Frétt

mbl.is | 01.08.2006 | 15:46Samgönguráðuneytið og Flugmálastjórn hafa eftirlit með flugvernd

Skipulag öryggismála í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er með þeim hætti að samgönguráðuneytið og Flugmálstjórn Íslands hafa eftirlit með flugvernd hér á landi en utanríkisráðuneytið og Flugmálstjórn á Keflavíkurflugvelli ásamt sýslumanni þar bera ábyrgð á framkvæmd flugverndarinnar á Keflavíkurflugvelli og að hún samræmist þeim reglum sem um hana gilda. Þetta kemur fram á vef samgönguráðuneytisins vegna umræðu í fjölmiðlum um öryggismál í flugstöðinni.

„Að gefnu tilefni og vegna umfjöllunar um öryggismál í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og einkarekstur við öryggisleit þar vill samgönguráðuneytið benda á nokkur atriði.

Um leið er rétt að benda á að sú tilhögun sem vísað er til í grein Steinþórs Ólafssonar í Morgunblaðinu 28. júlí heyrir fortíðinni til. Ekki er lengur endurtekin leit á íslenskum flugfarþegum sem fara frá Íslandi til ESB ríkja.

Í kjölfar atburðanna í New York 11. september 2001 var allt öryggiseftirlit með flugi og flugfarþegum aukið verulega. Bæði Bandaríki Norður-Ameríku (BNA) og Evrópusambandið tóku upp mjög hertar reglur á þessu sviði. Þessar reglur hafa verið innleiddar í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og birtar hér á landi í reglugerðum um flugvernd.

Skipulag þessara mála hér á landi er með þeim hætti að samgönguráðuneytið og Flugmálstjórn Íslands hafa eftirlit með flugvernd hér á landi en utanríkisráðuneytið og Flugmálstjórn á Keflavíkurflugvelli ásamt sýslumanni þar bera ábyrgð á framkvæmd flugverndarinnar á Keflavíkurflugvelli og að hún samræmist þeim reglum sem um hana gilda.

Eins og áður sagði hafa reglur ESB verið innleiddar hér á landi og endurspegla því reglur Evrópusambandins á þessu sviði. En eins og oft áður er ekki fullt samræmi milli reglna ESB og reglna í Bandaríkjunum og því geta verið mismunandi staðlar lagðir til grundvallar vegna þess tækjabúnaðar sem notaður er við framkvæmd eftirlitsins. Þetta hefur skapað ákveðinn vanda sem m.a. hefur leitt til þess að öryggisleit á flugfarþegum sem koma frá BNA hefur ekki talist fullnægjandi í ESB ríkjum. Það hefur leitt til þess að ekki hefur mátt blanda farþegum frá BNA saman við aðra farþega nema að endurtekinni leit.

Lengi vel var talið að samkomulag næðist milli þessara blokka um gagnkvæma viðurkenningu á leit hvors annars en svo varð ekki. Við þessu varð að bregðast hér á landi enda er leiðarkerfi Icelandair byggt upp í kringum Keflavíkurflugvöll sem miðpunkt og skiptistöð vegna flugsins til BNA. Nokkurt tíma tók að útvega viðeigandi tækjabúnað til að hefja leit (aftur) á farþegum frá BNA auk þess verð að manna og skipuleggja þá leit með skjótum hætti.

Eftir að hin nýju tæki voru sett upp hafa farið fram úttektir af hálfu erlendra eftirlitsaðila og Flugmálastjórnar Íslands á framkvæmdinni á Keflavíkurflugvelli og fyrir liggur að hún samræmist þeim alþjóðareglum (ESB) sem um flugvernd gilda. Búið er því að girða fyrir blöndun farþega frá BNA og annarra í flugstöðinni með leit á hinum fyrrnefndu við komu til Keflavíkurflugvallar í samræmi við kröfur ESB þar um.

Flugmálastjórnum aðildarríkja ESB og EFTA hefur verið tilkynnt þar um og endurskimun farþega frá Keflavíkurflugvelli hefur verið hætt á komuflugvöllum í Evrópu.

Þá má benda á að sú endurtekna leit sem fram fór á farþegum frá Keflavík fór einnig fram á farþegum SAS og annarra flugfélaga sem komu beint frá BNA ef hætta var á að þeir blönduðust öðrum farþegum í flugstöðum bandalagsins.

Af hálfu samgönguráðuneytisins hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á það að öryggi flugs sé með því besta sem þekkist og svo verður áfram," að því er segir á vef samgönguráðuneytisins.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli