Frétt

mbl.is | 14.06.2006 | 14:36Stjórnendur fyrirtækja telja að áfram ríki þensla í efnahagslífinu

Stjórnendur fyrirtækja telja almennt að aðstæður í efnahagslífinu séu tiltölulega góðar, samkvæmt niðurstöðu úr ársfjórðungslegri könnun IMG Gallup á stöðu og framtíðarhorfum í atvinnulífinu, sem gerð var í maí. Útkoman er þó lakari en var í samsvarandi könnun í febrúar og aðstæður fara versnandi þegar litið er hálft ár fram í tímann. Áfram er spenna á vinnumarkaði og skortur á starfsfólki í flestum atvinnugreinum. Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að könnunin leiði í ljós verulegar breytingar á stöðu og horfum eftir atvinnugreinum. Dregið hefur úr væntingum um aukna innlenda eftirspurn, en aukinnar erlendrar eftirspurnar er vænst. Ólíkt því sem fram kom í hliðstæðri könnun í febrúar er þróun EBITDA-framlegðar síðustu sex mánuði áberandi hagstæðust í sjávarútvegi og horfur næstu sex mánuði eru þar einnig bestar, sem og í iðnaði ásamt samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu. Gengisþróun undanfarna mánuði skiptir hér greinilega sköpum, enda er það mat stjórnenda í 97% fyrirtækja í sjávarútvegi að gengisþróun frá áramótum hafi verið jákvæð fyrir afkomuna fyrirtækjanna.

Um 57% svarenda telja núverandi aðstæður í efnahagslífinu góðar, um 13% telja þær slæmar en um 30% álíta þær hvorki góðar né slæmar. Þetta er ágæt niðurstaða en þó talsvert lakari en í sambærilegri könnun í febrúar, þegar um þrír fjórðu töldu aðstæður í efnahagslífinu góðar.

Svör stjórnenda um ætlaðar aðstæður í efnahagslífinu eftir sex mánuði gefa til kynna að þær verði heldur lakari en nú er. Telja um 33% fyrirtækjanna að aðstæður verði verri, 17% að þær verði betri en helmingur álítur að þær verði óbreyttar. Lakastar horfur eru í ýmissi sérhæfðri þjónustu þar sem 46% vænta lakari aðstæðna eftir sex mánuði, og í fjármála- og tryggingastarfsemi vænta 43% lakari aðstæðna. Ekki kemur þó fram mikill munur á horfum eftir atvinnugreinum.

Röskur helmingur svarenda eða 53,2% telja að skortur sé á starfsfólki en 46,8% að nægt framboð sé. Í könnun í febrúar var hlutfall fyrirtækja sem skorti starfsfólk ívið lægra eða 47,6%. Árstíðasveiflur eru í eftirspurn eftir vinnuafli og er líklegt að aukinn skort megi rekja til meiri eftirspurnar í byrjun sumars. Á höfuðborgarsvæðinu er skortur á starfsfólki hjá 58% svarenda, en hjá 45% á landsbyggðinni. Starfsfólk skortir í flestum atvinnugreinum, mest í ýmissi sérhæfðri þjónustu, iðnaði, samgöngum, flutninga- og ferðaþjónustu, byggingastarfsemi og verslun. Sú breyting kemur þó fram miðað við fyrri könnun að í fjármála- og tryggingastarfsemi er nú að mestu með nægt framboð starfsfólks.

Góðar horfur koma fram um starfsmannafjölda næstu sex mánuði og í heild mjög áþekkar og fram komu í könnun í febrúar. Telja stjórnendur hjá um 44% þátttökufyrirtækja að starfsmönnum muni fjölga, um 6% vænta fækkunar en um helmingur telja að starfsmannafjöldi verði óbreyttur eftir hálft ár. Þannig er ljóst að atvinnulífið reiknar með áframhaldandi þenslu á vinnumarkaði. Óbreytts starfsmannafjölda er vænst að miklum meirihluta í verslun (75%), sjávarútvegi (67%) og fjármála- og tryggingastarfsemi (57%). Í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu vænta 19% fyrirtækja fækkunar, en á móti vænta 46% svarenda í þessari atvinnugrein nokkurrar fjölgunar.

Könnunin gefur til kynna að dregið hafi úr væntingum um aukna eftirspurn í efnahagslífinu. Í hliðstæðri könnun í febrúar töldu um 48% þátttakenda að innlend eftirspurn myndi aukast á næstu sex mánuðum. Nú væntir hins vegar tæplega 31% þátttakenda aukningar innlendrar eftirspurnar á næstu sex mánuðum, um 13% búast við samdrætti en um 56% búast við óbreyttri eftirspurn. Væntingar um samdrátt eru mestar í verslun, en þar búast um 28% þátttakenda við minnkandi innlendri eftirspurn næstu sex mánuði, um 25% vænta aukningar en um 47% búast við óbreyttri eftirspurn.

Niðurstaða um breytingar á erlendri eftirspurn er fremur afdráttarlaus og skýrari en í könnun í febrúar. Um 73% þátttakenda vænta þess að eftirspurn eftir vöru eða þjónustu á erlendum mörkuðum aukist á næstu sex mánuðum, um 25% búast við óbreyttri stöðu og aðeins um 2% vænta samdráttar. Í sjávarútvegi býst um 71% þátttakenda við aukningu, um 26% búast við óbreyttri erlendri eftirspurn en um 3% gera ráð fyrir samdrætti. Í framleiðsluiðnaði væntir um 74% þátttakenda aukinnar erlendrar eftirspurnar, en um 26% búast við óbreyttri stöðu. Í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu gera um 69% ráð fyrir aukningu, um 6% vænta samdráttar en óbreyttar stöðu er vænst hjá um 25%, að því er segir á vef SA.

Í könnuninni er spurt um breytingar á EBITDA-framlegð (þ.e. hagnaði fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir) undanfarna 6 mánuði og líklegar breytingar næstu 6 mánuði. Í heild er niðurstaðan jákvæð og telja um 64% fyrirtækjanna að framlegð hafi aukist, 12% að hún hafi dregist saman, en staðan var óbreytt hjá um 24% þátttakenda.

„Fróðlegt er að skoða niðurstöður eftir atvinnugreinum. Útkoman er hagstæðust í sjávarútvegi. Þar töldu um 84% fyrirtækja að EBITDA-framlegð hefði aukist, hjá um 12% hafði framlegð minnkað, en staðan var óbreytt hjá um 3% svarenda. Þessi niðurstaða er mjög ólík því sem fram kom í könnun í febrúar, en þá töldu um 55% þátttakenda í sjávarútvegi að framlegð hefði minnkað síðustu sex mánuði og aðeins 23% að aukning hefði orðið. Veiking krónunnar undanfarna mánuði virðist því hafa bætt stöðu útflutningsgreina og leitt til þess að reksturinn skilar flestum fyrirtækjum betri framlegð. Útkoman er einnig hagstæð í ýmisri þjónustu, samgöngum og ferðaþjónustu, iðnaði og byggingastarfsemi, þar sem framlegð jókst hjá meirihluta (58-72%) fyrirtækja en dróst saman hjá minnihluta (0-17%). Í öðrum atvinnugreinum jókst framlegð síðustu sex mánuði hjá um eða innan við helmingi fyrirtækja," að því er segir á vef SA.

Tæpur helmingur svarenda (48,1%) telur að framlegð muni aukast á næstu sex mánuðum, 32% að hún standi í stað og um 20% að hún minnki. Horfurnar eru þó mjög breytilegar eftir atvinnugreinum. Mestrar bjartsýni gætir í sjávarútvegi, þar sem um 72% fyrirtækja búast við aukningu, um 22% vænta óbreytts ástands og aðeins um 5% búast við samdrætti. Í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu væntir einnig meirihluti þátttakenda (60%) nokkurrar aukningar og tiltölulega lítill hluti býst við samdrætti (8%). Í iðnaði og framleiðslu vænta 58% þátttakenda aukinnar framlegðar, en samdráttar er vænst hjá 21% þeirra og óbreyttrar stöðu hjá 21%. Í byggingastarfsemi væntir um helmingur svarenda aukinnar framlegðar. Í öðrum atvinnugreinum eru horfur um framlegð á næstu sex mánuðum lakari, og vænta t.d. 39% þátttakenda í verslun samdráttar en 28% búast við aukningu. Í fjármála- og tryggingastarfsemi búast 36% þátttakenda við samdrætti en 21% við aukningu.

Að þessu sinni voru forráðamenn fyrirtækja sérstaklega spurðir um áhrif gengisþróunar frá áramótum á afkomu fyrirtækis þeirra. Í heild telur helmingur þátttakenda áhrifin neikvæð, um 32% álíta þau jákvæð, en um 18% að áhrifin séu hvorki jákvæð né neikvæð. Niðurstaðan er þó mjög ólík eftir atvinnugreinum. Þannig telja um 97% fyrirtækja í sjávarútvegi áhrifin hagstæð. Í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu taldi sama hlutfall þátttakenda áhrifin jákvæð (44%) og neikvæð (44%). Sama gildir um fjármála- og tryggingastarfsemi, þar sem 29% töldu áhrifin jákvæð og 29% neikvæð. Í verslun, iðnaði, byggingastarfsemi og þjónustu eru áhrifin hins vegar talin vera neikvæð (45-72%).

Samtök atvinnulífsins eru í samstarfi við fjármálaráðuneytið og Seðlabanka Íslands um reglubundna könnun á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi. Framkvæmd könnunarinnar er í höndum IMG Gallup. Könnunin er gerð ársfjórðungslega. Einföld könnun með um 10 spurningum er gerð í annað hvort skipti, en hin skiptin er gerð ítarleg könnun með um 30 spurningum.

Að þessu sinni var könnunin gerð í maí og með einfaldara sniði. Í úrtaki voru 400 stærstu fyrirtæki landsins (miðað við heildarlaun), en í endanlegu úrtaki voru 389 fyrirtæki. Svarhlutfall var 65,3%.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli