Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 29.06.2006 | 10:11Vikið af leið

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Ríkisstjórnin ákvað í fyrradag breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóð, þar sem vikið er verulega af þeirri leið sem mörkuð er í stjórnarsáttmálanum sem miðstjórnir flokkannan samþykktu vorið 2003 að afloknum Alþingiskosningum. Þar er kveðið á um að „Lánshlutfall almennra íbúðalána verði hækkað á kjörtímabilinu í áföngum í allt að 90% af verðgildi eigna, að ákveðnu hámarki“. Þetta var gert og 90% lánin urðu að verðuleika á árinu 2004. Eins og segir í stjórnarsáttmálanum eru 90% lánin að ákveðnu hámarki. Það var ákveðið vera 90% af verði þriggja – fjögurra herbergja íbúð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Hámarkið varð 14.9 mkr. í upphafi út frá þessari viðmiðun, hækkaði fáum mánuðum síðar í 15.9 mkr. en stóð í stað í rúmt ár þrátt fyrir verðhækkun sem varð á þessari viðmiðunarðibúð og var loks hækkað fyrir skömmu í 18 mkr.

Önnur takmörkun hefur alltaf verið á lánveitingunm Íbúðalánasjóð og hún er að ekki er lánað umfram brunabótamat íbúðar. Áður var miðað við 85% af brunabótamati, en þegar 90% lánin voru tekin upp þá var því breytt í 100% af brunabótamati. En báðar þessar skorður á útlánum Íbúðalánasjóðs hafa gert það að verkum að raunveruleg lán sjóðsins til íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lægri en 90% af kaupverði íbúðar þegar verðið hefur verið hærra en 17.7 mkr. meðan hámarkslánið var í 15.9 mkr. og eftir síðustu hækkun hámarkslánisins í 18 mkr. var lánshlutfallið aðeins 90% þegar kaupverð íbúðarinnar var 20 mkr. eða lægra.

Fasteignaverð síðustu tveggja ára hefur rokið upp og á höfuðborgarsvæðinu hefur það farið langt yfir byggingarkostnað eða brunabótamat. Lánveitingar Íbúðalánasjóð hafa ekki stuðlaða því einmitt vegna þeirra takmarkana sem ég hef gert grein fyrir að ofan heldur eru það lánveitingar viðskiptabankanna og sparisjóðanna sem hafa fjármagnað þau íbúðarkaup. Reyndar lánuðu þessir aðilar allt að 100% af kaupverði íbúðar frá ágústmánuði 2004 þegar þeir fóru í ekki aðeins samkeppni við Íbúðalánasjóð heldur ófyrirleitna og skipulagða aðför að sjóðnum.

Á skömmum tíma eða um 16 mánaðum lánuðu bankar og sparisjóðir um 324 milljörðum króna út á fasteignir og spurðu ekkert um ráðstöfun fjárins.Þarna var dælt ómældum milljörðum út í einkaneyslu og það hefur átt stóran þátt í þenslunni sem nú er aðkoma fram sem veruleg verðbólga. Útlán Íbúðalánasjóðs voru á sama tíma aðeins brot af lánum bankakerfisins, líkalega um 80 milljarðar króna.

Hin óábyrga hegðun bankanna er að baki og þá dregst saman aftur einkaneyslan sem af henni hlaust. Það er hins vegar að hengja bakara fyrir smið að ætla nú að þrengja að Íbúðarlánasjóði. Útlán hans hafa ekki stuðlað að þenslunni. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar beinist að almannahagsmunum og skaðar þá. Kostnaður venjulegs fólks hækkar af því að eignast þak yfir höfuðið.

Því má ekki gleyma að rekstur Íbúðalánasjóðs og lánveitingar hans eru hluti af velferðarkerfinu og stuðla að jöfnuði í þjóðfélaginu. Það er mikilvægt að almenningi standi til boða hagkvæm lán til kaupa á hóflegri íbúð og geti þannig uppfyllt þessa grundvallarþörf.

Ríkisstjórnin hefur vikið af þeirri leið sem stjórnarsáttmálinn markar og lækkað lánshlutfallið í 80% og hámarklslánið í 17 mkr. Hann er samþykktur af þeim sem standa að ríkisstjórninni og við hann verður að standa. Sé talið þörf á að breyta sáttmálanum verður að taka það fyrir með sama hætti og sáttmálann þegar hann var gerður. Annað er ekki ásættanlegt.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli