Frétt

bb.is | 20.07.2006 | 13:31Allt að verða vitlaust í Reykjavík!

Kápumynd plötunnar Glacial landscapes, religion, oppression and alcohol.
Kápumynd plötunnar Glacial landscapes, religion, oppression and alcohol.
Ísfirska hljómsveitin Reykjavík hefur verið að gera það gott síðustu vikurnar, en fyrir skemmstu kom út frumburður sveitarinnar Glacial landscapes, religion, oppression and alcohol hjá útgáfunni Tólf tónar. Plötunni hefur verið feikna vel tekið og segir Sindri Eldon meðal annars í plötudómi sínum fyrir The Reykjavík Grapevine: „Svimandi og illkvittinn örvænting smellanna Blame It On Gray, All Those Beautiful Boys og Dragonsmell ögra og hæða á snilldarlegan hátt, og platan sjálf er vönduð blanda af ófyrirsjáanleika og einbeittri stefnufestu.“ Þá hefur platan líka fengið stórgóða dóma í Reykjavík Mag. Að sögn Hauks Magnússonar, gítarleikara sveitarinnar, eru þeir félagar „skínandi ánægðir“ með viðtökurnar. „Bestu fréttirnar sem við höfum fengið voru að við værum í öðru sæti á sölulista BT á Ísafirði. Við erum sérlega stoltir og ánægðir af því. Svo hafa viðbrögðin bara öll verið á besta veg.“

Hljómsveitin er enn í sumarfríi, sem kemur ekki síst til af því að söngvari sveitarinnar, Bóas Hallgrímsson, fór með fjölskylduna til Flórída í barneignarfríi sínu, en hann átti barn fyrr í ár. Þegar það svo kom upp á að The Reykjavík Grapevine ætlaði að halda upp á útkomu nýrrar túristabókar um Reykjavík (borgina) kom ekki annað til greina en að fá Reykjavík! (hljómsveitina) til þess að mæta á svæðið og spila, og splæstu þeir því ferð á Bóas frá Flórída til Reykjavíkur og til baka. Þeir tónleikar voru í kvöld. Lesendum bb.is á höfuðborgarsvæðinu er svo bent á að einn séns er enn að sjá tónleika með Reykjavík! í sumarfríi, því þeir munu spila á Barnum (sem var 22 þar til fyrir skömmu) á Laugavegi í kvöld ásamt hljómsveitinni Jeff Who? (sem er samkvæmt öruggum heimildum eina hljómsveitin fyrir utan Reykjavík! til að bera greinarmerki í heiti sínu) og rapparanum Bent. Í fréttatilkynningu um tónleikana segir m.a. „Reykjavík! eru miklir aðdáendur aðdáenda sinna og hafa því ákveðið að bjóða þeim upp á sérstakt sjónarspil þetta kvöld (sem er jafnframt eina tækifærið til að berja þá augum næsta mánuðinn). Hafa þeir því fengið til liðs við sig á tónleikana einhverja bestu skemmtikrafta landsins, hljómsveitina Jeff Who? auk rapparans knáa Bents. Víst er að þetta er kvöld sem fáir vilja missa af og því um að gera mæta tímanlega og tryggja sér gott stæði við Barinn.“ Frítt er inn á tónleikana, sem hefjast stundvíslega kl. 22.

Á næstunni kemur svo nýtt lag með hljómsveitinni í spilun, og í ágúst kemur Bóas heim úr barneignarfríinu og þá stendur til að Reykjavík! kynni plötu sína villt og galið. Meðal annars hefur sveitin verið bókuð til spilunar á Gay Pride göngunni í Reykjavík, og verða þá væntanlega á stóru sviði utandyra í miðbænum.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli