Frétt

Stakkur 31. tbl. 2006 | 03.08.2006 | 09:32Fiska ferðamenn framhjá kvóta?

Margt kemur í hugann þegar skattskráin er lögð fram. Er það rétt að allir geti forvitnast um skatta náungans? Rök eru bæði með og á móti. Hugsunin um birtingu er sjálfsagt sú að hún veiti aðhald og þá í þeim skilningi að menn freistist síður til að skjóta undan skatti. Að auki sé það eðlilegt að fá að sjá hverjir greiða skatta og hverjir ekki og um leið hvort samræmi sé milli lífstíls og tekna samkvæmt framtali. Sumum finnst það ekki athugunarvert að allir viti hvernig tekjum og sköttum þeirra er háttað. Öðrum finnst það einkamál sitt. Hvorir tveggja hafa nokkuð til síns máls.

Útgerðar- og sjómenn eru aftur komnir á blað og upp fyrir læknana. Opinberir starfsmenn eru ekki efstir á blaði eins og virtist um skeið. Auðvitað er ekkert rangt við það að þeir greiði skatta og jafnvel háa ef tekjur gefa tilefni til. En það hlýtur að vera á skjön við kenningar um leti og ómennsku opinberra starfsmanna að þeir hafi góð laun og jafnframt að fara í bága við kenningar um yfirburði einkareksturs að opinberir starfsmenn leiði háskattalista. En sem betur fer er ekki kvóti á skatta og ekki hámark.

Það hefur vakið athygli að skemmtibátar hafa fengið kvóta. Ekki slæmt það, en er það sanngjarnt? Sleppum því um stund að svara spurningunni enda hefur fátt hlotið meira kastljós sem framtíðaratvinnugrein á Vestfjörðum en ferðaþjónusta. Um alla Vestfirði er siglt með ferðamenn. Hið nýjasta er að bjóða útlenskum til fiskveiða og veita þeim færi á að veiða fisk á íslenskum smábátnum. Nú er nánast allur allur fiskur úr sjó háður kvóta og ber að fara með hann á vigt. Getur verið að sívaxandi útgerð sem felst í því að fara með ferðamenn á sjó og leyfa þeim að veiða þorsk sé utan kvóta? Ástæða kann að vera til að ætla að ekki sé allur afli þessa hóps við Vestfirði vigtaður. Sé það rétt kann að vera kominn ný aðferð við að fiska utan kvóta. Hefur Fiskisstofa eftirlit með þeim afla úr sjó sem veiddur er á stöng?

Nú kann að vera að mörgum þyki það ómerkilegt viðfangsefni að fylgjast með þeim fiskum sem veiddir eru á sjóstöng til skemmtunar ferðamönnum. Og vissulega virðist margt fremur kalla á athygli yfirvalda en einhver kíló sem ferðlangar veiða í því skyni að stytta sér stundir. Það eru sérstök verðmæti að veiða fisk í sjónum umhverfis Ísland. Kvóti telst til dýrmætra réttinda og skal meðal annars eignfærast þegar talið er fram til skatts í því skyni að ákveða hvernig ríkið, sameign okkar allra fær tekjur af starfandi fólki og fyrirtækjum. Þessi eign getur ekki lotið því skilyrði að þeir einir skuli háðir eftirliti ríkisins sem veiða í atvinnuskyni sjálfir. Reyndar er það atvinna að fara með fólk til veiða í þeim tilgangi að stytta því stundir og skemmta því.

Séu þessar grunsemdir réttar viðgengst ójafnræði og undanskot verðmæta undan skatti. Upplýsa verður hvort þetta sé tilfellið og koma þessum veiðum undir sama hatt og öðrum veiðum, sé þetta raunin.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli