Frétt

bb.is | 02.08.2006 | 16:32Óska eftir því að almannavarnanefnd fjalli um sprungugliðnun í Óshyrnu

Óshlíð.
Óshlíð.
Óskað hefur verið eftir því að almannavarnanefnd Bolungarvíkur taki til umfjöllunar gliðnun þá sem hefur verið í sprungu í Óshyrnu síðustu árin. Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bolungarvík, mætti á fund bæjarráðs Bolungarvíkur á dögunum og fór yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir varðandi gliðnunina með bæjarráðsmönnum, og varð þetta úr. Gliðnunarhraði sprungunnar tvöfaldaðist á milli ára og var um fimm millimetrar á síðasta ári. Hefur þetta valdið mönnum nokkrum áhyggjum, en í skýrslu sem Vegagerðin lét gera um málið komust þeir Gísli Eiríksson, verkfræðingur, og Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur, að þeirri niðurstöðu að ekki væri líklegt, að þeirra mati, að hrunið úr fjallinu myndi breytast umtalsvert til verri vegar næsta áratuginn. Sprungan er um 30-40 metra löng, en ekki er vitað hversu djúp hún er eða hvert hún liggur.

Á fundi bæjarstjórnar fyrir stuttu gerði Anna Edvardsdóttir það að tillögu sinni að bæjarráði yrði falið að afla nánari upplýsinga um niðurstöður mælinga á gliðnun í sprungu í Óshlíð, og jafnframt að kanna hvernig möguleg fjármögnun á viðvörunarkerfi geti verið háttað. Tillagan var samþykkt, og eins og áður segir kom sýslumaður á næsta fund bæjarráðs til að ræða málið.

Lögreglustjórarnir í Bolungarvík og Ísafirði funduðu með fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir skemmstu, og ræddu þar stöðu mála vegna gliðnunar sprungu í Óshlíð. Þar komust menn að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana vegna gliðnunarinnar.

Fyrir tveimur árum bókfærðu tveir starfsmenn Veðurstofu Íslands, Esther Hlíðar Jensen og áðurnefndur Jóhann Hannibalsson, í minnisblaði að mögulega væri ástæða til að óttast að allstórt stykki, allt að 50-100 þúsund rúmmetrar, gæti hrunið úr brúninni yfir veginn og í sjó fram. Hættan væri hins vegar ekki yfirvofandi.

Fyrstu mælingar sem vitað er um að hafi verið gerðar á sprungunni voru gerðar árið 1923 og var hún þá rúmir 30 metrar að lengd. Nú er talið að hún sé rúmir 34 metrar að lengd. Í minnisblaði Estherar og Jóhanns kemur fram að samtals hafi mælst um 1,2 cm gliðnun á sprungunni síðan 1982 og að síðustu árin hafi gliðnunarhraðinn farið vaxandi því síðustu tvö ár hafi gliðnun mælst um 2mm hvort ár.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli