Frétt

bb.is | 16.06.2006 | 13:58Kosið í sex fastar nefndir hjá Ísafjarðarbæ

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Á fyrsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær var kosið um setu í sex föstum nefndum: fræðslunefnd, menningarmálanefnd, félagsmálanefnd, umhverfisnefnd, landbúnaðarnefnd og hafnarstjórn. Formaður fræðslunefndar verður Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, en auk hans situr í nefndinni fyrir hönd Sjálfstæðisflokks Kristín Hálfdánsdóttir. Fyrir Framsóknarflokkinn situr Elías Oddsson, sem gegnir embætti varaformanns nefndarinnar. Fyrir hönd minnihluta Í-listans sitja Kolbrún Sverrisdóttir og Guðrún Anna Finnbogadóttir. Varamenn í nefndinni eru Óðinn Gestson og Gróa Haraldsdóttir, fyrir Sjálfstæðisflokk, María Valsdóttir fyrir Framsóknarflokk og Gylfi Þór Gíslason og Gunnhildur Elíasdóttir fyrir Í-lista.

Formaður menningarmálanefndar verður Ingi Þór Ágústsson, fyrir Sjálfstæðisflokk og varaformaður verður Inga Ólafsdóttir, Framsóknarflokki. Auk þeirra á sæti í nefndinni Anna Sigríður Ólafsdóttir, fyrir hönd Í-lista. Varamenn eru Ingunn Ósk Sturludóttir, D-lista, Kolbrún Schmidt, B-lista og Andrea S. Harðardóttir, Í-lista.

Í félagsmálanefnd sitja fimm aðalmenn og fimm varamenn. Formaður verður Gísli Halldór Halldórsson, Sjálfstæðisflokki og Ásthildur Gestsdóttir, Framsóknarflokki verður varaformaður. Þá á Jón Svanberg Hjartarson, Sjálfstæðisflokki, auk þess sæti í nefndinni fyrir hönd meirihlutans. Fyrir hönd minnihluta Í-listans sitja þær Rannveig Þorvaldsdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir. Varamenn eru Elín Friðriksdóttir og Bryndís Birgisdóttir, fyrir hönd Sjálfstæðisflokks, Gréta Gunnarsdóttir fyrir hönd Framsóknarflokks og Helga Björk Jóhannsdóttir og Soffía Ingimarsdóttir fyrir hönd Í-listans.

Í umhverfisnefnd sitja einnig fimm aðalmenn og fimm varamenn. Formaður verður Svanlaug Guðnadóttir, Framsóknarflokki, en varaformaður verður Kristján Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki. Þá situr auk þeirra í nefndinni fyrir hönd meirihlutans, Albertína Elíasdóttir, Framsóknarflokki. Fulltrúar minnihlutans í nefndinni eru Jóna Símonía Bjarnadóttir og Sæmundur Kr. Þorvaldsson. Varamenn eru Geir Sigurðsson og Magdalena Sigurðardóttir, Framsóknarflokki, Gísli Úlfarsson, Sjálfstæðisflokki og Björn Davíðsson og Védís Geirsdóttir, Í-lista.

Í landbúnaðarnefnd sitja þrír aðalmenn og þrír varamenn. Formaður nefndarinnar verður Sighvatur J. Þórisson, Sjálfstæðisflokki, og Jón Sigmundsson, Framsóknarflokki, verður varaformaður. Auk þeirra á sæti í nefndinni Ari S. Sigurjónsson, Í-lista. Varamenn í nefndinni eru Helgi Árnason, D-lista, Guðmundur Steinþórsson, B-lista og Karl Bjarnason Í-lista.

Í hafnarstjórn sitja fimm aðalmenn og fimm varamenn. Guðni Geir Jóhannesson, Framsóknarflokki verður formaður, en Níels Björnsson, Sjálfstæðisflokki, verður varaformaður. Auk þeirra á sæti í nefndinni, fyrir hönd meirihlutans, Gísli Jón Kristjánsson, Framsóknarflokki. Fyrir hönd minnihlutans sitja í nefndinni þau Kristján Andri Guðjónsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir, Í-lista. Varamenn í nefndinni verða Birkir Einarsson og Hafsteinn Ingólfsson, Framsóknarflokki, Friðbjörn Óskarsson, Sjálfstæðisflokki og Sigurður Hafberg og Jóhann Bjarnason, Í-lista.

eirikur@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli