Frétt

mbl.is | 14.06.2006 | 08:51Heimildarmynd í fullri lengd tekin með farsíma

Ítalskir leikstjórar hafa gert 93 mínútna langa heimildarmynd um viðhorf fólks til ástar og kynlífs. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, en það sem er óvenjulegt er að myndin var öll tekin með Nokia N90 farsíma á MPEG4 sniði og mun þetta vera í fyrsta skipti sem venjulegur farsími fær slíkt hlutverk. Kvikmyndin undirstrikar þá þróun sem orðið hefur að undanförnu, að fólk er almennt vopnað farsímum með myndavélum og tekur myndir af atburðum sem því þykir merkilegir. Farsímamyndir hafa einnig í síauknum mæli birst í fréttatímum sjónvarpsstöðva.

Marcello Mencarini, leikstjóri New Love Meetings, segir að allir gætu gert slíkar myndir. „Ef maður vill koma einhverju á framfæri nú á dögum þá er það hægt, þökk sé þessari nýju tækni," sagði hann.

Farsímamyndavélar eru hins vegar frekar takmarkaðar, sérstaklega þegar lýsingin er lítil, og hljóðið er einnig óskýrt. Þess vegna er New Love Meetings aðallega viðtöl tekin nálægt og myndin er nokkuð rykkjótt, þótt hún sé merkilega skýr. Leikstjórinn sagði að engum tæknibrögðum hefði verið beitt í eftirvinnslunni.

Þessi aðferð gerir það að verkum, að viðmælendurnir verða opnari en ella þar sem kvikmyndatökuvélar eru stundum nokkuð ógnandi. Í þessu tilfelli þykir það kostur þar sem myndin fjallar um ást og erótík.

Leikstjórarnir tóku viðtöl við um 700 manns á tveggja mánaða tímabili á síðasta ári. Um 100 manns koma fram í myndinni. Hugmynd leikstjóranna var að gera nútímaútgáfu af kvikmyndinni Love Meetings, sem ítalski leikstjórinn Pier Paolo Pasolini gerði árið 1965. Þar tók Pasolini viðtöl við Ítala um viðhorf þeirra til kynlífs og í ljós kom að fordómar og sjálfsritskoðun voru útbreidd.

Í New Love Meetings eru viðmælendur spurðir um fyrstu kynlífsreynsluna og viðhorf til kynferðismála, samkynhneigðar og afbrýði. Í ljós kom að lítið hafði breyst á 40 árum.

„Það kemur í ljós, að það er enn bæling og bannhelgi til staðar og vandamál eru víða," sagði Barbara Seghezzi, annar leikstjóri myndarinnar.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli