem gert er úr afgöngum og öllu glundrað saman, þrúgum jafnt og vínræktarhéruðum.

Hér er hugmynd sem ég held að við Hannes gætum orðið nokkuð sammála um. Hættum að skilgreina áfengi sem spilliefni og leyfum sölu þess í almennum verslunum þar sem fólk sækir sinn neysluvarning. Skattleggjum það bara eins og aðrar innfluttar vörur (ekki þó eins og grænmeti) og látum gæði vínsins ráða verði en ekki áfengisstyrkleika. Skilgreinum sterkt vín sem aðgengilega vöru sem þó væri þeim takmörkunum háð að vera einungis seld yfir búðarborð, markmiðið með þvi er að tryggja að aðgengi barna og unglinga sé örugglega takmarkað, þau þyrftu þá nú sem áður að fá einhvern annan til að kaupa fyrir sig. Og varðandi aðgengi barna og unglinga að víni þá er rétt að skilgreina allt vín sem vöru sem ekki má kaupa fyrr en ákveðnum aldri er náð t.d. 18 ára aldri. Rökin fyrir því eru sú að rannsóknir sýna að hættan á að ánetjast áfengi og misnota það síðan er mest á mótunarskeiði unglingsáranna auk þess sem stjórn yfir eigin lífi og ákvörðunum er varla almenn fyrr en undir tvítugt.

Til þess að koma í veg fyrir að menn brjóti reglurnar skulum við láta þá sem vilja selja vín þurfa að hafa sérstakt leyfi til þess sem felur það í sér að þeir sem selja vín axli ábyrgð á þessum aðgangstakmörkunum. Þeir sem bregðast því trausti missa leyfið – ekkert elsku mamma þar. Þegar þetta er sagt er alltaf bent á misheppnaðar tilraunir til halda tóbaki frá börnum og að þær sýni að þetta sé ekki framkvæmanlegt. Það er bull þar eð það hefur lengstum verið þannig að þeir sem brjóta þá reglu að selja unglingum ekki tóbak hafa aldrei þurft að axla ábyrgð á gerðum sínum, hafa í versta falli þurft

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli