Frétt

bb.is | 27.07.2006 | 09:36Þátttaka framar vonum á fyrstu Gönguhátíðinni

Listaverk Samúels Jónssonar eru eitt af þeim undrum Vestfjarða sem verða skoðuð á Göngudögum. Ljósmynd: Grétar Þór Sæþórsson.
Listaverk Samúels Jónssonar eru eitt af þeim undrum Vestfjarða sem verða skoðuð á Göngudögum. Ljósmynd: Grétar Þór Sæþórsson.
Þátttaka í Gönguhátíðinni í Vesturbyggð sem hefst í dag er vonum framar. „Stemmningin á fyrsta degi er mjög góð, veðrið er gott og fyrsti hópurinn er nýlagður af stað. Þátttakan er vonum framar, þetta var ákveðið með mjög stuttum fyrirvara og var hugsað sem við værum að prufukeyra hugmyndina en á endanum stóðum við uppi með glæsilega dagskrá og fólk hringdi úr öllum þetta er komið til að vera. Gönguhátíðin er komin til að vera, miðað við að viðbrögðin, og miðað er við að hún verði haldin á hverju ári héðan í frá fyrir fólk sem hefur áhuga á útivist, mat og menningu“, segir Soffía Gústafsdóttir, einn skipuleggjandi hátíðarinnar en að henni standa Arnfirðingafélagið og tímaritið Útivera.

Á hátíðinni fara saman gönguleiðir með leiðsögn og ýmsir viðburðir og uppákomur, s.s. sögumenn og leikþættir, safnaheimsóknir og messa í gamalli sveitakirkju. „Við reynum að hafa hátíðina fjölbreytta og menningartengda. Fyrst og fremst er hún ætluð til þess að kynna Suðurfirðina en hér eru náttúruperlur á hverju horni og það er saga undir hverjum steini“, segir Soffía.

Göngudagarnir eru fjórir og alla dagana er boðið upp á eina aðalgönguleið auk léttari gönguleiða fyrir fjölskyldufólk og óvana. Aðalgönguleiðirnar eru fjórar:

1. Göngudagur: gengið úr Krossadal í Tálknafirði yfir í Selárdal við Arnarfjörð þar sem safn Samúels verður skoðað og hlustað á sögur úr sveitinni.

2. Göngudagur: siglt inn í Geirþjófsfjörð þar sem einleikur um Gísla Súrsson verður fluttur við Einhamar, þar sem hann var veginn. Þaðan er gengið upp á Lónfell þar sem Hrafna-Flóki stóð þegar hann gaf Íslandi nafn.

3. Göngudagur: gengið frá Siglunesi á Barðaströnd yfir að Melanesi á Rauðasandi. Á leiðinni verður stoppað í surtabrandsnámunum í Stálfjalli, litið yfir Skor þaðan sem Eggert Ólafsson skáld sigldi í sína hinstu för og að lokum á Sjöundá, þar sem atburðirnir í leikritinu Svartfugli eftir Gunnar Gunnarsson áttu sér stað.

4. Göngudagur: Látrabjargsganga með Gísla Má Gíslasyni prófessor í líffræði. Gangan hefst í Geldingaskorarskarði og lýkur á Brunnum við Látra þar sem slegið verður upp veislu. Á leiðinni verður hægt að fræðast um fugla-, dýra- og plöntulíf í þessari gjöfulu matarkistu sem bjargið er.

Í léttgöngum verður m.a. farið yfir í Verdali, að Gíslahelli í Vatnsfirði, í selagöngu á Rauðasandi og messugöngu í Sauðlauksdal. Í boði verður einnig barnadagskrá með ýmsum uppákomum. Hægt verður að kaupa vestfirska nestispakka fyrir göngurnar og kvöldverðir verða í boði á ýmsum veitingastöðum á hóflegu verði.

thelma@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli