Frétt

mbl.is | 05.07.2006 | 15:30BSRB vill þjóðarsátt um íslenskan landbúnað

„Enginn velkist í vafa um mikilvægi þess að ná niður matvælaverði á Íslandi. Svokölluð matvælanefnd, sem starfar á vegum forsætisráðuneytisins, hefur fengið það verkefni að leita leiða til þess að ná niður verði á matvælum og hefur hún einkum horft til þeirrar vöru sem framleidd er hér á landi," að því er segir á vef BSRB. Þar kemur fram að það sé nokkuð þröngt sjónarhorn því drjúgur hluti fæðunnar er innfluttur og að umtalsverður munur á verði innfluttrar matvöru hér á landi annars vegar og í samanburðarlöndum okkar hins vegar.

„Þar er því ærið verkefni að glíma við. Þetta leiðir hugann að verslunarháttum eins og þeir hafa þróast hér á landi á undanförnum árum þar sem einokun og fákeppni hafa þrýst verðlagi upp úr öllu valdi.

Þegar horft er til innlendrar matvöru er einkum að fernu að hyggja. Í fyrsta lagi snýst viðfangsefnið ekki einvörðungu um að fá matvæli á sem lægstu verði heldur einnig um hitt að tryggja hágæða matvöru. Hún er forsenda fyrir góðu heilsufari þjóðarinnar.

Í öðru lagi þarf að horfa til þeirra alþjóðlegu samninga sem Íslendingar taka þátt í, einkum á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). Hér megum við ekki fara fram úr sjálfum okkur og þarf að tryggja að samspil sé jafnan á milli ákvarðana heima fyrir og samningsmarkmiða okkar við hin fjölþjóðlegu samningaborð. Hér er vert að hafa í huga að Íslendingar hafa flestum þjóðum fremur tekið tillit til sjónarmiða þriðja heimsins hvað varðar tolla á matvöru frá þróunarríkjunum en tollar á því sem einhvern tímann var kallað „nýlenduvörur“ hafa löngu verið afnumdir hér á landi, gagnstætt því sem til dæmis er í ríkjum Evrópusambandsins.

Í þriðja lagi verður að horfa til byggðasjónarmiða. Skyldu menn gera sér grein fyrir því að íslenskum bændum hefur fækkað um 30 til 40 % á undanförnum hálfum öðrum áratug. Þetta er að mörgu leyti eðlileg þróun með tilliti til nýrrar tækni við framleiðsluna en þessi fækkun endurspeglar geysilega hagræðingu í greininni. Hún endurspeglar þó einnig þrengingar margra þeirra sem nauðbeygðir hafa verið að bregða búi af fjárhagsástæðum. Menn skyldu gæta að sér áður en ákvarðanir eru teknar um að herða á þessu ferli.

Í fjórða lagi á ekki að ráðast í grundvallarbreytingar á kjaraumhverfi bænda án þess að það sé gert í samráði og sátt við þá og þeirra samtök. Hið sama á að gilda um bændur og verkalýðshreyfinguna sem ekki vill láta vaða yfir sig á skítugum skónum þegar kjör launafólks eru annars vegar. Auðvitað hljóta bændasamtökin að tefla fram hugmyndum sem koma til móts við þá kröfu samfélagsins að leitað sé leiða til að ná matvöruverði niður. Mikilsvert er að bændasamtökin taki frumkvæði í þessari umræðu en láti ekki hina eina um hituna sem ekkert sjá annað en verðmiðann á vörunni.

BSRB á aðild að matvælanefnd forsætisráðuneytisins. Samtökin hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum: Um landbúnaðinn á Íslandi þarf að ríkja þjóðarsátt. Hún verður aldrei raunveruleg nema í góðri sátt á milli bænda og neytenda. Takmarkið er að ná slíkri sátt og að því vill BSRB vinna,“ að því er segir á vef BSRB.bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli