Frétt

Sælkerar vikunnar eru Sigurður Pétursson og Ólína Þorvarðardóttir | 20.06.2006 | 16:25Fiskhringur mömmu og saltgratín Ólínu

Sigurður Pétursson og Ólína Þorvarðardóttir.
Sigurður Pétursson og Ólína Þorvarðardóttir.
Sælkerar vikunnar segja að á heimili þeirra hafi hjónin í gegnum tíðina skipst á um að elda. Þó hafi með árunum þróast ákveðin verkaskipting, þannig að þau hafi „eignast“ ákveðna rétti og jafnvel sérhæft sig í matreiðslunni. Þá segir Sigurður að í grófustum dráttum megi segja að allur einfaldur hversdagsmatur henti honum mjög vel. Aftur á móti hafi Ólína tileinkað sér nýja strauma í matargerð og býður hún oft upp á slíkar nýjungar með pasta, kjúklingi, ofnréttum, salötum og allskyns kryddtegundum sem hann kunni ekki nafnið á. „Fiskur er okkar matur, svo lesendum Bæjarins besta verður boðið upp á fiskrétti að þessu sinni. Hér kemur einn hefðbundinn heimilisréttur sem ég fékk í arf frá móður minni og er orðinn sígildur, en af því að margir eru hallir undir nýjungar, þá bað ég Ólínu um að lána mér góða uppskrift af saltfiskgratíni, sem hún eldar stundum“, segir Sigurður.

Fiskhringurinn hennar mömmu

1-2 ýsuflök hökkuð eða ½ - 1 kíló fiskihakk
½ - 1 laukur
1-2 egg
3 matskeiðar hveiti
2 matskeiðar kartöflumjöl
1-2 egg
1 teskeið salt
½ teskeið lyftiduft

Hrærið fiskinum, kartöflumjölinu og hveitinu saman með lauknum og bætið egginu ásamt salti og lyftidufti, mjólkinni út í eftir þörfum. Setjið fiskdeigið í hringlaga kökumót sem áður hefur verið smurt með smjöri. Setjið mótið ofan í stóran pott með sjóðandi vatni og sjóðið í eina klukkustund. Athugið að hafa frekar lítið vatn í pottinum, svo vatnið sjóði ekki yfir deigið. Meðlætið er íslensk kartöflumús, vel pressuð og soðin upp með smjöri, sykri og salti og þynnt með mjólk. Með fiskhringnum er gott að bræða smjör og jafnvel bera fram grænar baunir, en börnin vilja frekar tómatsósu.

Saltfiskgratín Ólínu

Soðinn saltfiskur
Hveiti
Smjörlíki
Mjólk
Egg
Laukur
Tómatpurré

Bakið 1 bolla hveiti og 50 g smjörlíki upp í potti með mjólk og búið til sósu. Takið pottinn af hitanum og bætið í tveimur eggjum og hrærið vel. Rífið niður hálfan til einn lauk og setjið í ásamt einni matskeið af sinnepi og lítilli dós af tómatpúrré. Hellið helmingnum af sósunni í ofnfast fat, setjið soðinn saltfiskur yfir og hellið síðan afgangnum af sósunni yfir allt saman. Setjið ost eða rasp yfir. Eldið í ofni við 150 gráður í eina klukkustund.

Ís með kókosbollurjóma (ættaður frá Herberti íssala og söngvara)

Þeytið vel einn pott rjóma. Bætið út í 2-4 kókosbollum eftir smekk og þeytið þær saman við rjómann. Setjið vanilluís í skál og setjið kókosbollurjómann yfir. Skreytið með lakkrískurli, Nóa-kroppi og íssósu. Pottþéttur endir á góðri máltíð.

Við skorum á Má Óskarsson á Ísafirði sem er mikill kokkur.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli