Frétt

Sigurður Pétursson | 19.06.2006 | 08:47Með vottorð upp á vasann

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Ísfirðingar hafa lengi átt því láni að fagna að eiga vel menntaða og hæfa lækna. Auk þess að vera hæfileikaríkir á sínu sérsviði hafa þeir látið margt gott af sér leiða á sviði menningar, félagsmála og stjórnmála. Fremstan má þar nefna Vilmund Jónsson sjúkrahúslækni, bæjarfulltrúa og alþingismann, sem stóð í fylkingarbrjósti jafnaðarmanna á Ísafirði, frá því þeir náðu meirihluta í bæjarstjórn árið 1921 og þar til hann tók við starfi landlæknis og fluttist til Reykjavíkur. Áhrif Vilmundar á skipulag og velferðarmál Ísafjarðar sér enn glögg merki, þar sem hann hafði forystu um byggingu Gamla sjúkrahússins og Seljalandsbúsins í Tungudal. Bæði húsin voru reist af Ísafjarðarkaupstað til að bæta heilsu og efla velferð almennings í bænum og nágrannabyggðum. Kona Vilmundar, Kristín Ólafsdóttir, var fyrsta íslenska konan sem lærði læknisfræði. Auk læknisstarfa var hún mikilhæfur þýðandi og sem dæmi af hennar verkum má nefna kennslubók um kynlíf og ævisögu stjórnleysingjans Kropotkíns fursta. Þau hjón settu mikinn svip á mannlíf hér á Ísafirði.

Annan lækni vil ég einnig nefna, sem naut mikillar virðingar hér í bæ. Það var Kjartan Jóhannsson læknir og alþingismaður. Hann var svo mikill mannvinur og vinsæll af almenningi, að Sjálstæðisflokkurinn setti hann í framboð til alþingis, því hann var eini maðurinn sem átti sjens í kratana. Ekki þótti hann skörungur á þingi, en vann sitt verk af alúð. Annan mannvin í læknastétt muna Ísfirðingar margir. Úlfur Gunnarsson yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði var fjölmenntaður húmanisti, sem hafði áhrif á alla sem honum kynntust. Fleiri merkir læknar hafa starfað hér um lengri eða styttri tíma og nefni ég þar aðeins einn. Það er frændi konu minnar, Eiríkur Kjerúlf, sem skrifaði bók um Völuspá, hið merka kvæði norrænnar goðafræði, og setti þar fram kenningar sem enn vekja forvitni fræðimanna.

Enn er það svo að við Ísfirðingar og Vestfirðingar eigum meðal okkar vandvirka og vel menntaða lækna sem láta sig ekki aðeins varða heilsu okkar almennings, heldur velferð okkar í víðum skilningi. Á þetta minnti Þorsteinn yfirlæknir Jóhannesson lesendur á bb-vefnum nú fyrir skömmu. Í greininni gefur hann í skyn að mér, sagnfræðingnum, þyki verra að hann, læknirinn, viðri opinberlega skoðanir sínar á samfélagsmálum. Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið og þarf sennilega mjög sérstök gleraugu til að lesa það úr skrifum mínum, hvort heldur það er grein mín til Helga, starfsbróður Þorsteins í læknastétt, sem hér birtist fyrr í mánuðinum, eða öðrum skrifum. Ég lít þvert á móti upp til manna, hvar í stétt sem þeir standa, sem láta sig samfélagsmál varða og setja fram skoðanir sínar í ræðu eða riti. Get ég þar nefnt sem dæmi bæði lærða og leika: Lýð Árnason lækni og Jón Fanndal Þórðarson formann Félags eldri borgara á Ísafirði, sem með skrifum sínum hafa oftlega vakið mig til umhugsunar um málefni líðandi stundar og veitt nýja sýn á samfélagið. En eina kröfu geri ég til þeirra félaga, og allra annarra, og hún er sú að þeir sýni heiðarleika og sanngirni í skrifum sínum og felli ekki órökstudda dóma um fólk eða hópa. Þar getur öllum skrikað fótur í foraðinu, sérstaklega þegar kemur að kosningum, eins og dæmin sanna. Þeir félagar Helgi og Þorsteinn mega vera stoltir af sinni menntun, en það gefur þeim ekki leyfi, umfram aðra, til að fella sleggjudóma um heiðarleika eða siðferði fólks.

Jafnvel þó við tökum bókstaflega þá staðreynd úr grein Þorsteins „að nám lækna og starfsþjálfun miðar að því að greina og meðhöndla vandamál líðandi stundar og fyrirbyggja framtíðarvandamál!“, eru þeir samt sem áður bara menn með skoðanir, rétt eins og ég eða Jón. Og við Jón höfum fullt leyfi til að viðra okkar skoðanir á skoðunum þeirra Þorsteins og Helga án þess að hafa sömu menntun og þeir. Sönn menntun er ekki starfsþjálfun, heldur það sem eflir mennskuna í okkur. Og þar væri gott fyrir alla að leita í smiðju læknanna, þeirra Vilmundar, Kristínar, Kjartans og Úlfs, til að efla þann þátt.

Skrifað daginn sem konur og vinnufólk fengu rétt til að kjósa í almennum leynilegum kosningum til alþingis árið 1915.

Ísafirði 19. júní,
Sigurður Pétursson.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli