Frétt

Leiðari 26. tbl. 2006 | 28.06.2006 | 09:16Húsbændur og hjú

Það munar um allt, var svar eins af fyrrverandi sjávarútvegsráðherrum okkar þegar fyrrverandi þingmaður spurði hann hvort það breytti miklu um vöxt og viðgang fiskistofnanna þótt strákpolli veiddi nokkra þaraþyrsklinga utan kvótakerfisins fyrir framan bryggjusporðinn í tilteknu sjávarplássi. Nánast daglega horfast sveitarstjórnarmenn á landsbyggðinni í augu við að verið er að soga allt, stórt sem smátt, til Reykjavíkur; og allt er þetta gert undir yfirskini ,,hagkvæmni stærðarinnar“ eins og það heitir í hinni vélrænu orðabók handhafa valdsins. Nýjasta dæmið er útborgun launa til starfsfólks heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, sem nú er farið að vinna í Reykjavík.

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir þessa ráðstöfun til marks um hvernig miðstýringarárátta starfsmanna ráðuneyta grafi sífellt dýpra um sig án þess að stjórnmálamenn fái rönd við reist: ,,Þegar ég ræddi við þingmennina var það alveg skýrt af þeirra hálfu að á móti þessu yrði barist og að ekkert yrði úr þessu, en engu að síður er þetta staðreynd í dag.“ Einar Oddur Kristjánsson, alþm. segir þetta dæmi um miðstýringaráráttu sem heltaki starfsmenn ráðuneytanna; hann hafi ásamt fleiri þingmönnum kjördæmisins (NV) lagt sig fram við að koma í veg fyrir þessa skipan mála: ,,Við munum halda áfram að berjast á móti þessu en það er við ramman reip að draga í embættismannakerfinu,“ segir þingmaðurinn og líkir embættismönnunum við ,,sovétbúrókrata“, nokkuð sem Guðmundur Guðmundsson hjá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins gefur lítið fyrir og svarar einfaldlega: ,,Embættismenn hins opinbera geta ekki tekið ákvarðanir um mál sem ekki er pólitískur vilji fyrir.“

Það var og. Embættismenn taka ekki ákvarðanir gegn vilja pólitíkusanna, svo segja þeir að minnsta kosti. Við hverja hafa þingmenn NV verið að berjast í þessu máli? Hafa þeir aldrei rætt við húsbændur búrókratanna? Ákvörðunin um að launagreiðslur til starfsmanna heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni fari ekki lengur í gegnum reikninga viðkomandi stofnana er í takt við atburðarás síðustu missera og ára þar sem segja má að fyrir hvert og eitt starf sem fellt hefur verið niður í dreifbýlinu hafa tvö til þrjú sprottið upp í kringum kjötkatlana í Reykjavík.

Þingmenn segjast ekki fá rönd við reist gagnvart embættismönnum, sem segjast ekki taka ákvarðanir, sem pólitískur vilji sé ekki fyrir. Misvísandi yfirlýsingar þessara aðila ganga ekki upp. Kannski vita báðir betur; sagan ekki öll sögð! Sveitarstjórnarmenn hljóta að krefast þess í eitt skipti fyrir öll að því verði svarað hvort það eru húsbændurnir eða hjúin sem ráða á stjórnarheimilinu; kjörnir fulltrúar til að gæta hagsmuna almennings eða æviráðnir búrókratar?

Það fýkur í skálkaskjólin líkt og önnur um síðir.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli