Frétt

Leiðari 29. tbl. 2006 | 19.07.2006 | 10:49Þegar þögnin ræður ríkjum

Það hefur vart farið fram hjá þeim sem fylgst hafa með skrifum BB um sjávarútvegsmál í gegnum árin, að samhliða umfjöllun um kvótakerfið með sínum mörgu, stóru göllum, sem stjórnmálamenn flestir hverjir viðurkenna en hafa ekki þor til að taka á, hefur blaðið lagt ríka áherslu á nauðsyn rannsókna á lífríki hafsins og áhrifum einstakra veiðarfæra á það. Fyrir 15 árum var vakin athygli á því á Alþingi að fjölmörg dæmi væru fyrir því að á togurum væri stunduð sú iðja að slétta botninn á veiðisvæðum, með tilteknum aðferðum, til að auðvelda eftirleikinn, veiðarnar. Hagsmunaaðilar létu sér fátt um finnast. Máttur þagnarinnar sá um framhaldið.

Hinn 12. þ.m. birtist grein í Morgunblaðinu eftir Guðmund Pál Ólafsson, náttúrufræðing, sem hann nefnir ,,Stóra samhengið“. Þar vekur hann m.a. athygli á sláandi niðurstöðu kínverskra náttúrufræðinga á áhrifum ,,Þriggja gljúfra stíflu“, stærstu stíflu veraldar, á vistkerfi Austur-Kínahafs allt frá árinu 1998. Í stuttu máli er það álit náttúrufræðinganna að stíflan ógni fengsælum veiðibanka Austur-Kínahafsins. Guðmundur segir: ,,Sjaldnan hefur birst eins afdráttarlaus rannsóknarniðurstaða um neikvæð áhrif stíflna og uppistöðulóna í aurugum fljótum eftir jafn skamman líftíma virkjunar. Ástæðan fyrir hruninu (á svifþörungum í hafinu) er minna ferskvatnsstreymi, engin náttúrleg flóð og þá ekki síst dvínandi uppleyst næringarefni í árvatninu, af völdum stíflunnar.“ Og hann heldur áfram: ,,Vert er að hafa í huga að niðurstaðan er ekki aðeins ískyggileg fyrir Kínverja og virkjanaglaða Indverja, heldur fyrir allar þjóðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi, strandveiðum einkanlega, eins og gildir um Íslendinga. Margoft hefur verið bent á að vistfræðileg áhrif af stífluðum jökulvötnum eru neikvæð og víðtæk. Undarleg fjölmiðlaþögn hefur samt verið um þau afdrifaríku áhrif á sjávarnytjar hér á landi þrátt fyrir upplýsinguna en alvarlegust er grafarþögn Hafrannsóknastofnunar.“

Í grein sinni kemur GPÓ inn á þrenns konar áhrif af stíflun jökulfljóta á lífsskilyrði í sjó: Í fyrsta lagi skili uppleyst næringarefni sér verr til sjávar; í annan stað truflist eða jafnvel hverfi vor- og haustflóð og í þriðja lagi leiði þetta til minnkandi svifaurs jökulvatna til sjávar, hvar í er að finna efni sem binda koltvísýring í hafinu og mynda kalk fyrir sjávarlíf. Undir lok greinar sinnar hvetur GPÓ til að menn taki höndum saman og rannsaki vistfræðilega samhengið í þaula og segir ,,Hafrannsóknastofnun (verða) að taka fræðilega afstöðu til virkjana.“

Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum hagsmunaaðila við grein Guðmundar P. Ólafssonar. Vonandi verður henni ekki mætt með grafarþögn.
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli