Frétt

kreml.is - Magnús Orri Schram | 03.01.2002 | 21:32Illa launað skítadjobb

Magnús Orri Schram.
Magnús Orri Schram.
Í síðustu vikunni fyrir jól hélt Kremlarvefurinn opinn fund um stjórnmálaástandið. Guðmundur Steingrímsson heimspekingur og aðrir frummælendur fóru þar mikinn en stjarna kvöldsins var án efa Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra. Koma hans vakti mikla athygli og dró að sér hundruði gesta sem troðfylltu ölduhús í miðbænum þessa kvöldstund. Var svo reyndar að áhugasamir stóðu uppá endann kvöldið allt, af einskærum áhuga fyrir orðum sendiherrans.
Erindi Jóns á fundinum var kannski ekki jafn áhugavert og margir óskuðu eftir, enda Jón starfandi sendiherra og prótókoll embættisins lagði á hann nokkrar hömlur. Hins vegar tókst áhorfendum með fjölmörgum spurningum sínum, að toga ýmislegt fróðlegt úr Jóni um stöðu mála hér heima og hugsanlega endurkomu hans á pólitíska sviðið.

Þessi frábæri fundur gaf okkur áhugafólki um stjórnmál því ýmislegt að hugsa um yfir hangikjötinu um hátíðarnar. Á áðurnefndum fundi gaf Jón ekki frá sér hugmyndina um að snúa aftur, en ef til þess kæmi, myndi hann velja fólkið með sér af kostgæfni. Hann vildi tryggja að skoðanabræður hans væru honum samferða, svo ekki þyrfti hann að endurtaka innabúðarátökin sem gengu af Alþýðuflokknum nærri dauðum á sínum tíma.

Jón slær svipaðan streng í viðtali í fyrsta Fréttablaði nýs árs og segir að endurkoma sé ekki möguleg nema að til hans verði leitað af forystumönnum í íslensku stjórnmálum. Hann sé tilbúinn “ef þeir sem nú séu á oddinum telja að ég geti lagt góðum málum lið. Þá vil ég gjarnan athuga það.?

Þar með varpaði Jón boltanum til forystumanns Samfylkingarinnar. Draumur Jóns var alla tíð að sameina fólk á vinstri vængnum, er hann hvarf af vettvangnum til að rýma fyrir stofnun Samfylkingar. Endurkoma hans er því ekki möguleg nema á á þeim vettvangi og þá eftir að Össur Skarphéðinsson hefur tekið frumkvæðið að slíku.

En hvaða afstöðu tekur Össur ?

Ef litið er til stöðu hans er ljóst að Samfylkingunni hefur ekki tekist ætlunarverk sitt. Flokkurinn er fastur í 15-20% fylgi, landsfundar-stemmingin gekk yfir á viku og grátlega lítið af ungu fólki hefur gengið til liðs við hreyfinguna. Þá er ekkert í spilunum gefur til kynna ástandið muni skána.

Össur þarf því að íhuga málið vandlega. Hvort er þyngra á metunum; hans pólitíska framtíð eða framtíð flokksins ? Með endurkomu Jóns myndi Samfylkingin án efa grípa frumkvæðið í íslenskri pólitík. Samfylkingin myndi að nýju vera spennandi kostur fyrir fjöldann og eiga vísan hljómgrunn meðal yngri kjósenda. Með innkomu Jóns, ástríðustjórnmálamanns af bestu gerð, geta stjórnmál að nýju orðið spennandi vettvangur fyrir ungt fólk.

Þangað til verða stjórnmál áfram: “skítadjobb á lágu kaupi og ekki aðlaðandi fyrir fjölskyldur áberandi manna?, eins og Jón sagði sjálfur í Fréttablaðinu. Þangað til að eitthvað gerist, nennir enginn að standa í þessu og allt það unga fólk sem fyllti öldurhúsið á Kremlarkvöldinu mun sitja áfram og sötra sinn bjór.

Nú er það Össurar að stíga fram og taka djarfa ákvörðun. Þetta er skítadjobb Össur.

Magnús Orri Schram.

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli