Frétt

bb.is | 25.07.2006 | 09:50Ekki talið að hrun úr Óshyrnu breytist til verri vegar næsta áratuginn

Óshlíð.
Óshlíð.
Í kjölfar mikillar umræðu undanfarna daga um möguleika á stóru hruni úr Óshyrnu fyrir ofan Óshlíðarveg hefur Vegagerðin birt á vef sínum greinargerð um hrun úr fjallinu sem nefnist „Hrun úr Óshyrnu – möguleg atburðarrás“ eftir Gísla Eiríksson, verkfræðing, og Ágúst Guðmundsson, jarðfræðing. Eins og kunnugt er hefur gliðnunarhraði sprungu einnar í Óshyrnu tvöfaldast milli ára og valdið mönnum nokkrum áhyggjum. Eins og fram hefur komið gliðnaði sprungan um eina fimm millimetra á síðasta ári, en frá 1982 til 2003 gliðnaði hún alls um einn sentimetra. Síðustu ár hefur gliðnunin svo verið um 2 millimetrar á ári, svo ljóst er að gliðnunarhraðinn hefur tvöfaldast á milli ára.

Lögreglustjórarnir í Bolungarvík og Ísafirði funduðu með fulltrúum Vegagerðarinnar í síðustu viku, og ræddu þar stöðu mála vegna gliðnunar sprungu í Óshlíð. Þar komust menn að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að grípa til sérstakra ráðstafana vegna gliðnunarinnar.

Í áðurnefndri skýrslu segja þeir Ágúst og Gísli að þeirra mat sé að ekki sé líklegt að hrunið úr fjallinu á þessum stað breytist umtalsvert til verri vegar næsta áratuginn. „Með víðtækum samanburði við önnur landsvæði á Íslandi finnst höfundum líklegast að hrun úr Óshyrnunni haldi áfram a.m.k næsta áratug með svipuðum hætti og verið hefur síðustu áratugi. Það merkir að þótt spilda við brúnina mjakist fram, verði áfram hrun úr bæði brúninni og klettabeltum neðar í fjallshlíðinni.“ Þá kemur fram að grjóthnullungarnir á þessu svæði geti verið frá broti úr rúmmetra upp í fáeina rúmmetra, og að einstaka sinnum geti það numið tugum rúmmetra. Það ku þó ekki ná því að vera árlegur viðburður.

Hrun úr fjöllum er, eins og kunnugt er, misjafnlega mikið frá ári til árs, auk þess sem tíðni hruna getur verið æði misjöfn. Þar hefur t.d. veðrátta mikil áhrif. „Tímaramminn í jarðfræðinni er mjög langur miklu lengri en maðurinn hefur tilfinningu fyrir. Engin gögn eru fram komin sem segja að næstu fimm ár verði eitthvað öðru vísi en síðustu fimm ár. Öllum má vera ljóst að ekki er hægt að útiloka stóratburð eða mjög stórt hrun úr Óshyrnu en það sama gildir líklega um mörg fleiri brött fjöll. Reynslan sýnir þó að slíkir atburðir teljast fremur í árhundruðum fremur en áratugum fyrir landið í heild ef miðað er við áreiðanlega annála síðustu 500 ára sem er skráður sögulegur tími.“

Höfundar skýrslunnar fjalla einnig um hugmyndir þær sem fram hafa komið um að sprengja niður fylluna, eða jafnvel að festa hana. Fram kemur að sjálfsagt væri hægt að flytja loftpressu og bora upp á fjallið með stórri þyrlu og sprengja, en ekki mjög djúp. „Eðli sprenginga á bergi er þannig að bergið brotnar í steina en færist lítið til og því mun líklega myndast stór hrúga af lausu efni í fjallsbrúninni, sem ekki hrynur strax niður. Það myndi ekki bæta ástandið. Að auki eru fjölmargir hrungjarnir staðir þarna á bjargbrúninni sem öll virðist mjög laus í sér og erfitt að sjá hvar á að byrja og enda varnir gegn hruni.“

Þá eru í skýrslunni reifaðar hugmyndir jarðvísindamanna um að hrun úr Óshyrnu sé líklegt til að valda svo stórri flóðbylgju um Ísafjarðardjúp að mann- og eignatjón hlytist af. Segja höfundar að molni Óshyrna niður smám saman, líkt og þeir telja, þá komi engin flóðbylgja. „Undirrituðum finnst harla langsótt að flóðbylgja vegna hruns úr Óshyrnu geti orðið svo stór að hún geti valdið umtalsverðum skaða við Ísafjarðardjúp, en eru ekki sérfróðir um það atriði. Það eru hins vegar finnanlegir menn sem kunna að leggja mat á mögulega flóðbylgju miðað við einhverjar gefnar forsendur um hrun.“

Í skýrslunni kemur þá fram að eini öruggi kosturinn til að verjast grjóthruni úr Óshlíð sé að gera jarðgöng um hlíðina. „Málið er þannig vaxið, að verið að vinna að lausn, meira að segja bestu lausn á þessu vandamáli og það er ekki annað að gera en bíða þangað til að því verki lýkur. Ef að menn vissu um einhverjar aðrar aðferðir, hefði að minnsta kosti verið fjallað um þær. Allir hljóta að vonast til að jarðgöng verði nægilega fljótt að veruleika svo ekki komi til fleiri alvarlegra slysa á Óshlíð. [...] Hvenær möguleg göng komast í notkun er háð tæknilegum og fjárhagslegum atriðum, m.a. hvað þau verða löng. Miðað við að fjármagn hamli ekki, gæti tímaramminn þar til jarðgöng leysa Óshlíðarveg af hólmi verið 3 til 5 ár.[...] Ýmislegt hefur verið gert undanfarna áratugi til að verjast grjóthruni á Óshlíðarveg en með misjöfnum árangri eins og þekkt er. Á endanum komust menn að þeirri niðurstöðu að það þyrfti að lágmarki mjög langan vegskála eða þá jarðgöng til að leysa málið. Um þessar mundir er unnið að undirbúningi jarðganga ekki síst vegna hruns úr Óshyrnu, þó að allt það svæði sem nú heitir Óshlíð sé inni í myndinni. Það gildir enn frekar um mögulegan stóratburð að jarðgöng eru eini öruggi kosturinn.“

Skýrsluna í heild sinni má nálgast á vef Vegagerðarinnar.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli