Frétt

Stakkur 26. tbl. 2006 | 28.06.2006 | 09:18Gamall skóli hverfur

Gamli barnaskólinn á Ísafirði hefur verið rifinn þótt hann hafi náð 100 ára aldri og eigi sér sögu. Framhliðin var friðuð. Hálfur skaði er betri en allur. Sjálfsagt hentaði húsið ekki nýjum tíma og þörfum. Ekki sýnast miklar líkur á fjölgun nemenda að óbreyttum forsendum. Ber nýrra við þegar eru gömul hús á Ísafirði eru rifin. Horfinn barnaskóli bjó ekki að menningarsögulegu gildi, nema framhliðin. Vonandi segir það ekkert um starfið sem fram fór innan veggja í rúma öld. Ekki er friðunarskylda á húsum reistum fyrir 1918, en leita skal álits húsafriðunarnefndar.

Tilgangur húsafriðunarlaga er að vernda gömul hús sem hafa menningarlegt gildi. Vernda skal íslenska byggingararfleifð er hefur menningarsögulegt gildi. Lengi hefur verið staðinn vörður um gamlar merkilegar byggingar á Ísafirði, líka innflutt hús frá Noregi. En þetta hús sem hýsti skóla frá 1901 til 2006 er ekki talið nógu merkilegt til að hljóta vernd. Svona gerast kaupin á eyrinni. Byggt verður hús fyrir 371 milljón króna. Kemur það í stað gamla skólans. Skyldi það standa og þjóna nemendum árið 2013 þegar liðin verða 105 ár frá því notkun hófst?

Ljósmyndin af undirritun samninga var eftirtektarverð. Að baki félaganna sem rita undir samninginn stóra, bæjarstjóra, formanns byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði, varaformanns umhverfisnefndar og fulltrúa Vestfirskra verktaka má sjá leifar gamla skólans og er frekar létt yfir undirskrifendum. Þetta er gangur lífsins. Nýtt tekur við af gömlu. Voru ekki aðrir kostir? Sjálfsagt var unnt að finna þá. Þetta er val fulltrúa okkar í bæjarstjórn. Vonandi leiðir framtíðin í ljós að skynsamlega var að verki staðið.

Ekki verður aftur snúið. Með hvaða aðferðum á að fylla húsið nemendum? Því er vandsvarað meðan fátt bendir til fjölgunar okkar hér í Ísafjarðarbæ. Auðvitað er sá kostur fyrir hendi að allir nemendur bæjarins muni stunda nám í Grunnskólanum á Ísafirði er fram líða stundir. Næst um það samstaða?

Einhverjum kann að þykja nóg um spurningar og lítið um svör. Dýrt er að reisa hús og dýrt er að reka þau. Bjartsýni um framtíð byggðar ræður alltaf gerðum okkar að einhverju leiti og hún má vissulega ekki víkja fyrir úrtöluröddum. Engu að síður verður að grunda hana á raunsæi og því sem gera má ráð fyrir með eðlilegri skynsemi.

Öll viljum við veg byggðar á Vestfjörðum sem mestan. Þótt byrlegar mætti blása eru teikn á lofti. Vilji fólks er mikill og bjartsýni nokkur. Okkur fækkar. Stóriðja verður ekki lausnin. Til hennar skortir pólitískan vilja. Þá er ljóst að við styðjumst við smærri skammta í einu, en þeir verða þá að vera margir. Húsbyggingar einar duga ekki þó góðar séu.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli