Frétt

Stakkur 27. tbl. 2006 | 05.07.2006 | 09:04Framtíðin og næstu verkefni skólans

Í síðasta tölublaði BB var einkar eftirtektarvert viðtal við Sigurð Jónsson, sem svo sannarlega er einn hinna sigldu Ísfirðinga 21. aldarinnar, menntaður í Danmörku, á störf á Íslandi og í Kanada að baki og reynir nú nýjar leiðir. Samanburður á lausn þess vanda er fylgir byltingum í atvinnulífi á Íslandi og í Kanada er athyglisverður. Sá munur er fram kemur í viðtalinu byggir að sjálfsögðu fyrst og fremst á tvennu, menntun og óbilandi trú á umhverfi sínu og möguleikunum sem þar búa. Stundum þarf að leita þeirra og virkja kraft fólksins. Bjartsýnin og trúin á getuna, sjálfs sín og annarra, er sett fram blátt áfram líkt og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta sést mörgum útlendingum yfir og skilja því ekki hvers vegna fátt stendur í vegi okkar Íslendinga.

Áður en lengra er haldið er rétt að víkja að öðru framtíðarverkefni. Grunnskólinn nýi á Ísafirði var til umfjöllunar seinast og þá hafa glöggir lesendur væntanlega tekið eftir því að ásláttarpúkinn tók völdin, því að spurningin um hvar skólinn stæði árið 2113 bað um svör öldinni fyrr. Þá vaknar löngun til að vita hvar við Vestfirðingar eða afkomendur okkar standa árið 2113 og hverjir skyldu byggja Vestfirði þá? Grunnurinn að svarinu felst í hugleiðingum líkum þeim er birtust í tilvitnuðu samtali við Sigurð Jónsson. Kjarninn er sá að hafa trú á samfélaginu, eiga hugmyndir og vilja til að hrinda þeim í framkvæmd, sjá kosti í stöðunni sem öðrum hafa yfirsést.

Átakanlegt er að kynnast skorti á lágmarksmenntun sem viðmælandi segir ríkjandi á Nýfundnalandi. Honum fylgir andlegur doði og magnleysi. Kraftinn til verka skortir og fátt gerist fyrir frumkvæði þeirra sem vita ekki hvað í því er fólgið. Lykilhlutverkið felst í góðum skólum, en sú spurning vaknar hvort námsefni íslenskra grunnskóla þarfnist ekki endurskoðunar. Leggja þarf mun meiri áherslu á það vandasama verk að örva nemendur í því að geta tekist á við lífið með öllum þess margbreytilegu verkefnum. Kenna þarf ungu fólki að takast á við margbreytilegt og flókið umhverfi nútímasamfélags. Æ oftar kemur í ljós að of margir eru fákunnandi um hlutverk þeirra stofnana sem þjóna samfélaginu til hagsbóta fyrir almenning. Er það viðunandi? Svarið er nei.

Verst af öllu er þó að ala upp kynslóð, sem virðist ekki vita af því að ýmis réttindi eru ekki sjálfgefin og byggja á kunnáttu þess sem þau hefur hlotið. Æ oftar blasir það við að ungt fólk tekur ekki mark á því sem er kennt. Hvers vegna í ósköpunum þurfum við að horfa á það að ungt fólk nýkomið með bílpróf deyr vegna þess að það kastast úr bílum af þeirri einu ástæðu að það notar ekki bílbelti? Er nóg að kunna að lesa ef ekki er farið eftir því sem lesið er? Sigurður sagði stóran hluta íbúa á Nýfundnalandi ólæsa. Eru þeir sem kunna lestur, en láta upplýsingarnar ekki gagnast sér, betur settir? Því verða skólarnir að svara á næstunni. Flestir hljóta að segja nei. Svo einfalt er það.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli