Frétt

Kreml.is - Magnús Árni Magnússon | 08.01.2002 | 21:04Smápólitískt öruppgjör

Magnús Árni Magnússon.
Magnús Árni Magnússon.
Uppgjör við pólitíska fortíð er í tísku í dag. Tuttugasta öldin verður æ fjarlægari í minningunni og með hverjum nýjum áramótum verður auðveldara að líta á hana sem "síðustu öld" eins og svo margir hafa gaman af að kalla hana af því hvað hún er enn nálæg.
Ég er ekki sósíalisti. Kenningar Karls Marx voru tóm vitleysa. Sósíalisminn var helstefna. Hin vestræna mynd hans, sænski sósíaldemókratisminn, gerði alltof lítið úr einstaklingunum fyrir minn smekk. Það vilja ekki allir samskonar legsteina. Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Það eiga ekki allir að hafa sömu tekjur. Auðsöfnun er ekki illmennska. “Markaðurinn? er ekki blint tilfinningalaust afl og hefur enga sjálfstæða tilveru. Hann er summa forgangsröðunar einstaklinganna í samfélaginu. Skólagjöld í háskólum eru ekki “óásættanlegt óréttlæti?. Hlutverk ríkisvaldsins er ekki að “jafna? tekjur borgaranna með því að hirða af þeim bróðurpartinn af launum þeirra til að stjórnmála- og embættismenn geti dreift þeim að geðþótta. Það má hinsvegar færa rök fyrir því að ríkisvaldið eigi að jafna tækifærin með því að sjá til þess að allir séu jafnir fyrir lögunum og að öllum standi til boða menntun og heilsugæsla óháð efnahag, t.d. með námsstyrkjum, hagstæðum námslánum og vel rekinni opinberri heilbrigðisþjónustu. Jafnvægi verður að ríkja milli "frelsis, jafnréttis og bræðralags" ef einstaklingar og þjóðfélag eiga að ná að þroska sínar bestu hliðar.

Í utanríkismálum er ég einarður stuðningsmaður vestrænnar samvinnu. Við Íslendingar höfum átt láni að fagna að eiga samleið með Vesturlöndum í heimsmálunum frá því við fórum að ráða okkar málum sjálf. Málstaður þeirra sem kalla sig “friðarsinna? er yfirleitt ekki í takti við raunveruleikann og bölbænir þeirra og heimsendaspádómar rætast sjaldnast. Nærtækast er að velta fyrir sér hvað hefði gerst í Afganistan ef farið hefði verið að tillögum Steingríms J. Sigfússonar og skoðanabræðra hans eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum í september. Ætli Talibanastjórnin sæti þá ekki enn sem fastast og Osama væri í góðu yfirlæti að dunda við að smíða sér kjarnorkusprengju, í stað þess að vera á stöðugum flótta milli einhverra neðanjarðarbyrgja.

Í rauninni er ég nánast aldrei sammála neinu sem kemur frá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. Ég geri ekki einu sinni ráð fyrir að Vinstri-grænir gætu skrifað upp á einu “af því bara? stefnuna sem ég leyfi mér að aðhyllast í umhverfismálum; andstöðu við hvalveiðirembinginn í Íslendingum. Ég hugsa til þess með hryllingi ef Ögmundur, Kolbrún eða Steingrímur kæmust í ráðherrastóla, þó þetta sé annars vel meinandi ágætisfólk.

Einhverjir gætu þá spurt mig af hverju ég styðji Samfylkinguna, frekar en t.d. Sjálfstæðisflokkinn. Ég fór vandlega yfir það af hverju frjálslynt fólk ætti ekkert endilega að styðja Sjálfstæðisflokkinn í síðasta pistli, en ég velti því stundum fyrir mér af hverju ég ætti að styðja Samfylkinguna. Ég er Alþýðuflokksmaður. Ég fór í framboð fyrir Alþýðuflokkinn þegar hann var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Jóhönnufélagið hafði klofið sig út úr honum. Það var skrambi góður flokkur. Einörð Evrópustefna. Hugsjónir. Frjálslyndi. Réttlæti og raunsæi. Sá flokkur stefndi að áframhaldandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að halda honum við frjálslyndisefnið, t.d. í landbúnaðarmálum, en fékk ekki kjörfylgi til þess. Fljótlega eftir þann skóggöngudóm sagði ég skilið við ungliðalífið og fór í framhaldsnám til útlanda.

Örlögin höguðu því þó svo að skyndilega sat ég á Alþingi – í fyrsta þingflokki Samfylkingarinnar. Þar voru meðal annarra Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson. Goðsagnir í sögu íslenskrar vinstri hreyfingar, bráðgreindir öðlingar og ágætismenn, Ragnar meira að segja frændi minn.

En ég, nýútskrifaður úr neoklassískri hagfræði frá Bandaríkjunum, var hálfgerð geimvera í vinstri sinnaða stjórnarandstöðuþingflokknum. Það hafði svo sem ekkert með Ragnar og Svavar að gera, enda létu þeir fremur lítið til fyrir sér fara. Litu á það sem hlutverk annarra. Ég var hinsvegar dálítið eins og úti á þekju hugmyndafræðilega sem og félagslega. Það var helst að við Lúlli tengdum eitthvað pólitískt. Bryndís Hlöðversdóttir og Rannveig voru þær einu sem nenntu eitthvað af ráði að sinna þessum ráðvillta drengstaula. Og auðvitað Framsóknarmenn

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli