Frétt

Stakkur 28. tbl. 2006 | 12.07.2006 | 09:24Vegagerð í hafti verðbólgu

Verðbólgan herjar á Íslendinga eina ferðina enn. Þó ættum við ekki að láta okkur bregða. Við erum vön. Hver sem pólitísk skoðun manna kann að vera er ljóst að tímabilið frá 1991, þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokksins tók við, markaði breytingu varðandi tök Íslendinga á verðbólgunni. Þá lifði Alþýðuflokkur enn og kratismi var orð sem vísaði til einhvers annars en sósíalisma. Stefnuninni var svo haldið með miðjumanninum Halldór Ásgrímssyni, Framsóknarflokki, formanni og síðast forsætisráðherra sem fyrsta stýrimanni, að Jóni Baldvini frágengnum.

Nú hefur sjálfstæðismaðurinn Geir H. Haarde tekið við skipstjórn þjóðarskútunnar og eitt fyrsta verk hins nýja forsætisráðherra hefur verið að taka þátt í því að ná ná fram samkomulagi um kjarasamnninga Samtaka atvinnulífisins og Alþýðusambandsins svo ekki komi til verkfalla með tilheyrandi óróa á vinnumarkaði og alvarlegum afleiðingum fyrir efnahagslífið í landinu. Lofað var breytingum varðandi skattamál. Athuguð verður hækkun vaxtabóta og lofað var hækkun aldurs vegna greiðslu barnabóta. Það sem snertir okkur Vestfirðinga mest er frestun framkvæmda á vegum ríkisins. Blasir við að brúargerð yfir Mjóafjörð og vegur um Arnkötludal munu lenda undir niðurskurðarhnífnum.

Þessi niðurstaða er vond fyrir Vestfirðinga, en skiptir sennilega ekki öllu varðandi aðra landsmenn. Vissulega eru hagsmunir allra Íslendinga að ná tökum á verðbólgunni, er nú telst vera um 8%. Það er lítið miðað við verðbólguárin skelfilegu 1980 til 1983. Þá lék hún algerlega lausum hala og ríkisstjórnin hafði engin tök á neinu meðan þjóðin galt fyrir með stöðugt rýrnandi kaupmætti. Önnur tímabil má nefna. Einfaldast er segja árin1971 til 1991 eitt hið versta verðbólgutímabil í heildina tekið, þó stundum hafi betur gengið. Um þverbak keyrði upp úr 1980. Enginn sem þekkti af eigin raun hve skelfilegar afleiðingar verðbólgu voru telur nú eftir sér stundarbið eftir langþráðum vegabótum svo fremi þær skili sér eftir ásættanlegan tíma.

Sjávarútvegsráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis, Einar K. Guðfinnsson talar nú með þeim hætti, að þrátt fyrir frestun sé óþarfi að búast við hinu versta. Vonandi þýðir málflutningur hans að hann muni hafa um það forgöngu að tryggja að byrjað verði á framkvæmdum um leið og verðbólgan lætur undan. Sé svo munu Vestfirðingar þreyja þorrann eina ferðina enn. Líklegt má þó telja að við þingkosningar eftir tæpt ár verði það munað hvernig á vegagerð verður tekið á Vestfjörðum. Hitt er vert að muna að kröfurnar eiga eftir að verða mun háværari um vegbætur á Suðvesturhorninu. Við megum alls ekki gleymast. Svo einfalt er það.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli