Frétt

Þorsteinn Jóhannesson | 16.06.2006 | 10:12Heiðursmaðurinn og sagnfræðingurinn

Þorsteinn Jóhannesson.
Þorsteinn Jóhannesson.
Sigurður Pétursson sagnfræðingur ritar grein á vefsíðu BB þann 06.06. sl., sem ber yfirskriftina „Helgispjöll um heiðursmann“. Þar gerir Sigurður tilraun til að svara grein Helga Sigmundssonar, sem mun hafa gerst svo djarfur að hafa skoðanir á grein sem heiðursmaður Í-listans Jón Fanndal Þórðarson hafði birt á vefsíðu lista síns í aðdraganda síðustu bæjarstjórnarkosninga. Ekki ætlar undirritaður sér það hlutverk að svara fyrir Helga Sigmundsson enda er hann fyllilega fær um það eins og sést hefur í skrifum hans, sem bæði fyrsta og síðasta manni Í-listans hefur greinilega sviðið undan. Tilurð þessarar greinar er önnur.

Heiðursmaðurinn

Blekið úr penna Sigurðar sagnfræðings, hvar hann mærði heiðursmanninn, og gekk fram fyrir skjöldu honum til varnar, var ekki þornað þegar sá síðarnefndi ruddist fram á vefsíðu BB þann 09.06. sl. með grein sem bar yfirskriftina „Að loknum kosningum“. Í grein heiðursmannsins er reynt að grafast fyrir um hvers vegna „sigur“ Í-listans í síðustu kosningum var ekki stærri en raun bar vitni. Þar stóð einnig: „En það er annað sem kom á óvart í þessum kosningum, en það var hinn mikli áhugi Pólverja á sveitastjórnarmálum í Ísafjarðarbæ. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum var kosningaþátttaka þeirra um og yfir 90%.“

Samkvæmt opinberum gögnum (sjá bæjardagskrá Ísafjararbæjar 15.06.06) þá var kjörsókn íbúa Ísafjarðarbæjar 87,75% í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, en í þeim kusu 67 íbúar með erlent ríkisfang, sem er 75.28% þeirra sem voru á kjörskrá. Hafi heiðursmaðurinn aðrar upplýsingar þá er spurt hvar er hægt að nálgast þær. Íbúar Ísafjarðarbæjar eru hvattir til að lesa umrædda grein og dæma um hugarþel og og siðfræði greinarhöfundar, þess manns, sem „fyrir löngu hefur unnið sér viðurkenningu langt út fyrir Vestfirði vegna einarðrar baráttu fyrir málstað og réttindum fólks sem hér býr“ (orð S.P.í Helgispjöll og heiðursmenn). Þessi grein vekur undirritaðan til umhugsunar.

Sagnfræðingurinn

Það truflar undirritaðan að hann vegna menntunar sinnar megi ekki hafa skoðanir á málefnum samfélagsins, sem hann býr í og sárast svíður að sjá það úr penna þess sem kennir sig við jafnaðarmennsku. Undirritaður ólst upp við að allir væru jafnir hvar í flokki eða samfélaginu þeir stóðu, þar skiptir ekki stétt, menntun, þjóðerni eða litarháttur máli. Í grein Sigurðar „Helgispjöll og heiðursmenn“ stendur: „Það má heita merkilegt með læknana hér í bæ, að þeir halda að sérfræði þeirra eigi víða við.“ Þarna alhæfir Sigurður, því þeir eru fleiri læknar í Ísafjarðarbæ, sem ekki hafa sagt hug sinn opinberlega en hinir, sem það hafa gert. Og hvers vegna ættu læknar ekki að hafa skoðun á málefnum líðandi stundar? Því er nú þannig farið að nám lækna og starfsþjálfun miðar að því að greina og meðhöndla vandamál líðandi stundar og fyrirbyggja framtíðarvandamál!

Einhver spekingur sagði að ekki nokkur maður stæði sagnfræðingum á sporði í því sem liðið er enda miðar menntun þeirra og starfsþjálfun að því að gera þá að sérfræðingum fortíðarinnar. Undirrituðum dettur ekki í hug að gagnrýna sagnfræðinginn Sigurð fyrir að hafa skoðun á líðandi stundu hann á einmitt hrós skilið fyrir slíkt. Það er jú skylda okkar, sem eigum því láni aðfagna að búa við lýðræði, að segja skoðanir okkar og einn af hornsteinum mannréttinda að mega tjá sig. Þess minnumst við m.a. 17. júní ár hvert.

Allir íbúar Ísafjarðarbæjar! Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Þorsteinn Jóhannesson, kjósandi í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli