Frétt

bb.is | 07.07.2006 | 13:06Frestun vegaframkvæmda reiðarslag fyrir vestfirskt samfélag

Frá vegagerð í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi.
Frá vegagerð í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi.
Stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða mótmælir áformum ríkisstjórnarinnar um að fresta ótímabundið framkvæmdum í vegagerð á Vestfjörðum. Í ályktun stjórnarinnar frá 6. júlí segir meðal annars að á meðan aðrir landshlutar hafi notið góðs af þenslu og hækkandi gengis hafi fyrirtæki á Vestfjörðum gengið í gegnum verulegar þrengingar vegna hás gengis og vaxta. Ályktun Fjórðungssambandsins er svohljóðandi: „Samgöngumál og þá vegagerð sérstaklega, hafa um áratuga skeið verið helsta baráttumál Vestfirðinga. Vestfirðir hafa í raun setið eftir miðað við aðra landshluta og segja má að nútímavæðing vegakerfisins á Vestfjörðum hafi ekki hafist fyrr en í upphafi tíunda áratugarins.

Ekki er framhjá því litið að í heild var um viðamikið verkefni er að ræða í vegagerð, auk stórverkefna á borð við jarðgöng undir Botns- og Breiðadalsheiðar. Hraði framkvæmda var sveiflukenndur í upphafi. Með samgönguáætlun 2003 - 2014 var sett fram áætlun um jafnari framlög um leið og framkvæmdum í vegamálum var hraðað með auknu framkvæmdafé. Þar var einnig sett fram heildarsýn um hvenær framkvæmdum á stofnvegum á Vestfjörðum væri lokið.

Sveitarstjórnir og atvinnulíf á Vestfjörðum hafa gagnrýnt þann framkvæmdahraða sem settur var fram í Samgönguáætlun, en þar var miðað við allt að 12 ár tæki að ljúka uppbyggingu stofnvega. Á móti hefur verið bent á að vegafé sé takmarkað en þar hafa framlög og upphafleg áætlun nokkuð staðist og verið um 12 til 13 milljarðar á ári. Af þessu fé er áætlað að á þessu 12 ára tímabili fari um 550 mkr til Vestfjarða á ári hverju, Stjórnvöld hafa síðan gripið inn í með aðgerðir sem ýmist hafa aukið eða dregið úr framkvæmdum. Á árinu 2003 var aukið við vegafé um 3 milljarða í sérstöku átaki ríkisstjórnar til að bregðast við samdrætti í atvinnulífi. Var þar af veitt um 1 milljarði króna í framkvæmdir á Vestfjörðum. Uppgangur í efnahagslífi frá og með árinu 2004 leiddi síðan til þess að ákveðið var draga úr opinberum útgjöldum og dregið var úr vegafé á því ári um 1,5 milljarða, þar af 160 mkr á Vestfjörðum. Á árinu 2005 var af sömu ástæðu ekki talið mögulegt að auka við framkvæmdafé að nýju en þess var vænst að sparnaður síðasta árs yrði nýttur á þessu ári.

Í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnarinnar haustið 2005 og í kjölfar sölu Símans voru sammþykkt lög um ráðstöfun söluandvirðisins. Þá var ákveðið að ráðstafa 15 milljörðum til vegaframkvæmda á tímabilinu 2007 til 2009 og eru áætlaðir 1,5 milljarðar, þar af, til framkvæmda á Vestfjörðum.

Þessar breytingar hafa leitt til þeirrar niðurstöðu að miðað við Samgönguáætlun 2003 -2014 hefur tekist að flýta framkvæmdum á Vestfjörðum um 1 til 3 ár, auk nýrra verkefna svo sem vegar um Arnkötludal og Gautsdal og jarðgöng í stað vegar um Óshlíð. Með auknu vegafé af söluandvirði Símans var því mörkuð sú stefna að bundið slitlag yrði komið á vegi frá þéttbýlisstöðum við Djúp og á Ströndum til Reykjavíkur í lok árs 2008, auk styttingar um 40 km. Á sama tíma yrði framkvæmdum á Vestfjarðavegi flýtt og framlög aukin á árunum 2009 og 2010. Þar næðist einnig sú niðurstaða að Vestfjarðavegur væri á láglendi og með bundnu slitlagi á árinu 2010. Þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum byggju þá loks við sömu aðstæður og flestir aðrir þéttbýlisstaðir á Íslandi hafa búið við í áratugi. Aðrir þættir hafa einnig komið til nú á síðustu misserum sem eru auknar kröfur um almennt öryggi vega og lækkun flutningskostnaðar. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga metur það af umræðu um þessa þætti að í raun megi ekki setja lengri tímamörk á að ljúka endurbótum eða nýframkvæmdum á þeim vegarköflum sem eftir eru. Þolinmæði þessara aðila er á þrotum gagnvart tíðum slysum sem rekja má til lítils burðarþols og lélegra gæða vega og ljóst að erfitt er að semja um lækkun flutningsgjalda við þetta ástand.

Stjórn Fjórðungssambandsins telur að ákveðinni sátt hafi verið náð haustið 2005 og sá stjórn sambandsins ástæðu til að fagna því á þeim tíma. Stjórn sambandsins horfði einnig til þess að verið væri verið að vinna í samhengi við aðrar efnahagsaðgerðir stjórnvalda í samvinnu við sveitarfélög og atvinnulíf á Vestfjörðum. Hér er um að ræða aðgerðir svo sem Vaxtarsamning Vestfjarða, átak í sameiningu sveitarfélaga samhliða flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga, aukið fjármagn til Jöfnunarsjóðs og Byggðaáætlun 2006 til 2009. Markmiðið er að þessar aðgerðir verði til að efla efnahagslíf og bæta þannig samkeppnisstöðu svæðisins. En á sama tíma og aðrir landshlutar hafa notið góðs af þenslu efnahagslífsins hafa fyrirtæki á Vestfjörðum gengið í gegnum verulegar þrengingar vegna hás gengis og vaxta.

Með lækkun gengis í upphafi árs 2006 hefur rekstarstaða útflutningsgreina batnað. En það mun taka tíma að ná til baka tapi undanfarinna ára. Hafa samtök útgerða og fisvinnslu sett fram það mat að fyrir sjávarútveg taki það hátt í tvö ár að vinna það upp. Sé þetta rétt mat, má segja að það fari vel saman bætt rekstarstaða fyrirtækja og lok stórra áfanga í vegamálum með verklokum á árunum 2008 – 2010. Innan annarra atvinnugreina hefur einnig verið hafin undirbúningur verkefna sem taka mið af þessum verklokum, þar má nefna uppbyggingu í ferðaþjónustu og markaðsetningu sem byggir á nýjum aðstæðum í vegamálum. Einnig hafa sveitarfélög hafið undirbúning að nánari samstarfi.

Með ákvörðun ríkisstjórnar nú í lok júní 2006 eru öllum útboðum ríkisins frestað ótímabundið, þar með framkvæmdum sem Alþingi hefur samþykkt í fjárlögum 2006 og í lögum um ráðstöfun andvirðis af sölu Símans hf. Lögum sem verður þá væntanlega að breyta ef þetta á fram.að ganga. Kemur þetta til viðbótar ófyrirséðum töfum á undirbúningi framkvæmda á Vestfjörðum vegna mats á umhverfisáhrifum.

Frestun framkvæmda í vegagerð og þess vegna einungis hugmyndir um frestun þeirra eru reiðarslag fyrir atvinnulíf og sveitarfélög á Vestfjörðum. Hefur það komið fram í ályktunum atvinnulífs, sveitarstjórna og félagasamtaka. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga lýsir því miklum áhyggjum af þessari þróun mála og telur að hér verði um verulegt bakslag fyrir Vestfirði að ræða, með samdrætti í stað vaxtar.Varað er við að slíkt bakslag geti orðið mun dýrara fyrir íslenskt samfélag þegar upp er staðið, en sá árangur sem vænst er í efnahagslífi með frestun framkvæmda í vegamálum á Vestfjörðum. Vestfirskt atvinnulíf og íbúar hafa sýnt biðlund á síðustu þrem árum og tekið á sig þrengingar í efnahagslífi á meðan þensla hefur verið í öðrum landshlutum. Nú verða orð að standa og skorar stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga á ríkisstjórn að endurskoða þessa ákvörðun um frestun framkvæmda í vegagerð á Vestfjörðum og efna þær áætlanir sem settar hafa verið fram í samgöngumálum Vestfirðinga.“

smari@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli