Frétt

mbl.is | 02.08.2006 | 16:32Aukið fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina

Lögreglustjórar munu halda úti fíkniefnaeftirliti um verslunarmannahelgina, hver í sínu umdæmi. Því eftirliti til viðbótar mun embætti ríkislögreglustjóra hafa á sínum vegum fíkniefnaleitarhunda og sérþjálfaða fíkniefnalögreglumenn, sem munu ferðast um landið lögreglustjórunum til stuðnings að því er segir á vef lögreglunnar.

Um er að ræða fíkniefnaleitarhunda og stjórnendur þeirra frá lögreglunni í Reykjavík, tollstjóranum í Reykjavík og sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, ásamt fíkniefnalögreglumönnum af höfuðborgarsvæðinu. Þessu aðstoðarliði, sem er á annan tug manna, er skipt upp í nokkra hópa, sem ferðast um landið, allt eftir því hvar þeirra er mest þörf hverju sinni.

Þá verður að venju verður lögreglan í Reykjavík með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina. Kappkostað verður að umferðin til og frá borginni gangi greiðlega fyrir sig og þá mun lögreglan halda úti öflugu eftirliti í öllum hverfum Reykjavíkur. Lögreglumenn munu fylgjast grannt með íbúðarhúsnæði um verslunarmannahelgina en við eftirlitið verður notast við bæði merkta og ómerkta bíla.

Þá vill lögreglan vill jafnframt hvetja fólk, sem heldur burt úr borginni í lengri eða skemmri tíma, til að ganga tryggilega frá heimilum sínum. Gott ráð er biðja nágranna um að líta eftir húsnæði. Fá þá til að kveikja ljós, fjarlægja póst, leggja í bílastæði o.þ.h.

Lögreglan hvetur líka fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. Það getur oft skipt miklu máli að fá lýsingu á mönnum og bifreiðum. Það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessi tagi en einu sinni of sjaldan.

Búast má við að mikill fjöldi fólks leggi leið sína til Akureyrar og á aðra staði á Norðurlandi um helgina þar sem veðurútlit er einkar hagstætt. Á Akureyri er haldin hátíðin „Ein með öllu“ og á Laugum í Þingeyjarsýslu er haldið unglingalandsmót UMFÍ. Þá draga aðrir vinsælir ferðamannastaðir á Norðurlandi jafnan til sín fjölda fólks.

Búast má við mikilli umferð í Eyjafirði og er þá mikilvægt að vegfarendur gefi sér nægan tíma og sýni sérstaka aðgát við framúrakstur segir lögregla. Þá er mikilvægt að þeir sem draga eftirvagna sem hindra útsýni úr baksýnisspeglum, eins og hjólhýsi og fellihýsi, séu með framlengingu á hliðarspegla.

Lögreglan á Akureyri verður með mikinn viðbúnað um helgina og sérstök áhersla verður lögð á að hafa hendur í hári fíkniefnaneytenda.

„Þá er rétt að ítreka enn og aftur að á Akureyri og nágrenni gilda þær reglur að unglingar innan átján ára fá ekki aðgang að tjaldstæðum nema í fylgt með forráðamönnum. Vinir og kunningjar eru ekki forráðamenn í þeim skilningi. Eru foreldrar hvattir til að virða það og senda börn sín ekki eftirlitslaus á úthátíðir,“ segir á lögregluvefnum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli