Frétt

mbl.is | 15.06.2006 | 08:25Þriðji risatitillinn í röð til Mickelsons?

Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst í dag í útjaðri New York-borgar. Opna bandaríska er annað í röðinni af hinum fjórum árlegu risamótum. Mótið sker sig ávallt nokkuð frá öðrum mótum að því leyti, að á opna bandaríska reyna heimsins bestu kylfingar að verja parið í stað þess að safna fuglum. Í þessu móti er karginn þykkur, flatirnar hálar sem gler og taugarnar þandar til hins ýtrasta. Eins og jafnan á risamótum eru leiknar 72 holur og er fjöldi keppenda skorinn niður um tæpan helming eftir 36 holur. Mikil eftirvænting ríkir í Bandaríkjunum vegna endurkomu Tigers Woods sem hefur tekið sér góðan tíma frá golfmótum til þess að syrgja föður sinn. Tiger hefur ekki leikið síðan á fyrsta risamóti ársins, Masters mótinu, sem fram fór fyrir níu vikum síðan. Sjálfur segist Tiger ekki vita við hverju skuli búast af sér, á heimasíðu sinni. Hann hafi aldrei áður misst svo mikið úr á miðju tímabili.

Mótið fer að þessu sinni fram á Winget Foot vellinum sem er nánast alræmdur í golfheiminum. Er það komið til af því skori sem sást þegar opna bandaríska mótið fór þar fram árið 1974. Bandaríkjamaðurinn Hale Irwin hafði þar sigur á sjö höggum yfir pari! Jack Nicklaus, Johnny Miller og fleiri goðsagnir upplifðu þar einhverja mestu niðurlægingu á sínum ferli. Síðan þá hefur mótið einu sinni verið haldið á Winget foot eða árið 1984, en reyndar fór PGA meistaramótið fram þar árið 1997, sem er síðasta risamótið á ári hverju. Þá sigraði Davis Love þriðji en hann er enn í fullu fjöri og gæti látið til sín taka um helgina. Völlurinn er mjög langur og sem dæmi má nefna að 12. holan er yfir 600 metra löng og verður ein sú lengsta í sögu mótsins.

Einnig mun kastljósið beinast að Phil Mickelson sem sigrað hefur á síðustu tveimur risamótum. Hann hefur aldrei sigrað á opna bandaríska en takist honum það nú, þá kemst hann í hóp fárra kylfinga sem sigrað hafa á Masters og Opna bandaríska á sama árinu. Mickelson hefur tvívegis á undanförnum árum gert atlögu að opna bandaríska titlinum. Árið 1999 varð hann annar á eftir Payne Stewart og árið 2002 varð hann aftur annar, nú á eftir Tiger Woods. Nú þegar sjálfstraustið er í sögulegu hámarki hjá Mickelson þá er hann til alls líklegur.

Michael Campbell frá Nýja Sjálandi á titil að verja en ekki er búist við bragðmikilli titilvörn hjá honum, enda hefur hann einungis leikið þrisvar sinnum undir 70 höggum í ár. Hins vegar reikna margir með því að meistarinn frá því 2003, Jim Furyk, sé líklegur til afreka að þessu sinni. Furyk gengur iðulega vel að hitta brautir og flatir í réttum höggafjölda og það skiptir miklu máli á Winget Foot. Meiðsli gætu þó sett strik í reikninginn hjá honum.

Ólíklegt þykir að einhver Evrópubúi blandi sér í baráttuna enda hefur sigur á risamóti ekki fallið þeim í skaut síðan á opna breska mótinu árið 1999. Í hópi Evrópubúa eru helst nefndir til sögunnar Englendingurinn Luke Donald, Írinn Padraig Harrington og Spánverjinn Sergio Garcia.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli