Frétt

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir | 15.06.2006 | 16:05Tími til að hefjast handa

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn (B og D listi) hafa tekið við ráðhúsinu í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borgarstjórnar og Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs. Ég er dauðfegin að ferli samninga og skipulags nefnda er lokið í borginni. Svona tímabil tekur alltaf á liðsheildina. Ég er viss um að þetta hefur verið eitt erfiðasta verkefni nýs borgarstjóra enda margar ólíkar kröfur til staðar frá borgarfulltrúum og samstarfsflokki. En nú er þetta allt í höfn og nóg að gera. Þegar líður á kjörtímabiliðð munum við svo þurfa á fleiru góðu fólki að halda til að starfa fyrir okkur í nefndum og ráðum.

Ég er mjög ánægð með mitt hlutskipti. Ég fæ að takast á við spennandi og aðkallandi málefni leikskólabarna og ekki síst einmitt barna sem eru ekki komin með aldur til að fara í leikskóla. Það er spennandi að fá að móta nýtt svið og tengja leik- og grunnskóla betur saman. Leikskólinn er að mínu mati skólastig 21. aldarinnar og þarf að fá sitt vægi innan borgarkerfisins. Það er leikur einn að hafa gott samstarf grunnskólaráðs og leikskólaráðs áfram. Þetta stig er mótandi fyrir alla litlu Reykvíkingana sem við kappkostum að líði vel og þroskist þar til grunnskólanám tekur við. Ég hef alltaf sagt að grunnskólinn þurfi að læra miklu meira af leikskólanum.

Það erum mýmargar hugmyndir að formast í kollinum á mér varðandi þetta þroskastig sem við sinnum svo ágætlega. Ég er menntunð í þessum fræðum, BA ritgerðin mín fjallaði um ,,Children´s theory of belief?. Þýðing þessa titils er aðeins flóknari en virðist í fyrstu en ritgerðin fjallar um þá þroskabreytingu sem á sér stað um 3-5 ára aldur þegar börn fara að átta sig á því að aðrir gætu haft ólíkar skoðanir eða þekkingu á þeirra reynslu eða umhverfi. Þetta á til dæmis við breytingu heilans sem endurspeglast þegar börn sjá að hús hafa ekki líf eða augu og raunveruleikinn verður miklu hólfaðri en í ímyndun þeirra. Í M.Ed. náminu mínu vann ég svo með prófessor Meltzoff sem er víðfrægur prófessor í ungbarnafræðum. Hann er þekktastur fyrir að eiga mynd af sér í hverri einustu almennri sálfræðibók sem kennd er um þroska barna. Myndin er af honum að ulla á nýfætt barn en hann er einmitt þekktur fyrir hversu mikið er lært og hversu mikið er meðfætt hjá ungabörnum. (Hann sannaði semsagt að börn geta hermt eftir manni 40 tíma gömul. Þessi staðreynd fellur undir kenningar hans um að hermun sé meðfædd).

Í borginni er ég að auki aðalmaður í umhverfisnefnd sem mun fljótlega fá heitið samgöngu- og umhverfisnefnd, formaður hverfisráðs Háaleitis, og er fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó. Ég hlakka til að byrja og fæ vonandi skrifstofu í dag við Tjarnargötuna.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttirthorbjorg.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli