Frétt

mbl.is | 29.06.2006 | 14:46Áminning Landspítala háskólasjúkrahúss ólögmæt

Áminning sem Landspítali háskólasjúkrahús veitti Stefáni Matthíassyni, fyrrverandi yfirlæknis á æðaskurðdeild spítalans, þann 31. október sl. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd ólögmæt. Stefán var ráðinn yfirlæknir við æðaskurðlækningadeild Landspítalans árið 2002 og gegndi því starfi þar til í desember 2005, en honum var sagt upp 28. nóvember sama ár. Stefnandi hafði rekið lækningastofu og hélt hann því áfram þann tíma er hann gegndi starfi yfirlæknis hjá stefnda. Í tengslum við ráðningarsamninginn undirrituðu stefnandi og framkvæmdastjóri lækninga hjá stefnda sama dag viljayfirlýsingu og minnisblað um nánari forsendur fyrir ráðningunni. Í 4. lið minnisblaðsins segir að stefnandi muni hætta „stofurekstri“ utan stefnda innan tveggja ára frá næstu áramótum að telja svo fremi sem aðstaða og starfsumhverfi til slíkrar starfsemi sé þá viðunandi innan veggja stefnda að áliti samningsaðila og að uppfylltum nánari skilyrðum sem tilgreind eru á minnisblaðinu.

Í febrúar 2005 kom upp ágreiningur milli stefnanda og framkvæmdastjóra lækninga hjá stefnda um það hvort stefnanda bæri að hætta rekstri lækningastofunnar samkvæmt framangreindu ákvæði í minnisblaðinu og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Stefnandi taldi að ekki hefði verið uppfyllt af hálfu stefnda það skilyrði í minnisblaðinu að fullnægjandi starfsaðstöðu hefði verið komið upp hjá stefnda. Sá tími sem stefnandi skyldi hætta rekstri læknastofunnar samkvæmt þessu ákvæði væri þar með ekki kominn að áliti stefnanda. Í bréfi framkvæmdastjórans til stefnanda 31. maí á því ári kemur fram sú afstaða hans að stefnandi bæri fyrir sig sem afsökun fyrir samningsrofi að ekki hefði af hálfu stefnda verið staðið við yfirlýst áform um lagfæringar og breytingar á deildinni. Stefndi teldi hins vegar að breytingar og lagfæringar, sem gerðar hefðu verið, samrýmdust í öllum meginatriðum áformum þar um, auk þess sem þær stæðust fyllilega samanburð við þróun annars staðar á spítalanum. Þá er í bréfinu vísað til þess að í deilu milli vinnuveitanda annars vegar og starfsmanna hins vegar, um það hvort starfsaðstaða eða starfsumhverfi hefði tekið áformuðum breytingum eða ekki, sé það vinnuveitandi sem taki af skarið og ákveði hvernig með skuli farið. Starfsmaður verði að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því hann tók við starfi samkvæmt 19. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Hann eigi þess þó kost að segja upp starfinu vegna slíkra breytinga. Af hálfu stefnda væri ekki áformað að breyta starfi eða starfsaðstöðu stefnanda frekar á grundvelli ráðningarsamningsins við stefnanda eða fylgigagna hans. Með bréfinu var stefnanda veittur eins mánaðar frestur til að ákveða hvort hann vildi sinna 100% starfi yfirlæknis á æðaskurðlækningadeild og loka lækningastofunni til samræmis við kröfur stefnda eða ekki.

Í niðurstöðu dómsins segir að ágreiningslaust er að Stefán var ráðinn í 100% starf yfirlæknis hjá stefnda með ráðningarsamningi 16. júlí 2002. Eins og komið hefur fram í málinu var ákveðið í desember 2001 af hálfu stefnda að á árinu 2002 skyldi gerð sú breyting á ráðningum og starfstilhögun yfirmanna hjá stefnda að þeir gegndu ávallt starfi sem svaraði til 100% starfshlutfalls og sinntu ekki öðrum störfum utan stefnda en kennslu á háskólastigi eða störfum við háskóla eða nefndarstörfum á vegum opinberra aðila. Þetta kemur meðal annars fram í fundargerð framkvæmdastjórnar stefnda 11. desember 2001, en þar segir einnig að ráðningum yfirmanna skyldi framvegis þannig háttað nema í undantekningartilvikum þegar annað væri talið henta stefnda.

Segir í niðurstöðu dómara að ekki hafi verið sýnt fram á af hálfu LSH að Stefáni hafi verið skylt að hætta rekstri lækningastofu sinnar. Er því ekki unnt að líta svo á að stefnandi hafi óhlýðnast löglegu boði eða banni stefnda eins og haldið er fram af stefnda hálfu að stefnandi hafi gert. Þar með hafði stefndi enga lögmæta ástæðu samkvæmt 21. gr. laga nr. 70/1996 til að veita stefnanda áminningu eins og gert var 31. október 2005. Með vísan til þess hefur hin umdeilda áminning ekki lagastoð og verður því þegar af þeirri ástæðu að telja hana ólögmæta, að því er segir í niðurstöðu héraðsdómara.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli