Frétt

Stakkur 29. tbl. 2006 | 19.07.2006 | 10:50Gengi krónunnar og gengi Vestfjarða

Nú er svo komið að spáð er fallandi gengi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík, þótt talið sé að mikil þörf verði fyrir íbúðarhúsnæði á næstu árum. Greiningadeild KB banka, sem ekki má rugla saman við væntanlega greiningadeild Ríkislögreglustjóra, telur að þörf verði fyrir tuttugu þúsund nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu næstu 10 árin, þótt efnahagsástand ráði þar miklu um. Enda spáir hún því að eftir tvö til þrjú ár komist fasteignaverð í jafnvægi á nýjan leik. Því má ætla að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu séu ekki úti að aka þegar kemur að lóðaúthlutunum.

Mestur hluti íbúðanna mun verða byggður þar sem þörfin er mest, í Reykjavík og nágrenni. En hver verður hlutur landsbyggðarinnar? Um það er illmögulegt að spá með nokkurri vissu. En sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gera ráð fyrir að hægt verði að byggja allt að þrjátíu þúsund íbúðum þar á næstu tuttugu árum. En hvers vegna dregst þá markaður með íbúðarhúsnæði saman. Til þess liggja fyrst og fremst þrjár samhangandi ástæður, sú fyrsta að verðbólga vex nú, önnur að vextir hækka í kjölfar hærri stýrivaxta Seðlabankans og í þriðja lagi að gengi íslensku krónunnar fellur um þessar mundir.

Bæði stjórnmálamenn, einkum landsbyggðarþingmenn og sveitarstjórnarmenn úti á landi, og forsvarsmenn atvinnulífs kvarta undan því að hátt gengi krónunnar hafi slæm áhrif á gengi sjávarútvegs. Nú hefur gengið lækkað og þá heyrist minna frá þessum hópi stjórnmálamanna. Sú spurning vaknar nú hvort lækkandi gengi krónunnar hefur hækkað gengi vestfirsks sjávarútvegs. Ekki hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum. Meðan allar greiningardeildir spá lækkun gengis og reyndar hlutabréfa, áframhaldandi vaxtahækkun og fyrirsjáanlegri fjölgun fólks á suðvesturhorninu væri fróðlegt og skynsamlegt að fá úttekt á stöðu Vestfjarða, ekki síst varðandi sjávarútveginn, sem lengi hefur verið talinn grundvöllur atvinnulífs hér vestra.

Í 14. tölublaði BB, hinn 5. apríl á þessu, ári var vikið að þessu atriði hér og þá var sagt: ,,Sjávarútvegur hefur andæft um langt skeið. Hátt gengi krónunnar hefur verið honum fjötur um fót að sögn talsmanna hans.” Fróðlegt væri að heyra í forsvarsmönnum atvinnugreinarinnar hér og fá að vita hvernig þeir hyggjast nýta sér það lag sem nú hefur skapast. Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir stöðu krónu nú vera eins og vonir stóðu til að hún yrði síðar á árinu. Þetta var á forsíðu Morgunblaðsins síðasta sunnudag og í sama viðtali segir hann útlitið gott þrátt fyrir minnkandi afla. ,,Það hefur orðið mikil og tímabær breyting.” Þetta eru hans óbreyttu orð. Er staða fiskvinnslu á Vestfjörðum betri en hún var?

Með hvaða hætti hyggjast sveitarfélögin nýta sér bætta stöðu, sé hún tilfellið? Það er nauðsynlegt að fá umræðu um málið og þau tækifæri sem kunna að fylgja.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli