Frétt

Ágúst Einarsson | 04.01.2002 | 19:34Lýðræði, tjáningarfrelsi og mannréttindi aldrei mikilvægari en nú

Ágúst Einarsson.
Ágúst Einarsson.
Áramót eru tilefni til að líta til baka en oftast hefur lítið gerst. Eini atburður ársins 2001 sem geymist i sögunni hérlendis og erlendis er árásin 11. september en áður hafa atburðir gerst sem talið var þá að hefðu enn meiri afleiðingar. Dagsetningarnar 22. nóvember og 9. nóvember voru einu sinni á allra vörum. Flestir hafa gleymt 6. ágúst en þá var kjarnorkusprengjunni varpað á Hiroshima árið 1945.
22. nóvember 1963 fellur engum úr minni sem nú er kominn yfir miðjan aldur en þá var John F. Kennedy myrtur í Dallas. Margir töldu að sá atburður hefði mikil áhrif á þróun heimsmála en þá var Kúbudeilunni nýlokið, illvígasta ágreiningi kalda stríðsins. Ekkert slíkt gerðist og heimurinn jafnaði sig ótrúlega fljótt.

9. nóvember 1989 féll Berlínarmúrinn. Þá hrundi hið kommúníska kerfi eins og spilaborg, kerfi sem hafði haldið mörgum kynslóðum í tugum landa í heljargreipum kúgunar og fátæktar. Heimurinn jafnaði sig þó fljótt og Austur-Evrópa er orðin fullgildur þátttakandi í evrópskum stjórnmálum og líkur á friði í okkar heimshluta hafa sjaldan verið betri.

Margt bendir til þess að heimurinn lagi sig fljótt að breytingunum í kjölfar 11. september. Barátta gegn hryðjuverkum heldur áfram og bin Laden og al-Qaeda verður örugglega útrýmt. Þetta stríð vinnst þó aldrei endanlega enda væri illa komið fyrir heiminum ef fullkomið öryggi væri gegn voðaverkum ofstækismanna. Endanleg lausn slíks öryggisvanda er lögregluríki og uppræting frjálsar hugsunar og þá braut viljum við ekki ganga.

Morðið á Kennedy, stjórnmálakerfi Berlínarmúrsins og glæpaverk ofsatrúarmanna ógnuðu ekki tilveru heimsins en tækni hryðjuverkamanna getur þó orðið svo fullkomin að þeir búi til gereyðingavopn með kjarnorkusprengjum og sýklum. Vísindaþekkingin verður þó alltaf að vera almenningseign þannig að einstigið milli upplýsts samfélags og öryggis hinna mörgu er örmjótt.

Eina raunverulega ógnunin við tilvist mannsins á jörðinni eru tækniframfarir hans sjálfs. Frelsi einstaklingsins er hornsteinn framfara og velferðar og takmörkun þess í nafni öryggis má aldrei verða leiðarljós okkar. Þess vegna þarf að berjast af enn meiri krafti fyrir lýðræði, frjálsum skoðanaskiptum og mannréttindum og leysa úr fjötrum hina kúguðu, fátæku og hungruðu um allan heim. Aðeins þannig mætum við vandmálum fólksfjölgunar, mengunar og ofstækis sem ógna öllu lífi á jörðinni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli