Frétt

Kristján L. Möller | 24.07.2006 | 11:09Kaldar kveðjur til landsbyggðarinnar

Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller.
Fjórir ráðlitlir ráðherra komu saman í lok júní til að finna út hvað þeir gætu gert til að draga úr efnahagsþenslunni sem ríkisstjórnin sjálf er þó ábyrg fyrir með mistökum á mistökum ofan. Þegar allt virtist komið í óefni, viðskiptahallinn stefndi í heimsmet, krónan orðin eins og korktappi í iðusvelg sem skoppar upp og niður, og verðbólgan komin á hættustig, þá loks fundu ráðherrarnir fjórir þjóðráð til að bjarga efnahagsmálunum.

Íslandsmet hjá ríkisstjórninni

Þjóðráðið fólst í að skera niður framkvæmdir í vegamálum á landsbyggðinni. Allar fyrirhugaðar framkvæmdir sem ekki voru komnar í útboð voru frystar, eða skornar niður úr samþykktum tímaáætlunum. Efnahagsvanda þjóðarinnar var þar með borgið að þeirra áliti. Sérstakur blaðamannafundur var boðaður til að kunngera hinar miklu efnahagsaðgerðir sem áttu öllu að bjarga. Galdralausnin var fundin. En hverjar voru þessar framkvæmdir? Það reyndist óljóst í meira lagi.

Þegar Geir H Haarde forsætisráðherra var spurður um þær í fjölmiðlum kom í ljós að sjálfur forsætisráðherrann þekkti þær ekki: „Við erum ekki með sérstakan lista yfir þær en þetta er almenn aðgerð að því leyti til að allt sem að ekki hefur verið boðið út lendir í frestun“. Fumið og fálmið í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar er slíkt að sjálfur forsætisráðherrann gat ekki upplýst, hvaða vegarspottar ættu að bjarga hagstjórninni. Í fréttum kom líka fram, að ríkisstjórnin vissi ekki heldur hversu háum upphæðum niðurskurður í vegamálum átti að nema. Það hlýtur að vera Íslandsmet þegar ríkisstjórn tilkynnir efnahagsaðgerðir án þess að vita sjálf í hverju þær felast eða hvað þær kosta.

Ráðist gegn landsbyggðinni

Fulltrúar Samfylkingarinnar kröfðust því fundar í samgöngunefnd Alþingis til að fá upplýsingar frá Vegagerðinni um hve mikill, og hvar, niðurskurður á vegaframkvæmdum yrði. Þær upplýsingar reyndust fróðlegar fyrir íbúa þeirra kjördæma sem liggja fjærst höfuðborginni. Vegagerðin upplýsti að heildar niðurskurður á þessu ári til vegaframkvæmda ætti að vera samtals 1300 milljónir króna. Þar af átti að skera niður vegi um sitt hvorar 100 milljónirnar í Suður- og Suðvesturkjördæminu. Afganginn – 1,1 milljarður – á að skera samtals í Norðvestur- og Norðausturkjördæmunum. Þetta eru kaldar kveðjur til Vestlendinga, Vestfirðinga, Norðlendinga og Austfirðinga.

Framkvæmdirnar sem ríkisstjórnin kaus að ráðast gegn í norðurkjördæmunum tveimur eru allt brýnar framkvæmdir sem ekki þola bið. Einu gildir hvort horft er til nýrra vega, sem stjórnvöld hafa löngu lofað að byggja í staðinn fyrir 60 ára gamla niðurgrafna vegi sem lokast í fyrstu snjóum, eða löngu tímabærra vegaframkvæmda sem munu stytta vegalengdina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 40 km. Menn, sem ekki þora að ráðast á gegndarlausa útþenslu á rekstri ríkisins eftir áratugastjórnun Sjálfstæðisflokksins á ríkisfjármálum, sjá þá galdralausn eina, að skera niður vegarspotta á landsbyggðinni. Þannig á að kveða niður verðbólgudrauginn sem þeir mögnuðu sjálfir upp. Hvílík endaleysa!

Rigningin í Reykjavík

Niðurskurðurinn á landsbyggðinni átti að sögn ráðherranna að minnka þenslu, og fjötra verðbólguna sem nú fer eins og eldur um hagkerfi heimilanna. En hver var dómur Seðlabankans? Hann gaf aðgerðum ríkisstjórnarinnar falleinkunn og greip til harkalegrar vaxtahækkunar í kjölfarið. Krónan hélt áfram að falla, enda hefur aðgerðin engu skilað að mati innlendra og erlenda greiningadeilda. Þessi ónýta efnahagsaðgerð hafði því þau áhrif ein að gera landsbyggðinni enn erfiðara en áður að þrauka af sér hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar

Í fréttum kom fram að óvenju mikið hefði rignt í Reykjavík, eða allt að 25 daga í júní. Votviðrið leiddi til þess að sumarútsölur byrjuðu fyrr en ella. Júlímæling Hagstofunnar leiddi í ljós að sumarútsölurnar lækkuðu verð á fötum og skóm um 9,6%, og lækkuðu samtals vísitölu verðlags um 0,46%. Samkvæmt júlímælingu Hagstofunnar hafði rigningin í Reykjavík meiri áhrif – og mun jákvæðari – á þróun verðlags en aðgerðir ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Það segir sína sögu um gagnsemi aðgerðanna.

Lækkun bensíngjalds

Það er svo athyglisvert að á sama tíma hækkaði verð á bensíni og olíum um 3,5%, sem leiddi til hækkunar vísitölunnar um 0,24%. Fjármálaráðuneytið áætlar að vegna hækkunar á olíuverði í heiminum muni tekjur ríkissjóðs stóraukast, t.d. hefur komið fram að ríkissjóður er að fá um 1500 mkr meira í kassann, en áætlað var í fjárlögum þessa árs – bara af díselolíugjaldinu.

Er það sanngjarnt gagnvart neytendum, að hækkun á heimsmarkaði langt umfram spár verði til þess að skattar og gjöld á neysluvöru eins og olíu og bensín leiði til mikillar tekjuaukningar ríkissjóðs?

Ríkisstjórnin hefur sjálf sagt, að þjóðin sé ekki stödd á verðbólguskeiði, heldur sé verðbólguskot að ganga yfir. Um það má að vísu deila. Hitt er ljóst, að sé eingöngu um skot að ræða, þá hefði verið fyllilega verjanlegt að lækka álögur ríkissjóðs á bensín og olíur tímabundið, eða sem nemur aukagróða ríkisstjórnarinnar af hækkuninni. Þannig hefði mátt draga úr áhrifum verðbólguskotsins. Þetta lögðu þingmenn Samfylkingarinnar til fyrir þingfrestun í vor. Við því skellti ríkisstjórnin skollaeyrum – enda fylgir hún kreddu frjálshyggjunnar um aðgerðarleysi í efnahagsmálum. Henni hefði verið nær að fylgja tillögu Samfylkinginnar um að lækka skatta sína af bensíni og olíu tímabundið, fremur en skera niður vegarspotta á landsbyggðinni. Það er einfaldlega löngu úrelt, og áhrifalítil aðgerð í stríðinu gegn verðbólgu.

Það gera þeir einir, sem lítið geta, ekkert skilja – og engu þora.

Kristján L. Möller er þingmaður Samfylkingar í Norðausturkjördæmi.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli