Frétt

bb.is | 18.07.2006 | 14:06Nýtt deiliskipulag fyrir Austurvöll á Ísafirði samþykkt

Austurvöllur.
Austurvöllur.
Nýtt deiliskipulag fyrir skólasvæði við Austurveg og Aðalstræti 36 á Ísafirði hefur verið samþykkt óbreytt, en auglýst var að hluti af almenningsgarði og hluti íbúðarsvæðis austanmegin við almenningsgarð yrði skilgreindur sem íbúða- og þjónustusvæði og svæði fyrir opinberar byggingar og ku það hafa verið liður í breytingum sem varða framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði. Breytingunum var víða mótmælt og var m.a. undirskriftalisti með 82 nöfnum borinn undir fund umhverfisnefndar auk þess sem athugasemd barst frá Mörkinni lögmannsstofu ehf. fyrir hönd húseigenda sem eiga hús við garðinn. Yfirvöld svöruðu því til að um misskilning hlyti að vera að ræða því ekki stæði til að hefja byggingarframkvæmdir á Austurvelli né breyta honum á nokkurn hátt heldur væri verið að „breyta skilgreiningu á landnotkun til samræmis við gildandi deiliskipulag og gildandi skilgreiningar á skipulagsreglugerð“, eins og það var orðað.

Einn umhverfisnefndarmanna úr minnihluta, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, lét þó bóka að hans skilningur á málinu væri annar en annarra nefndarmanna. Í bókun Sæmundar kom fram að ef af breytingunum yrði heyrði Austurvöllur sögunni til sem almenningsgarður og að með þessu væri staðfest ferli sem hófst fyrir tæplega áratug þegar bæjarsjóður hafi ákveðið að skilgreina ætti Austurvöll sem skólalóð.

Í byrjun júnímánaðar var svo ákveðið að gera nýja breytingu á aðalskipulagi til að tryggja að Austurvöllur verði áfram (eða réttara sagt aftur) skrúðgarður. Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, lagði fram bókun á fundi bæjarstjórnar þar sem segir: „Bæjarstjórn leggur áherslu á að ekki stendur til að byggja á Austurvelli eða breyta garðinum frá því sem nú er. Aðalskipulagi er breytt til samræmis við deiliskipulag frá 16. október 1997, til að framkvæmdir við skólabyggingu geti hafist. Síðar verður gerð breyting á skipulaginu til að staðfesta þann vilja bæjarstjórnar að Austurvöllur verði áfram skilgreindur sem skrúðgarður.“

Aðspurður um hvers vegna breyting á aðalskipulagi verði gerð „síðar“ eins og segir í bókuninni sagði Halldór Halldórsson að ekki stæði til að bíða nokkuð heldur þyrfti einfaldlega að setja nýtt ferli í gang. Aðalskipulagið myndi gilda í nokkra mánuði, og umrædd breyting myndi gilda að lágmarki í tólf vikur.

Breyting á deiliskipulagi tafðist svo um rúmar tvær vikur sökum þess að töf varð á auglýsingu í Stjórnartíðindum. Breytingin var samþykkt á fundi bæjarráðs í gær enda höfðu þá verið uppfyllt skilyrði um auglýsingar.

Nokkuð hefur verið rætt um það meðal bæjaryfirvalda að nýta megi garðinn undir skólalóð á meðan á framkvæmdum stendur við Grunnskólann á Ísafirði, en hafa sumir sagt garðinn of viðkvæman til að þola mikinn ágang frá börnum sem hafa ekki alla tíð þótt sýna garðinum tilhlýðilega virðingu þó þeim hafi ekki verið stefnt þangað, svo sem með boltaleikjum og jafnvel skemmdarverkum á stundum. Segja þeir sömu að betra sé að leita annarra ráða með skólalóð, og hefur þá meðal annars verið nefndur sá möguleiki að loka Austurvegi tímabundið.

Blómagarðurinn er einn af elstu skipulögðum görðum landsins og er rúmrar hálfrar aldar gamall. Ísafjarðarbær er líklega það bæjarfélag sem á flesta af elstu og merkilegustu skrúðgörðum landsins. Þar er fyrstan að nefna Skrúð á Núpi í Dýrafirði frá 1909, Jónsgarð á Ísafirði frá 1923, Simsonsgarð frá árunum 1920- 1930 og svo Austurvöll frá 1954. Fyrsti faglærði íslenski landslagsarkitekt íslendinga, Jón H. Björnsson, hannaði garðana. Hallargarðinn í Reykjavík hannaði hann 1953 og Austurvöll 1954.

eirikur@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli