Frétt

Jón Bjarnason | 20.07.2006 | 16:07Er landbúnðarumræðan fallin í gamla „Kratahjólfarið“?

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Bændur og landbúnaðurinn hafa mátt búa við það gegnum árin að þegar illa gengur í efnahagsstjórninni, verðbólgan á uppleið og erfiðir kjarasamningar í gangi að þá á allt að leysa með afnámi tolla á landbúnaðarvörum. Og helst að leggja innlenda framleiðslu niður og flytja bara inn kjöt og mjólk. Þessi gömlu og nú úreltu sjónarmið voru einkum kennd við landbúnaðarstefnu Alþýðuflokksins sáluga frá síðustu áratugum nýliðinnar aldar en virðast lífseig hjá þeim sem standa fastir í þeim gömlu hjólförum. Meginhluti innfluttra matvara er nú algjörlega tollfrjáls.

Þegar nefnd er skipuð til að finna leiðir til að lækka matvælaverð á Íslandi er það fyrsta sem talsmönnum hennar dettur í hug er að ráðast á starfsumgjörð þeirra einu landbúnaðarvara sem framleiddar eru hér á landi, kjöt og mjólkurvara. En það er svo einfalt að falla niður í gamla „kratahjólfarið“ og ráðast á landbúnaðinn.

Taka þarf á fákeppni og mismunun

Hvers vegna tók nefndin ekki á fákeppni eða einokun á ísl matvörumarkaði, háum flutningskostnaði, tollum og skattheimtu á aðföngum til landbúnaðarins. Þar hygg ég að mætti spara neytendum stórfé. Ef við fengjum nú stóriðjutaxta á rafmagni til almennings eða til landbúnaðarins þá myndi útgjöld heimilanna snarlækka og samkeppnisstaða atvinnulífsins verða allt önnur. Hvers vegna á almenningur að greiða niður rafmagn til erlendrar stóriðju?

Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin vill öflugan íslenskan landbúnað, treystir hollustu hans og gæðum og vill öryggi í framboði varanna. Landbúnaðurinn er einnig undirstaða byggðar, búsetu og fjölþætts atvinnulífs víða um land. Einhliða afnám tollverndar gangvart innlendum kjöt- og mjólkurvörum án virkra mótvægis aðgerða getur greitt íslenskum landbúnaði slíkt högg að hann standi það ekki af sér. Ég er sannfærður um að það er ekki það sem þjóðin vill, hún kýs að standa vörð um sinn landbúnað.

Vinstri græn vilja þjóðarsátt um íslenskan landbúnað

Hinsvegar er brýnt að endurskoða stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur áherslu á að stuðningur ríkisins við landbúnaðinn verði í auknum mæli bundinn búsetunni, jörðunum, vörslu landgæða og sjálfbærum, heilnæmum framleiðsluháttum. Stöðva þarf raðuppkaup á jörðum og framleiðslurétti, draga þarf úr magntengdum ríkisstuðningi, setja honum takmörk og afnema framsalsrétt á þeim stuðningi. Þá þarf að grípa til aðgerða til að tryggja möguleika ungs fólks til að taka við búum eða koma nýtt inn í landbúnaðinn.

Þingmenn Vinstri grænna hafa ítrekað lagt til að Alþingi kjósi nefnd skipaða fulltrúum allra þingflokka sem ásamt samtökum bænda móti nýjan grundvöll fyrir búvöruframleiðsluna og geri tillögur um hvernig megi treysta grunn fjölskyldubúsins og búsetu í sveitum landsins.

Jón Bjarnason, alþingismaður.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli