Frétt

Össur Skarphéðinsson | 02.08.2006 | 13:36Stríðið í Líbanon

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.
Það er undarlegt að horfa út á Miðjarðarhafið í sól og friði og hugsa til þess að hinu megin við hafið er stríð í gangi. Ísraelar virðast njóta óformlegs stuðnings Vesturlanda við að lúskra á Líbanon – og fremja hræðileg hervirki á saklausum borgurum. Rómaryfirlýsinguna á dögunum var ekki hægt að túlka öðru vísi en Ísraelar gerðu – sem þegjandi samþykki Bandaríkjanna og Breta við áframhaldandi loftárásum og hernaði gegn Líbönum. Með því að skirrast við að krefjast tafarlauss vopnahlés voru Bandaríkjamenn og Bretar ekki að gera neitt annað en gefa Ísrael þögult samþykki sitt við áframhaldandi árásum á Líbanon. Hvar er afstaða íslensku ríkisstjórnarinnar? Ég fæ ekki betur séð en Valgerður Sverrisdóttir hafi tekið undir afstöðu Bandaríkjamanna eða hvernig bera að skilja hin vafasömu ummæli hennar í upphafi átakanna, um að Ísraelar verði að fá að verja sig?


Maður býst við hverju sem er af Bush Bandaríkjaforseta. Verra er að sjá formann systurflokksins í Bretlandi, Blair forsætisráðherra, einsog ráðvilltan hvolp í bandi hjá Bush. Forsetinn meira að segja talar við hann einsog augnaþjón sinn, sbr. hið fræga samtal sem óvart var tekið upp (Yo, Tony). Blair er nú endanlega búinn með allan trúverðugleika. Því fyrr sem hann fer frá völdum – því betra. Arfleifð hans er Írak - og nú Líbanon. Það er hið eina sem hans verður minnst fyrir.

Taktík Ísraela gagnvart óbreyttum borgurum er greinilega sú að hrekja sem flesta á flótta, skapa sem mestan miska og ringulreið, og vekja þannig andúð og andstöðu meðal Líbana gegn Hezbolla.

Þeim hefur tekist á undraverðan hátt hið þveröfuga. Ég las í bresku blaði að könnun sem gerð var – vissulega af vanefnum – sýndi að stuðningurinn við Hezbolla hefur rokið upp og 80% Líbana styðja nú samtökin.

Áform Bandaríkjamanna, með Blair og Breta í eftirdragi, voru greinilega að draga lappirnar varðandi kröfur um tafarlaust vopnahlé og gefa Ísraelum rúman tíma til að ganga frá Hezbollah. Þeir greinilega misreiknuðu styrk og baráttuþrek samtakanna. Þeir hafa ekki náð að ganga frá þeim, og munu að líkindum ekki ná því marki.

Yfirdrifin viðbrögð ísraelskra ráðamanna má rekja til þess, að í forystu nýju ríkisstjórnarinnar eru menn sem töldu sig þurfa að sanna fyrir ísraelsku þjóðinni að þeir gætu stýrt stríði. Ólíkt fyrri leiðtogum Ísraela, mönnum á borð við Ariel Sharon, Rabin, Dayan og marga fleiri ísraelska leiðtoga sem höfðu stýrt herjum Ísraelsmanna, þá hafa hvorki forsætisráðherra, varnarmálaráðherra né innanríkisráðherra nýju stjórnarinnar verið hershöfðingjar eða forystumenn í her Ísraela. Þeir töldu sig því þurfa að sýna þjóðinni fram á að þeir gætu varið hana í vanda – og gripu í því skyni til ótrúlegrar og yfirdrifinnar hörku gegn áreiti andstæðinganna.

Það leiddi að sönnu til þess að flokkar og forystumenn ísraelsku ríkisstjórnarinnar hafa aldrei á skömmum ferli notið jafn mikils stuðnings þjóðarinnar og nú – en það leiddi líka til stríðs, sem á eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Í þessu undarlegu stríði eru allir að kosta kapps um að styrkja stöðu sína – og þeir einu sem tapa eru óbreyttir borgarar. Stríð þjappar alltaf þjóð saman um ríkisstjórn hennar, og því hafa forystumenn Ísraela náð með ofsafengnum viðbrögðum sínum. En þeim hefur ekki tekist að ráða niðurlögum Hezbollah, og þeir eru nú að uppskera reiði heimsins.

Hezbollah samtökin hafa líka náð því gegnum átökin að styrkja sína stöðu verulega. Þau eru orðin eftirlæti allra Araba. Í fyrsta skipti hafa því samtökin náð sterkri stöðu utan Líbanon. Samtökin voru, muni ég rétt, beinlínis stofnuð að undirlagi Írana upp úr 1980. Íran hefur ekki aðeins fjármagnað samtökin, heldur líka hervætt þau og undirbúið fyrir átökin, ásamt Sýrlendingum. Bæði Sýrland og sérstaklega Íran, hafa því styrkt stöðu sína – og ekki dreg ég augnablik í efa að af hálfu Írana er aðstoð þeirra við Hezbollah liður í átökum, opinberum og óopinberum, við Bandaríkjamenn, meðal annars um uppbyggingu kjarnorku í Íran.

Bandaríkjamenn undir forystu Bush halda áfram að veikja stöðu sína. Röng viðbrögð, og skortur á viðbrögðum, hefur styrkt stöðu Írana. Samhliða eru þeir að missa tökin í Írak, og meira að segja N-Kórea storkar þeim þessa dagana með kjarnavopnatilraunum.

Hnignandi stórveldi undir forystu manna sem eru í veikum tengslum við raunveruleikann eru stórhættuleg. Það má því miður búast við hverju sem er af hálfu Bandaríkjamanna eftir að Íran hefur látið þá snýta rauðu hvað eftir annað fyrir botni Miðjarðarhafsins. Ég óttast að heimurinn sé miklu ótryggari en hann hefur verið um langt skeið.

Össur Skarphéðinsson.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli