Frétt

Á ferð um Vestfirði | 31.12.2001 | 12:33Skrúður í Dýrafirði eitt af undrum Vestfjarða

Frá vígslu Skrúðs árið 2001.
Frá vígslu Skrúðs árið 2001.
Garðurinn Skrúður við norðanverðan Dýrafjörð, rétt innan við Núpsskóla, er einn elsti og merkasti skrúðgarður landsins og sjálfsagður viðkomustaður á ferð um þessar slóðir. Garðurinn er merkilegur fyrir ýmislegt fleira en gróðurinn sem þar getur að líta.
Það var séra Sigtryggur Guðlaugsson prófastur á Núpi sem réðst í gerð matjurta- og skrúðgarðs í tengslum við ungmennaskólann að Núpi. Hann var langt á undan sinni samtíð en garðinn átti að nýta í kennslu í jurtafræði og garðrækt jafnframt því að venja nemendur á neyslu garðávaxta og sýna hvað getur þrifist í íslenskum jarðvegi. Jurta- og trjágarðurinn Skrúður var formlega stofnaður 7. ágúst 1909, enda þótt upphaf hans megi rekja nokkur ár lengra aftur. Þessi dagur varð fyrir valinu vegna þess að þá voru liðin rétt 150 ár frá því að kartöflur voru fyrst settar niður á Vestfjörðum að undirlagi séra Björns Halldórssonar í Suðlauksdal. Í Skrúði er minnisvarði um hjónin séra Sigtrygg og Hjaltlínu Guðjónsdóttur á Núpi.

Skrúður er eitt af undrum Vestfjarða, því að þar er að finna nokkur mjög sérstæð fyrirbæri. Gosbrunnurinn er líklega einn fyrsti gosbrunnurinn á Íslandi og þótti mikið til hans koma þegar hann var upp á sitt besta. Haldnar voru sérstakar gossýningar þegar gesti bar að garði og gosstjórar voru þá synir Sigtryggs, stofnanda garðsins. Hægt var að skrúfa margvíslega stúta á og síðan var þrýstingi hleypt á. Þresti nokkrum, sem síðar varð skipherra hjá Landhelgisgæslunni og frægur í Þorskastríði, þótti hin mesta skemmtan að skjóta mönnum skelk í bringu með óvæntum vatnsgusum þannig að menn urðu holdvotir. Sjálfsagt kom þessi reynsla og þekking síðar að góðum notum þegar hann þurfti síðar að klekkja á Tjallanum við útfærslu landhelginnar. Hlynur, annar sonur Sigtryggs, varð síðar veðurstofustjóri, en átti þá væntanlega erfiðara með að ráða yfir því hvenær væta kom úr lofti en þegar hann stýrði krönum í Skrúði.

Annar undur í Skrúði eru hvalkjálkarnir sem komu af einni stærstu langreyði sem Norðmenn veiddu og drógu að Höfðaodda, sem þeir kölluðu Framnes. Reyndar er önnur slík uppstilling í Jónsgarði á Ísafirði en af mun minni skepnu og síðar til komin. Hvalkjálkarnir gera garðinn mjög sérstakan í öllu tilliti, hvort sem horft er til annarra garða hér innanlands og í samanburði við skrúðgarða í Evrópu og þó víðar væri leitað.

Niðri í vesturhorni garðsins er lítil flöt sem Sigtryggur nefnir „Tjaldstæði“ á korti. Hér er væntanlega fyrsta skipulagða tjaldstæði á Íslandi. Þar fyrir innan er dvalarsvæði þar sem menn gátu teygt úr sér.

Í garðinum er að finna margar mjög sjaldgæfar plöntur en mest áberandi er Evrópulerktréð sem er líklega gróðursett árið 1910. Það virðist stöðugt vaxa og er fyrir löngu síðan orðið stærsta tré garðsins og geysilega umfangsmikið. Þetta tré er eitt af merkilegustu trjám á Íslandi.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli