Frétt

mbl.is | 06.07.2006 | 08:27Hneykslismál í skugga sigurs Ítalíu

Ítölsku blöðin ausa ítalska landsliðið lofi eftir sigurinn á Þýskalandi á þriðjudag og halda þau því fram að frammistaða ítalska liðsins sé komin á spjöld sögunnar. "Við elskum ykkur" var fyrirsögnin á forsíðu Corriere dello Sport sem rifjaði upp hinn fræga 4:3 sigur á Þýskalandi í undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar 1970, og að sigurinn á þriðjudaginn taki hinum fram."Við spörkuðum þeim úr þeirra eigin bakgarði fyrir framan 60 þúsund áhorfendur sem studdu við bakið á þeim á velli þar sem þýska liðið hafði aldrei beðið lægri hlut," stóð í lýsingu blaðsins. Forsíða Tuttosport skartaði mynd af markaskorurunum Fabio Grosso og Alessandro del Piero undir fyrirsögninni "Risar".

Mikið hefur verið fjallað um spillingarmálið á Ítalíu að undanförnu en það mál féll í skugga sigursins, þrátt fyrir að saksóknarar hafi í gær krafist þess að liðin fjögur sem sæta ákærum skuli dæmd niður um deild. La Gazzetta dello Sport sagði að sigurinn hefði kallað fram sterkari tilfinningar en hneykslismálið. "Sem fyrr sigrar Ítalía lið Þýskalands og 2:0 sigurinn, sem knúinn var fram í framlengingu, er tvöfalt gleðiefni. Hann sendi okkur í úrslitaleikinn í Berlín og skyggði á vonbrigðin sem fylgja kröfunni um að liðin verði send niður um deild," sagði í blaðinu.

Þess má geta að þrettán leikmenn af 23 manna landsliðshópi Ítalíu, leika með liðunum fjórum sem eiga það á hættu að vera dæmd niður um deild - Juventus, AC Milan, Fiorentina og Lazio.

Þrátt fyrir ósigurinn voru þýsku blöðin jákvæð í garð þýska liðsins og hrósuðu báðum liðum fyrir frábæra spilamennsku. Berliner Morgenpost sagði að þýska liðið, undir stjórn Jürgen Klinsmann, hefði gert mikið til að kæta þýsku þjóðina. "Í þrjár og hálfa viku breytti liðið hugarfari þýsku þjóðarinnar. Þeir gerðu hana ánægðari, afslappaðri og veittu henni aukið sjálfstraust," mátti lesa í leiðara blaðsins. Einu gagnrýnisraddirnar komu fram í der Tagesspiegel en þær beindust hins vegar ekki að leikmönnum eða þjálfara þýska liðsins, heldur áhangendum þess. „Þeir bauluðu á Ítalina þegar þeir gengu inn á völlinn, þegar þeir hituðu upp og þegar nöfn þeirra voru lesin upp. Jafnvel þegar þjóðsöngur þeirra var leikinn voru einhverjir sem bauluðu. Aðeins smám saman var réttlætinu fullnægt,“ sagði í blaðinu.

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli