Frétt

frelsi.is – Björn Berg Gunnarsson | 14.07.2006 | 09:20Mál sem má helst ekki ræða

Björn Berg Gunnarsson.
Björn Berg Gunnarsson.
Stjórnmál einkennast að miklu leiti af málamyndunum. Við reynum að berjast fyrir því að okkar almennu hugsjónir nái fram að ganga en forðumst oft ákveðin mál sem skipta okkur miklu máli vegna þess að við vitum af háværum hópum sem eru okkur ósammála. Því miður eru aðstæður svona á Íslandi og ég sé fá dæmi þess að þetta sé að breytast. Menn sem tala beint frá hjartanu, t.d. Pétur Blöndal, Hjálmar Árnason og Einar Oddur Kristjánsson, fá auðvitað ekki ráðherraembætti vegna þess að þeir hafa sagt of mikið.

Ég stefni ekki á ráðherraembætti og hef reynt að halda mig frá þessum málamyndunum. Mér finnst að maður eigi að berjast fyrir því sem maður telur réttlætismál og reyna eftir fremsta megni að hafa áhrif. Hér eru nokkur málefni sem ég tel ástæðu til að ræða:

Opinberir styrkir til lista

Listamönnum fjölgar ört og þeir eru nú orðnir að mjög stórum og háværum þrýstihópi sem heimtar að almenningur haldi þeim uppi. Þeir skapa fegurðina og skulu uppskera ríkulega fyrir það. Þetta er gengið út í þvílíkar öfgar hér á landi að mér sárnar við tilhugsunina. Fjöldi fólks, fleiri en flestir halda, eru í fullri vinnu við listsköpun á vegum ríkis og sveitafélaga. Auðvitað eigum við Íslendingar marga framúrskarandi listamenn en ég er þeirrar skoðunar að listsköpun eigi að vera fólki áhugamál nema listin skapi þeim nægar tekjur til að lifa af henni. Mér dettur ekki í hug að fara fram á ríkisstyrk vegna þess að ég er ekki nógu góður í fótbolta til að stórlið vilji kaupa mig. En svona má ekki segja vegna þess að þá fer allt í bál og brand.

Forsetaembættið

Engin haldbær rök eru fyrir forsetaembættinu nema gamla góða hefðin. Ólafur hefur, að mínu mati, ekki staðið sig vel en það er ekki ástæðan fyrir því að leggja eigi embættið niður. Forsetinn kostar okkur gífurlega fjármuni og hefur hvert einasta ár síðan Ólafur tók við farið fram úr fjáráætlunum. Hann sinnir hlutverki sem Geir og Valgerður ættu að sjá um nú, eða jafnvel forseti Alþingis. Hvers vegna er aldrei rætt um að leggja skuli forsetaembættið niður?

Kvennalögin

Nú er uppi hávær umræða um að lögsetja skuli kynbundna mismunun hér á landi. Það er andstæðan við jafnrétti. Að mínu mati er jafnrétti jafn réttur fólks, ekki jöfnun. Það er jafnrétti að börnum skuli kennt jafn vel og eins farið yfir próf þeirra, ekki að þau fái öll sömu einkunn. Mér finnst þetta einhver alvarlegasta umræða sem hefur átt sér stað hér á landi undanfarin ár og ef svona óréttlæti nær fram að ganga er eitthvað mikið rotið hjá okkur.
Sala bjórs og léttvíns í verslunum

Enginn kemur með góð rök gegn sölu bjórs og léttvíns í verslunum. Þrátt fyrir það er ekki stuðningur við málið inni á þingi. Hvernig stendur á því? Ákveðnir alþingismenn hafa, án gríns, nefnt sem rök að það sé svo þægilegt að hafa Ríkið nálægt sumarbústaðnum og að það sé svo góð þjónusta í þeim búðum. Málefnalegt. Nú þurfa menn bara að rífa sig upp á rassgatinu og hætta þessari yfirgengilegu íhaldssemi, því það er ekki það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Ég drekk sjálfur ekki áfengi en mér finnst samt fullkomnlega eðlilegt að þeir sem kjósa að gera það geti gert það annars staðar en í ríkisreknum verslunum.

Ég veit að margir eru ósammála mér, en ég veit líka að margir eru mér sammála. Við skulum ekki alltaf láta háværa en oft fámenna hópa standa í vegi fyrir að við berjumst fyrir því sem skiptir okkur máli.

Björn Berg Gunnarsson. Höfundur er stjórnarmaður í Heimdalli.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli