Frétt

mbl.is | 27.06.2006 | 10:43100 ára sigurganga Renault innsigluð með sigri Alonso í Montreal

Sigur Fernando Alonso fyrir Renault-liðið í kanadíska kappakstrinum í Montreal í fyrradag, gat vart verið meira viðeigandi fyrir franska bílafyrirtækið. Ásamt því að styrkja stöðu þess í titilslag formúlunnar með sjött sigri Alonso í fyrstu níu mótum ársins, markar sigurinn einnar aldar velgengni Renault. Nákvæmlega öld er í dag frá því Renault-bíll vann sigur í fyrsta raunverulega Grand Prix-kappakstrinum. Fór hann fram á hrjúfum almennum vegum austur af borginni Le Mans í Frakklandi.

Til mótsins var stofnað af Akstursíþróttafélagi Frakklands, Automobile Club de France. Félagið kunni ekki að meta svonefnda Gordon Bennett-mótaröð, þar sem einungis einu þriggja bíla liði frá hverri þjóð var heimil þátttaka.

Í nýja mótinu, 27. júní 1906, gátu einstakir bílar keppt sín á milli og sigurlaunin voru umtalsverð fjárfúlga - Grand Prix. Fátt er líkt með kappakstri þá og nú, en samhljómur þó.

Þá, sem í Montreal, þar sem Michael Schumacher varð annar á Ferrari, varð ítalskur bíll í öðru sæti. Var það Fiat-bíll frá fyrirtækinu sem nú á Ferrari.

Michelin, sem fagnaði hundraðasta sigri sínum í formúlunni í Montreal, lagði til dekkin undir sigurbíl Renault sem Ungverjinn Ferenc Szisz ók sunnudagssíðdegið fyrir einni öld.

Kappaksturinn í Montreal var sprettur, 70 hringir á 4,36 km braut, eða 305,2 km á um 200 km/klst. meðalhraða. Mótið 1906 var meiri þolþraun. Það hófst 26. júní í hitabylgju í Sarthe-héraðinu með þátttöku 32 bíla, sem sumir voru með allt að 18,3 lítra mótórum, en 2,4 lítra mótor er í formúlubílum nútímans. Þeir voru ræstir af stað með 90 sekúndna millibili rétt eftir dögun.

Mótinu lauk ekki fyrr en daginn eftir og á tilsettum tíma urðu keppendur að aka hinn 103,2 km hring sex sinnum. Keppnisvegalengdin var því 1.238 kílómetrar.

Szisz lagði af stað þriðji og lauk hringjunum sex á 12 stundum og 14 mínútum og 7 sekúndum. Meðalhraði þessa einkavélvirkja og stofnanda bílasmiðjunnar, Louis Renault, var 101,2 km/klst. Hámarkshraði Renault AK-bílsins mældist 148 km/klst. sem er ekki helmingur þess sem formúlubílar nútímans ná.

Ítalinn Felice Nazzaro varð annar, rúmri hálfri klukkustund á eftir og þriðji Frakkinn Albert Clement á Clement-Bayard bíl sem faðir hans smíðaði.

Þá sem nú reyndust dekkin ráða úrslitum. Renault-bíllinn, með 13 lítra mótor undir húddinu, var búinn frumlegum fljótskiptanlegum dekkjum, felgum með uppblásanlegum dekkjum á ,en keppinautarnir notuðu gegnheil gúmmídekk.

Fyrir vikið gat Szisz skipt um dekk á aðeins broti af þeim tíma sem dekkjaskipti tóku keppinautana. Var Fiat-bíllinn búinn samskonar dekkjum og Renaultinn.

Áhorfendur að kappakstrinum voru 180.000 og þá sem nú baðaði Renault sig í frægðarljómanum sem sigrinum fylgdi. Mótshaldarar í Le Mans, þar sem sólarhringskappakstur hefur farið fram nær allar götur síðan, minntust fyrsta mótsins á dögunum.

Og þess verður sérstaklega minnst á vinsælli bílahátíð í Bretlandi í næsta mánuði, svonefndri hraðahátíð í Goodwood í Englandi.

Er hann ók yfir marklínuna í Montreal í fyrradag í hitasvækju á sunnudagseftirmiðdegi, hrópaði Fernando Alonso í talstöð Renault-bílsins að „Todo es perfecto“ - eða allt er fullkomið.

Szisz, sem var látinn áður en fyrsta mótið í formúlu-1 fór fram í Silverstone sumarið 1950, hefði tvímælalaust tekið undir það.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli