Frétt

Á ferð um Vestfirði / Bæjarins besta 2001 | 03.01.2002 | 23:40„Lýðveldið Vestfirðir“ og tröllin á Vestfjörðum

Drangarnir tveir í Drangavík skammt frá Kollafjarðarnesi. Karlinn er til vinstri en kerlingin til hægri enda má e.t.v. sjá það á vaxtarlaginu. Ljósmynd: Hjálmar R. Bárðarson / Vestfirðir í máli og myndum.
Drangarnir tveir í Drangavík skammt frá Kollafjarðarnesi. Karlinn er til vinstri en kerlingin til hægri enda má e.t.v. sjá það á vaxtarlaginu. Ljósmynd: Hjálmar R. Bárðarson / Vestfirðir í máli og myndum.
Til marks um það benda þeir stundum á þann fjölda af leiðtogum landsins sem frá Vestfjörðum hafa komið. Þar er Jón forseti frá Hrafnseyri jafnan nefndur fyrstur en síðan fjölmargir aðrir stjórnmálamenn og frumkvöðlar í atvinnulífi á landsvísu. Og forsetar íslenska lýðveldisins hafa flestir verið upprunnir á Vestfjörðum eða ættaðir þaðan eða tengdir þessum landshluta með sérstökum hætti.

En hvað sem því líður, þá fjölgar brottfluttum Vestfirðingum stöðugt en heimamönnum sjálfum fækkar. Margvíslegir erfiðleikar í atvinnulífi hafa leikið landsbyggðina grátt. Sumir kenna stjórnvöldum um, aðrir kenna Vestfirðingum sjálfum um, enn aðrir breyttum þjóðfélagsháttum. Meðal þeirra sem kenna stjórnvöldum um erfiðleika Vestfirðinga hafa jafnvel komið upp þær raddir, að Vestfirðir skyldu segja sig úr lögum við Ísland og stofna sérstakt ríki, sem fengi að njóta hinna fengsælu fiskimiða fyrir ströndum fjórðungsins. Ef Vestfirðingar fengju að ráða yfir og nýta sjálfir fiskimiðin í landhelgi sinni, þá væri hagur þeirra allmiklu betri og hagur höfuðborgarinnar væntanlega öllu lakari.

Þeir allra hörðustu í hópi vestfirskra sjálfstæðissinna hafa jafnvel varpað fram þeirri hugmynd, að grafa sundur eiðið milli Bitrufjarðar og Gilsfjarðar og skilja þannig Vestfirði frá meginlandinu. Þannig yrði lokið verki sem byrjað var á einhvern tímann í fyrndinni, samanber þjóðsöguna gömlu sem hér fer á eftir (þar er reyndar talað um Kollafjörð en ekki Bitrufjörð sem er næsti fjörður við – í því efni hafa tröllin misreiknað sig svolítið en þó ekki mikið).


Tröllin á Vestfjörðum

Í fyrndinni voru þrjú tröll á Vestfjörðum sem tóku sig til og ætluðu að moka sund á milli Vestfjarða og hins landsins nálægt því sem það er mjóst, milli Gilsfjarðar og Kollafjarðar. Þó höfðu þau annan tilgang um leið: þau ætluðu sumsé að búa til eyjar af því sem þau mokuðu úr sundinu.

Að vestanverðu gekk moksturinn miklu betur enda var Breiðafjörður allur grynnri en Húnaflói og þeim megin tvö tröllin, karl og kerling, og mynduðu þau af mokstrinum allar eyjarnar sem enn eru eins og berjaskyr á Breiðafirði. En að austanverðu fór allt miður úr hendi þeirri einu tröllkonunni sem þar var, því bæði er aumt eins liðið og Húnaflói miklu dýpri og varð það því flest allt að blindskerjum sem hún mokaði og leið næsta óhrein og skerjótt um flóann.

Tröllin voru að moka alla liðlanga nóttina og gættu ekki að sér fyrr en dagur var kominn upp á háloft. Þá tóku vestantröllin til fótanna og hlupu svo hart sem þau gátu komist austur og norður yfir Steinadalsheiði og ætluðu að fela sig í Kollafirði. En þegar þau komu ofan á sjávarbakkann kom sólin upp og urðu þau þar bæði að steinum sem síðan heita Drangar. Standa þeir hvor hjá öðrum í svokallaðri Drangavík nálægt Kollafjarðarnesi. Er annar drangurinn allur meiri um sig ofan og mjókkar niður, það er karlinn, en hinn er uppmjór, en gildnar allur niður svo sýnist móta fyrir maga og niðurhlut og jafnvel lærum á honum, það er kerlingin.

En frá kerlingunni sem mokaði að austanverðu er það að segja að hún varð of naumt fyrir og gáði sín ekki fyrr en birta fór. Hún stökk þá norður yfir Steingrímsfjörð og staðnæmdist hjá klettabelti einu fyrir norðan fjörðinn sem Malarhorn heitir, þegar sólin skein á hana. Hún var svo reið að hún náði ekki upp í nefið á sér af því að hún hafði ekki getað látið standa upp úr Húnaflóa nema fáeina varphólma á fjörðum og nokkur sker. Rak hún þá rekuna í grellsköpum í Hornið svo fast að úr því sprakk ey sú sem enn er á Steingrímsfirði og Grímsey heitir.

Er það eina stóreyjan sem tröllkonu þessari tókst að mynda. Og segja menn að grjótlagið sé allt hið sama í eynni sem í Malarhorni og sé það því auðséð að af því bergi sé hún brotin.

Rétt við eystri eyjarendann er klettur einn líkur nauti að lögun; hann er hár og hnarreistur þeim megin sem frá eynni snýr enda er hann kallaður Uxi og er hnarreisti endinn á honum svipaður kirkjuturni, og áttu það að hafa verið horn uxans. Þann uxa átti kerling og stóð hann á eynni þegar hún sprakk fram á fjörðinn, en dagaði þar uppi eins og fóstru hans.

Síðan hefir enginn ráðist í að búa til eyjar á Breiðafirði eða Húnaflóa né heldur reynt að moka sundur landið milli meginlands og Vestfjarða.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli