Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 07.07.2006 | 11:19Athyglisverð viðhorfsbreyting í vegagerðarumræðunni

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Mjög er athyglisvert er það sem hefur komið út úr umræðu um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um frestun framkvæmda. Gagnrýnin hefur einkum verið sú að ákvörðunin bitni að ósekju á framkvæmdum á norðausturhorninu og Vestfjörðum og við slíkt sé ekki hægt að una. Hefur þess verið krafist einróma í gagnrýninni að framkvæmdir á þessum svæðum hefðu forgang. Þetta er ánægjuleg tilbreyting frá þeirri síbylju sem oft heyrist um að of mikið fé fari út á land til vegagerðar og þessir landshlutar þá teknir sem dæmi, en of lítið fé fari til vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu. Hefur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra til dæmis fengið marga og ósanngjarna dembuna frá þessu fólki, fyrir að vera of áhugasamur um að drífa áfram framkvæmdir þar sem þeirra er mest þörf úti á landi. Þeir sem hæst hafa talað í þessa veru, þegja nú og verður að ætla að þeir hafi nú skipt um skoðun, sem er sannarlega vel.

Í viðtali við Morgunblaðið í gær vek ég einmitt athygli á þessu. Í viðtalinu rek ég líka nokkrar staðareyndir þessa máls, sem því miður hafa legið mjög í láginni í allri umræðunni. Í þessu sambandi má meðal annars rifja upp eftirtalin atriði.

1. Hér er um frestun framkvæmda að ræða, en ekki niðurskurð. Aldeilis fráleitt er að tala um að þessi frestun verði áralöng, eins og sjá hefur mátt í umræðum.

2. Það kom í ljós á fundi okkar þingmanna Norðvesturkjördæmis með fulltrúum Vegagerðarinnar á dögunum, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar er ekki farin að hafa áhrif á þær framkvæmdir sem hafa verið mest í umræðunni t.d á Vestfjörðum. Þær framkvæmdir eru ekki komnar ennþá á útboðsstig, þar sem tæknilegum undirbúningi er ekki lokið. Þetta á t.d við um framkvæmdir í Ísafjarðardjúpi, í Gufudalssveitinni, um Arnkötludal og Óshlíð.

3. Undirbúningur er þó lengst kominn í Gufudalssveitinni, það er á kaflanum úr Kollafirði og fyrir Skálanes. Ágreiningur ríkir á hinn bóginn þar um frekari framkvæmdir eins og kunnugt er.

4. Mikil þensla veldur því að tæknilegur undirbúningur er almennt kominn skemmra á veg en ætlað var. Verkfræðistofur eru önnum kafnar. Sömu sögu er að segja innan Vegagerðarinnar og því er töf á undirbúningi framkvæmda. Auk þess sem undirbúningur er nú tímafrekari en áður. Meðal annars vegna aukinna umhverfiskrafna.

5. Tæknilegur undirbúningur vegna þessara verka og annarra heldur þó áfram með eðlilegum hætti. Það tryggir að hægt verði að koma verkum af stað strax og aðstæður leyfa.

6. Vegna eftirspurnar á verktakamarkaði hafa útboð tekist misjafnlega séð út frá sjónarhóli verkkaupa, ríkisins, Vegagerðarinnar. Þátttaka í útboðum hefur í ýmsum tilvikum verið minni en vanalega og tilboðin hærri. Það er þó ekki algilt, en er vísbending um að fjármunir til verkanna nýtist ekki eins og við hefðum kosið og gert ráð fyrir.

- Þetta allt þurfa menn að hafa í huga. Og einu hljótum við að geta treyst. Þegar framkvæmdir hefjast að nýju, verður það að teljast orðin býsna almenn krafa að framkvæmdir þær sem mest hafa verið í umræðunni norðaustanlands og á Vestfjörðum hafi forgang; líka hjá þeim sem hingað til hafa gagnrýnt áherslu okkar margra hverja á framkvæmdir á þeim slóðum.

Einar K. Guðfinnsson ekg.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli