Frétt

bb.is | 26.07.2006 | 16:40Refasetur sett upp í Eyrardal í Álftafirði

Gamla húsið í Eyrardal.
Gamla húsið í Eyrardal.
Undirbúningur er hafin við að koma upp refasetri í Eyrardalsbænum í Álftafirði. Upphaf málsins má rekja til íbúaþings sem haldið var árið 2004 þar sem meðal annars var rætt hvað gera ætti við gamla bæinn í Eyrardal. Meðal annars var rætt um að rífa húsið en verndun þessa merka húss varð ofan á og húsinu hefur verið fundið það verkefni að hýsa fyrirhugað refasetur í Súðavík. Undanfarin tvö ár hefur verið úthlutað frá fjárlaganefnd alþingis fé til að endurbyggja Eyrardalsbæinn. Nú í ágúst verður farið í á fullum krafti í þær framkvæmdir og ef vel gengur ætti húsið að vera orðið eins og nýtt,ekki seinna en árið 2009.

Að því verkefni mun m.a. koma Ester Rut Unnsteinsdóttir líffræðingur sem hefur átt þátt í að rannsaka atferli og líf rebba m.a. á Hornströndum síðastliðin sumur. Í húsinu verður aðstaða fyrir fræðimenn til að vinna að rannsóknum á rebba og ásamt aðstöðu til að fræða almenning um líf og hátterni þessarar merku skepnu.

Unnið hefur verið að verkinu undanfarið ár og verklegar framkvæmdir við húsið hefjast að nýju í haust en Magnús Alfreðsson frá Ísafirði hefur yfirumsjón með þeim. Þá verður einnig unnið að fullu að hinum hluta verksins, þ.e. stofnun refasetursins en það er í höndum hreppsins auk fyrrnefndrar Esterar. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri Súðavíkur segir að ef vel gengur þá ætti að nást að vígja húsið samhliða því sem refasetrið verður opnað en það verður væntanlega árið 2009. Húsið var byggt í lok 19. aldar og var veglegasta hús Álftafjarðar á þeim tíma, innflutt frá Noregi og voru það norskir hvalfangarar sem reistu húsið.

smari@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli