Frétt

Byggðasafn Vestfjarða 2001 | 02.01.2002 | 01:33Verslun í Hæstakaupstað á Ísafirði

Hæstikaupstaður á Ísafirði um 1920. Fremst er saltfiskur breiddur á tréreitum.
Hæstikaupstaður á Ísafirði um 1920. Fremst er saltfiskur breiddur á tréreitum.
Heinemann valdi síðan verslun sinni stað á kaupstaðarlóðinni þar sem síðar var kallað Hæstikaupstaður og lá fjærst aðsetri Altonamanna í Neðstakaupstað. Um sumarið risu síðan þrjú hús, en alls reistu Björgvinjarmenn átta hús á Skutulsfjarðareyri á árunum 1788-91. Aðeins eitt þeirra stendur enn.

Samkeppnin við verslunina í Neðstakaupstað reyndist erfið og gáfust þeir Björgvinjarmenn loks upp árið 1794. Ólafur Thorlacius, kaupmaður og útgerðarmaður á Bíldudal, keypti þá verslunina. Varð Ólafur þannig fyrsti Íslendingurinn til að reka verslun á Ísafirði, þótt aldrei hafi hann haft búsetu á staðnum. Verslunarstjóri Ólafs var Jón Jónsson frá Reykhólum. Ólafur sigldi sjálfur með saltfisk sinn á markað á Spáni og varð hann fyrstur Íslendinga til að gera slíkt. Ólafur lést árið 1815 en verslunin var rekin áfram af erfingjum hans til ársins 1827, er hún var seld.

Kaupandinn kom einnig frá Bíldudal, Jens Jacob Benedictsen. Jens Jakob var ungur maður er hann tók við versluninni, aðeins 21 árs. Engu að síður gekk honum verslunin vel í samkeppninni og var hann framsýnn og óhræddur við að prófa nýjungar. Hann hóf útgerð þilskipa frá Ísafirði og sýndi samtímamönnum sínum hversu miklir möguleikar voru fyrir hendi á þeim vettvangi. Þegar hann lést, aðeins 36 ára gamall, var útgerð hans stærri í sniðum en flestra annarra manna hérlendis.

Veturinn 1843-44 keypti Hans A. Clausen Hæstakaupstaðarverslunina af dánarbúi Jens Jacobs. Hans þessi átti rætur að rekja norður að Ísafjarðardjúpi en móðir hans var Valgerður Pétursdóttir frá Búð í Hnífsdal. Clausen var einn af umsvifamestu útvegs- og kaupmönnum hérlendis og voru höfuðstöðvar fyrirtækis hans í Ólafsvík. Sjálfur kom hann sárasjaldan til Ísafjarðar en hafði hér faktor til að sinna versluninni. Árið 1889 var Clausen orðinn háaldraður og með vorskipinu 1890 fengu Ísfirðingar þær fréttir að verslunin hefði verið seld Leonhard Tang, stórkaupmanni í Kaupmannahöfn. Verslun Tangs var öflug og ekki síður útgerðin. Heimildir herma að hundruð manna hafi unnið á reitum hans við að salta og þurrka fisk þegar kom fram yfir 1910. Hann gerði einnig tilraunir til að framleiða gosdrykki og sælgæti á Ísafirði.

Á árum fyrri heimsstyrjaldar koms mikið los á viðskipti milli Íslands og Danmerkur og árið 1918 brá Tang á sama ráð og margir aðrir Danir, sem áttu verslunarfyrirtæki á Íslandi, að selja fyrirtækið íslenskum manni. Kaupandinn var Þórður Kristinsson, kaupmaður á Ísafirði, og keypti hann í umboði nýstofnaðs hlutafélags sem nefndist Hæstikaupstaður hf. Ekki varð félag þetta langlíft, starfaði aðeins í 6 ár og tók þá Nathan & Olsen við versluninni. Nathan & Olsen verslaði í Hæstakaupstað til ársins 1928, en þá lauk sögu Hæstakaupstaðarverslunarinnar endanlega.

Vissulega voru aðrir kaupmenn farnir að versla á því svæði sem telst til Hæstakaupstaðar og verslun er stunduð á svæðinu enn þann dag í dag. Flest hafa þó verslunarfyrirtækin verið smærri í sniðum en fyrirtækin sem þeir Thorlacius, Benedictsen, Clausen og Tang ráku á sínum tíma.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli